Kallar á uppbyggingu innviða

Þau tímamót eru að verða í sögu landsins að um 80% íbúanna búa á stórhöfuðborgarsvæðinu. Mikill aðflutningur erlendra ríkisborgara síðustu ár á þátt í þessari þróun.

Með sama áframhaldi munu tveir af þremur íbúum landsins búa á höfuðborgarsvæðinu, án nágrannasveitarfélaga, innan fárra ára. Til samanburðar var hlutfall íbúa höfuðborgarsvæðisins af íbúafjölda landsins um 20% fyrir rúmri öld.

Hröð íbúafjölgun mun kalla á mikla fjárfestingu í innviðum. Má þar nefna vegakerfið sem mun þurfa að anna mun meiri íbúafjölda.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa greint þróunina. Niðurstaðan er að búferlaflutningar frá landsbyggð skýri íbúafjölgun svæðisins á 20. öld. Nú skýri búferlaflutningar frá útlöndum íbúafjölgunina.

Með þessari íbúafjölgun breytast íbúahlutföll í landinu. Til dæmis búa nú álíka margir samanlagt í Kópavogi og Garðabæ og búa á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi samanlagt. Um 55 þúsund manns búa í þessum fjórum landshlutum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »