Klöppuðu þegar sást til sólar

Frá Fiskideginum mikla á Dalvík.
Frá Fiskideginum mikla á Dalvík. Ljósmynd/Aðsend

Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, segir að nýafstaðin hátíð hafi gengið stórkostlega.

„Við erum rasandi hvað komu margir miðað við hvað það var búið að hamra á því næstum því að það myndi rigna eldi og brennisteini. Við erum sérstaklega glöð yfir því að sjá okkar traustu gesti,“ segir Júlíus.

Á laugardeginum var þurrt á Dalvík til hálffimm þrátt fyrir að rignt hefði allt í kring, að sögn Júlíusar. „Meira að segja sást til sólar, sem átti engan veginn að geta gerst, og mikið var klappað. Þannig að veðurspáin rættist ekki og þetta var algjörlega magnað.“

Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson

Talið er að á bilinu 27 til 28 þúsund manns hafi sótt Dalvík um helgina en Júlíus tekur fram að hátíðin snúist ekki um fjöldann heldur að „vera klár í það sem við erum að bjóða upp á“.

Í fyrsta sinn var hærra aldurstakmark á tjaldsvæðinu, eða 20 ár, og segir hann að það hafi haft góð áhrif. Munurinn á umgengninni hafi verið mikill. Býst hann við því að sami háttur verði hafður á á næsta ári.

Samhjálp fær afganginn sem varð af fiskinum á laugardaginn og er blaðamaður ræddi við Júlíus var hann í þann mund að ganga frá þeirri góðu sendingu.

Útlit er fyrir votan fiskidag á Dalvík í ár.
Útlit er fyrir votan fiskidag á Dalvík í ár. Ljósmynd/Atli Rúnar
Páll Óskar skemmti lýðnum.
Páll Óskar skemmti lýðnum. Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert