Ný smábátahöfn á Skagaströnd

Starfsmenn Króla vinna við að festa flotbryggjurnar með öflugum keðjum …
Starfsmenn Króla vinna við að festa flotbryggjurnar með öflugum keðjum við stóra steypuklumpa sem sökkt var á sjávarbotninn. mbl.is/Ólafur Bernóduson

Loks sér fyrir endann á gerð smábátahafnar í Skagastrandarhöfn því verið er að leggja lokahönd á að koma flotbryggjunum fyrir á sínum stað.

Gerð smábátahafnarinnar er um hálfu ári á eftir áætlun, sem helgast fyrst og fremst af því að verktakarnir sem hófu verkið gáfust upp í miðjum klíðum. Eftir að samningum við fráfarandi verktaka og við nýja aðila lauk hefur verkið gengið samkvæmt áætlun og þessa dagana er verið að festa flotbryggjurnar.

Alls eru um 30 legurými við nýju bryggjurnar, sem leysa brýna þörf því fram að þessu hafa strandveiðibátarnir þurft að liggja hver utan á öðrum allt upp í fjóra báta í röð. Eftir að nýju bryggjurnar verða teknar í gagnið verður hver bátur á sínum „bás“ og þar með óháður öðrum. Jafnframt er verið að leggja vatn og rafmagn að bryggjunum og koma fyrir lýsingu við þær. Sandurinn og móhellan sem kom upp úr dokkinni þar sem höfnin er voru notuð í uppfyllingu við hana og verður líklega nýtt sem gámasvæði fyrir útgerðarmennina sem nota hana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »