Svartsýnustu spár gengu ekki eftir

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir.
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir.

„Ég myndi ekki kalla þetta bata í atvinnulífinu. Nær væri að segja að svartsýnustu spár hafi ekki gengið eftir í sambandi við efnahagsmálin. Ég held að menn hafi verið í miklu svartsýniskasti þegar kjaraviðræður stóðu yfir.“

Þetta segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, starfsgreinafélags á Austurlandi, innt eftir viðbrögðum við fréttum Morgunblaðsins á laugardag um batamerki á vinnumarkaði. Í frétt blaðsins sagði Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, að sú dökka mynd sem dregin hefði verið upp í byrjun árs væri ekki að raungerast.

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, sagðist þokkalega bjartsýnn á að ekki yrði jafn mikið atvinnuleysi í haust og óttast var og störfum fjölgi þrátt fyrir fall WOW air og samdrátt í ferðaþjónustu. Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, og Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent, voru sammála í fréttinni um vísbendingar um batamerki og viðspyrnu á vinnumarkaði.

Taldi meira vera í stöðunni

Í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Hjördís Þóra ekki hafa tilfinningu fyrir bata á vinnumarkaði á Austurlandi, ferðaþjónustan beri sig enn aumlega og ekki ólíklegt að svokallaður bati geti allt eins verið árstíðabundar sveiflur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert