Tæp ein og hálf komin fyrir Baldvin

Baldvin og fjölskylda á EM í fótbolta í París 2016. ...
Baldvin og fjölskylda á EM í fótbolta í París 2016. Baldvin fór á alla leikina. Frá vinstri á myndinni eru Hermann Helgi, bróðir Baldvins, Ragnheiður Jakobsdóttir, móðir hans, Rúnar Hermannsson, faðir hans, og lengst til hægri Baldvin sjálfur. Ljósmynd/Aðsend

„Ég bjóst auðvitað við einhverjum stuðningi en ekki svona miklum,“ segir Ragnheiður Jakobsdóttir framkvæmdastjóri á Akureyri. Hún hleypur í Reykjavíkurmaraþoni 24. ágúst fyrir son sinn, Baldvin Rúnarsson, sem lést 25 ára 31. maí úr krabbameini í höfði eftir rúmlega fimm ára baráttu.

Ragnheiður hleypur fyrir Minningarsjóð Baldvins Rúnarssonar og hún er ekki ein, heldur hafa þeir sem þekktu Baldvin fylkt liði við hlið hennar. 36 hlaupa fyrir Baldvin. Ragnheiður hefur þegar safnað tæpum 450.000 krónum í áheitum og á sama tíma hefur Vaktin, vinahópur Baldvins, safnað rúmri 1,1 milljón til styrktar sama sjóði.

„Þetta er orðið rúmlega helmingi hærra en ég hafði vonað,“ segir Ragnheiður, sem er þakklát fyrir allan stuðninginn. Það eru enn tvær vikur til stefnu „og svo er það bara að fá alla á staðinn til að koma og hvetja okkur,“ segir Ragnheiður. Þau eru flest að norðan, sem hlaupa þennan dag, en sum þó búsett í Reykjavík.

Ragnheiður Jakobsdóttir hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst fyrir son sinn, ...
Ragnheiður Jakobsdóttir hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst fyrir son sinn, Baldvin Rúnarsson, sem lést 25 ára 31. maí úr krabbameini í höfði eftir rúmlega fimm ára baráttu. Ljósmynd/Aðsend

Samheldnin hjálpar í sorginni

Þetta hefur verið erfitt sumar og fyrir hafði veturinn verið mjög erfiður þar sem Baldvini fór hratt versnandi. Hann lést 31. maí. „Þetta er erfitt verkefni sem tekur á og eru dagarnir misjafnir,  sumir erfiðari en aðrir. Þetta hefur verið meðal þess sem hefur haldið okkur gangandi,“ segir Ragnheiður. Strax í júní fór fólk að tala sig saman um að hlaupa í maraþoninu í lok sumars. 

Loks var ákveðið að láta verða af því, ekki síst með það í huga að feta í fótspor sjálfs Baldvins sem eins og frægt er orðið safnaði mest allra þegar hann hljóp sjálfur 21 kílómeter krabbameinsveikur í maraþoninu 2016. Hann gerði sér lítið fyrir og hljóp hálfmaraþonið á klukkustund og 53 mínútum til styrktar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, styrkti það um rúma eina og hálfa milljón.

„Svo hafa strákarnir verið að hlæja að því núna af því að þeim ber ekki saman. Sumum finnst að þeir þurfi að fara sér hægt til að massa ekki tímann hans Baldvins en aðrir sem eru alls ekki á því og vilja láta reyna á að bæta tímann,“ segir Ragnheiður.

„Þetta undirbúningsferli hefur hjálpað okkur mjög mikið, okkur sem þekktum Baldvin, fjölskyldu, vinum og vinnufélagar. Við erum með Facebook-hóp og svona að hvetja hvert annað áfram og förum svo saman suður þegar þar að kemur,“ segir Ragnheiður.

Slíkur vettvangur er kjörinn til að halda minningu Baldvins á lofti. „Við eigum í miklum samskiptum og það gefur okkur færi á að halda sambandi á milli fjölskyldunnar og vina hans. Þar getum við haldið áfram að ræða um Baldvin og verið ófeimin við að tjá okkur,“ segir Ragnheiður.

Baldvin Rúnarsson (t.v.) hljóp 21 kílómeter í Reykjavíkurmaraþoninu 2016 og ...
Baldvin Rúnarsson (t.v.) hljóp 21 kílómeter í Reykjavíkurmaraþoninu 2016 og safnaði mest allra manna það ár. Aðstandendur hans hlaupa núna fyrir minningarsjóðinn um hann. Sumir ætla sér jafnvel að bæta hans tíma. Ljósmynd/Aðsend

Sjóðurinn styður málefni sem Baldvini voru kær

Baldvin greindist með krabbamein í höfði í desember 2013. Þegar hann lést í maí á þessu ári hafði gengist undir þrjár heilaskurðaðgerðir, farið í þrjár lyfjameðferðir og tvær geislameðferðir. 

Þegar Baldvin hljóp árið 2016 rann sá styrkur sem segir til KAON. Skömmu eftir að hann lést var stofnaður Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar, sem á skömmum tíma hefur þegar úthlutað 1,2 milljónum til Krafts, Heimahlynningar á Akureyri og DM félagsins.

Áfram verður sjóðnum ætlað það hlutverk að styðja við málefni sem voru Baldvini kær, svo sem fyrrgreind samtök en einnig ýmiss konar íþróttastarf ungmenna og mannúðarmál. Þeir styrkir verða ekki ólíklega miðaðir áfram við norðlensk málefni.

mbl.is

Innlent »

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

14:16 Angela Merkel sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Viðey eftir hádegi. Með henni voru forsætisráðherrar Norðurlanda og með þeim ætlar hún að stofna sameiginlegan vettvang um áríðandi mál. Meira »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur hafinn í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er nú hafin í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Upphafið að einhverju mikilvægu

11:50 „Þetta er ótrúlega mikilvægt,“ segir bankastjóri Íslandsbanka um fund í morgun, þar sem samtök fjórtán norrænna stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogar Norðurlandanna undirrituðu sameiginleg markmið um sjálfbærni og jafnrétti. Meira »

Innbrot í fyrirtæki í Vesturbæ og Kópavogi

11:39 Morguninn var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla þurfti þó að sinna útkalli klukkan níu í morgun vegna innbrots í fyrirtæki í vesturhluta borgarinnar. Þá barst einnig tilkynning um innbrot í fyrirtæki í Kópavoginum. Meira »

Ók upp á fólksbíl á Granda

11:11 Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í morgun þegar kona ók bíl sínum upp á annan fólksbíl. Tvær konur voru í bílnum, asískir ferðamenn, og samkvæmt heimildum mbl.is höfðu þær nýverið tekið bílinn á leigu. Meira »

„Þetta á allt eftir að hrynja“

11:10 „Það eru miklar viðvaranir þarna niður frá vegna brim- og hrunhættu. Það er alltaf þarna eitthvað hrynjandi. Ég hef nú meira að segja lent í því sjálfur að hrunið hafi á mig þegar ég var í lunda,“ segir íbúi í Görðum við Reynisfjöru. Lög­regl­a lokaði í gær aust­asta hluta ­fjörunnar. Meira »

„Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð“

10:38 „Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð!“ Þetta sagði Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar þegar loftslagssáttmáli sex Norðurlandaþjóða var undirritaður í Hörpu í morgun. Meira »

Má vænta vaxtalækkana

10:04 Ásgeir Jónsson hefur tekið við embætti seðlabankastjóra. Hann mætti til vinnu á skrifstofur Seðlabankans klukkan 9:04 í morgun. Ásgeir segir að vaxtalækkanir geti hæglega verið í kortunum. Meira »

43 sagt upp hjá Íslandspósti

09:53 43 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Íslandspósti. Alls fækkar stöðugildum hjá fyrirtækinu um 80 á árinu 2019. Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart um hópuppsögnina. Meira »

Stór skriða féll úr Reynisfjalli

08:22 Mjög stór skriða féll úr fjallinu fyrir ofan Reynisfjöru í Mýrdal í nótt og er sjórinn brúnlitur á því svæði þar sem skriðan féll. Lögreglan á Suðurlandi ítrekar að austasti hluti Reynisfjöru er lokaður almenningi. Meira »

Hvítur, hvítur dagur í forval evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

08:20 Hvít­ur, hvít­ur dag­ur, nýj­asta kvik­mynd leik­stjór­ans og hand­rits­höf­und­ar­ins Hlyns Pálma­son­ar, er ein þeirra 46 kvikmynda sem eru tilnefndar til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Tilkynnt var um þetta í morgun. Meira »

Fast gjald 324% hærra en notkunin

08:18 Rafmagn til að kveikja á sex ljósaperum í rúmlega 20 fm sameiginlegu geymsluhúsnæði kostar eigendur fjögurra húsa sem tengjast saman samtals 40 kr. á ári eða 10 kr. á eign. Til viðbótar greiða eigendur sameiginlega 12.976 kr. í mælagjald á ári. Meira »

Færri komust að en vildu

08:08 Alls hófu 44 nemendur nám við nýja námsbraut Menntaskólans á Ásbrú í tölvuleikjagerð í gær. Komust færri að en vildu.  Meira »

Ömurlegasta sumar í áratugi

07:57 Veðrið hefur ekki leikið við íbúa Langaness og annarra svæða norðausturhornsins í sumar. Veðrið hefur verið í algerri andstöðu við veðurblíðuna á Suður- og Vesturlandi. Meira »
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...