Þrír útskrifaðir af spítala

Þrír hafa verið útskrifaðir, en sá fjórði liggur enn inni.
Þrír hafa verið útskrifaðir, en sá fjórði liggur enn inni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þrír þeirra fjögurra, sem voru um borð í bíl sem valt í Eldhrauni á föstudag, hafa verið útskrifaðir af Landspítala. Sá fjórði, sem kastaðist út úr bílnum, liggur enn inni en ekki er vitað um líðan hans.

Slysið átti sér stað um kvöldmatarleyti á föstudag á Suðurlandsvegi í Eldhrauni, skammt vestan Kirkjubæjarklausturs. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti þá slösuðu sem allir voru erlendir ferðamenn og var þjóðveginum lokað í um klukkustund.

mbl.is