Tíminn í ráðuneytinu góð reynsla

Jón Pétur Zimsen skólastjóri Réttarholtsskóla.
Jón Pétur Zimsen skólastjóri Réttarholtsskóla. mbl.is/Valgarður Gíslason

„Ég lærði margt af samstarfinu við Lilju sem er reyndar ekki alveg lokið,“ segir Jón Pétur Zimsen sem lætur af störfum sem aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra á fimmtudaginn eftir að hafa tekið við starfinu fyrir ári síðan.

Tímann í ráðuneytinu undanfarið ár segir Jón Pétur aðspurður hafa verið góða reynslu. Markmiðið hafi þó ekki verið að taka að sér slíkt starf þegar hann lét af störfum sem skólastjóri Réttarholtsstóla vorið 2018 en hann hafi látið til leiðast vegna áhuga Lilju á menntamálum. Hugmyndin hafi verið að sinna starfinu í ár.

Við tekur hjá Jóni Pétri að hefja aftur störf í Réttarholtsskóla í Reykjavík hvar hann starfaði á árunum 1998-2008. Fyrst sem kennari til 2007, þá aðstoðarskólastjóri til ársins 2015 og skólastjóri þar til hann hóf störf í ráðuneytinu á síðasta ári.

Jón Pétur verður aðstoðarskólastjóri í hlutastarfi en mun einnig, eins og kom fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu, sinna verkefnum fyrir ráðuneytið varðandi endurskoðun aðalnámsskrár og eflingu starfsumhverfis kennara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert