„Tökum þessu sem ögrun“

Grafa verktaka VesturVerks við landamerki að Seljanesi.
Grafa verktaka VesturVerks við landamerki að Seljanesi. Ljósmynd/Aðsend

Hluti landeigenda að Seljanesi í Ingólfsfirði finnst þeim hafa verið ögrað þegar gröfu verktaka sem annast framkvæmdir á vegum VesturVerks á Ófeigsfjarðarheiði, var lagt við landamerki að Seljanesi. Hafa landeigendur sagst ætla að koma í veg fyrir að framkvæmdirnar færist inn á land þeirra með öllum tiltækum aðferðum. 

„Þeir lögðu gröfunni bara alveg við landamerkin. Ég veit ekki hvað þeim gengur til með þessu. Við tökum þessu bara sem ögrun við okkur. Við vitum að þeir eru að vinna þarna töluvert innar í firðinum og að koma með gröfuna upp að landamerkjunum og planta henni þarna er bara klárlega ögrun,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður hluta Landeigenda að Seljanesi. 

Fyr­ir­huguð Hvalár­virkj­un hef­ur verið gríðarlega um­deild í Árnes­hreppi og víðar. Fyr­ir liggja sjö kær­ur hjá Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála vegna fram­kvæmd­ar­leyf­is sem hrepps­nefnd Árnes­hrepps veitti Vest­ur­Verki í byrj­un sum­ars. 

Guðmundur Hrafn Arngrímsson.
Guðmundur Hrafn Arngrímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hafa bæði land­eig­end­ur á svæðinu sem og ýmis nátt­úru­vernd­ar­sam­tök kært fram­kvæmd­ar­leyfið og meðal ann­ars borið fyr­ir sig meinta laga­lega van­kanta á meðferð máls­ins. 

Þá hefur hluti landeigenda Drangavíkur kært framkvæmdarleyfið og deiliskipulag Árneshrepps til Héraðsdóms Reykjavíkur. Hefur verið fallist á flýtimeðferð í málinu. 

Framkvæmdirnar nálgast Seljanes óðum

„Þeir hafa enga heimild til að fara inn í landið. Það eru bara skýr fyrirmæli frá Vegagerðinni og samningum sem þeir hafa gert við hreppinn og Vegagerðina um að þeir fari ekki inn í land Seljanes án þess að hafa samráð og fá samþykki frá landeigendum,“ segir Guðmundur og bætir við að samþykki landeigenda liggi ekki fyrir. 

Guðmundur segir verktaka VesturVerks nú vinna að framkvæmdum á Ófeigsfjarðarvegi um 700 metrum frá Seljanesi. Því sé ekki langt að bíða eftir að framkvæmdirnar færist inn á land Seljaness. 

„Það getur bara gerst mjög hratt. Þeir eru þarna að róta inn með hlíðinni og ég veit að þeir hafa ekkert efni til að bera ofan í veginn vegna þess að þeir hafa ekkert aðgengi að fyllingarefni og eru þess vegna að nota tímann núna til að róta upp vegstæðinu. Þeir gera skeringar inn í fjallið og fylla út í sjó með drullunni og eyðileggja fjöruna í leiðinni. Sú framkvæmd gengur hraðar fyrir sig því þeir eru ekki að eyða tímanum í að bera ofan í veginn,“ segir Guðmundur. 

Kæra ákvörðun Vegagerðarinnar til ráðuneytisins

Landeigendur að Seljanesi hafa nú kært ná ákvörðun Vegagerðarinnar um að framselja veghald á Ófeigsfjarðarvegi til Vesturverks, til samgönguráðuneytisins. 

VesturVerk hefur fengið framkvæmdarleyfi frá Árneshreppi vegna fyrirhugaðar Hvalárvirkjunar.
VesturVerk hefur fengið framkvæmdarleyfi frá Árneshreppi vegna fyrirhugaðar Hvalárvirkjunar. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við bíðum bara átaka. Það kemur skýrt fram í okkar lögfræðiáliti og öllum samningum og fyrirmælum sem verktakinn hefur fengið að þeir hafa enga heimild til þess að fara inn í landið. Í lögfræðiálitinu er allur vafi tekinn af því að Vegagerðin hafi enga heimild til þess að ráðstafa þessu vegastæði við þessa framkvæmd og hefur enga heimild til að framselja veghald með þessum hætti sem þeir hafa gert.

„Þetta kemur mjög skýrt fram og við höfum kært þessa niðurstöðu Vegagerðarinnar til samgönguráðuneytisins og sömuleiðis óskað eftir því að réttaráhrifum ákvörðunar Vegagerðarinnar verði frestað þangað til að málið verði til lyktar leitt,“ segir Guðmundur. 

mbl.is

Innlent »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son, lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameins tilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

Í gær, 19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

Í gær, 18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »

Stöðvuðu kannabisrækt í Kópavogi

Í gær, 18:33 Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð lögreglu í Grafarholti um ellefuleytið í morgun vegna erlendra verkamanna sem voru þar í vinnu án allra réttinda. Þá stöðvaði lögregla kannabisræktun í Kópavogi. Meira »

Fatlaður drengur rekinn eftir tvo daga

Í gær, 18:08 Freyr Vilmundarson er fatlaður drengur sem var rekinn úr sérdeild Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir fötluð börn eftir aðeins tvo daga í námi. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn. Meira »

„Ekki margar konur úr að velja“

Í gær, 17:59 „Hann hefur sagst ætla að gera tillögu innan þingflokksins, en ómögulegt a segja hver hún verður,“ svarar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er blaðamaður spyr hvort hægt sé að spá fyrir hver tillaga Bjarna Benediktssonar verður um skipun nýs dómsmálaráðherra. Meira »

Opna netverslun fyrir íslenskan fisk

Í gær, 17:21 Captain's Box hyggst selja hágæða sjávarafurðir í áskrift og senda vítt og breitt um Bandaríkin í umhverfisvænum umbúðum sem halda fiskinum köldum. Meira »

Ólík tíðni banaslysa í umferðinni

Í gær, 17:07 Sviðsljós Tíðni banaslysa í umferðinni í Evrópu er afar misjöfn eftir löndum samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins á fjölda þeirra sem létust í umferðinni í 32 Evrópulöndum á árinu 2017. Meira »

Hlé gert á formlegri leit að sinni

Í gær, 16:47 Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn 10. ágúst. Áfram verður fylgst með vatninu, en komi ekkert nýtt upp verða bakkar þess gengnir að þremur til fjórum vikum liðnum. Meira »

Skora á Katrínu að lýsa yfir neyðarástandi

Í gær, 16:39 Píratahreyfingin tekur undir áskorun helstu náttúruverndarsamtaka landsins og skorar á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Meira »

Hvetur Breta til EES-aðildar

Í gær, 16:34 „Ég efast ekki um að Bretlandi mun farna vel eftir útgöngu úr Evrópusambandinu, hvort sem það er með samningi eða ekki,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og leggur til að Bretland gangi tímabundið í EES í aðsendri grein sem birt hefur verið á vef Spectator í Bretlandi. Meira »
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
4949 skart hálfesti og armband
Útskriftargjöf, Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu h...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...