Vilja að stöðvunarkrafan verði endurskoðuð

Framkvæmdir á Ófeigsfjarðarvegi vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar.
Framkvæmdir á Ófeigsfjarðarvegi vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Ljósmynd/Aðsend

Hluti landeigenda að Seljanesi í Ingólfsfirði hafa óskað eftir endurskoðun á úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmdastöðvunar á Ófeigsfjarðarvegi. Úrskurðarnefnd hafnaði því í júlí að framkvæmdir yrðu stöðvaðar á meðan kæra landeigenda væri til umfjöllunar hjá nefndinni. Telja landeigendur nú að í ljósi nýrra upplýsinga sé rétt að endurskoða úrskurðinn. 

„Við höfðum rökstuddan grun um að þessi ákvörðun Úrskurðarnefndar væri ekki byggð á réttum forsendum og svo hafa fullt af nýjum gögnum komið til. Þá sérstaklega um hvernig framkvæmdunum hefur verið framundið,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður hluta landeigenda að Seljanesi. 

„Við gerum athugasamdir við það hvernig framkvæmdinni reiðir áfram og með hvaða hætti hún er gerð. Svo fundum við dómafordæmi og yfirlýsingar frá Hreppsnefndinni sem tók af allan vafa um að það ætti ekki að fara í gegnum Seljanes.“

Ófeigsfjarðarvegur.
Ófeigsfjarðarvegur. Ljósmynd/Aðsend

„Við væntum þess að þetta verði tekið fyrir strax í vikunni vegna þess að framkvæmdir eru yfirvofandi og og allt jarðrask sem fram fer inn í Seljanesi er náttúrulega bara óheimilt. Þeir sem bera ábyrgð á því hljóta að þurfa að svara fyrir þær afleiðingar.“ 

Hafa safnað gögnum í viku

Framkvæmdir vegna fyrirhugaðar Hvalár­virkj­unar hafa verið gríðarlega um­deildar í Árnes­hreppi og víðar. Fyr­ir liggja sjö kær­ur hjá Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála vegna fram­kvæmd­ar­leyf­is sem hrepps­nefnd Árnes­hrepps veitti Vest­ur­Verki í byrj­un sum­ars.

Hafa bæði land­eig­end­ur á svæðinu sem og ýmis nátt­úru­vernd­ar­sam­tök kært fram­kvæmd­ar­leyfið og meðal ann­ars borið fyr­ir sig meinta laga­lega van­kanta á meðferð máls­ins. 

Ófeigsfjarðarvegur.
Ófeigsfjarðarvegur. Ljósmynd/Aðsend

Þá hef­ur hluti land­eig­enda Dranga­vík­ur kært fram­kvæmd­ar­leyfið og deili­skipu­lag Árnes­hrepps til Héraðsdóms Reykja­vík­ur. Hef­ur verið fall­ist á flýtimeðferð í mál­inu. 

Guðmundur segir landeigendur hafa unnið að því að safna gögnum máli sínu til stuðnings fyrir Úrskurðarnefndinni undanfarna daga. 

„Við höfum unnið að því að safna að okkur gögnum núna í heila viku. Við erum með þarna sex atriði sem liggja fyrir og óskum á grundvelli þeirra eftir því að ákvörðun Úrskurðarnefndar sem hafnaði stöðvun á framkvæmdum verði tekin til endurskoðunar,“ segir Guðmundur. 

Framkvæmdir á Ófeigsfjarðarvegi ekki fengið fullnægjandi mat

Á meðal þeirri sex atriða sem Guðmundur vísar til og koma fram í endurskoðunarbeiðni landeigenda er álit Skipulagsstofnunar, fyrri úrskurðir Úrskurðarnefndar, fundargerðir hreppsnefndar Árneshrepps og svör hreppsnefndar við athugasemdum landeiganda á Seljanesi. 

„Það kemur greinilega í ljós í þessum skjölum og yfirlýsingum hreppsnefndar bara frá því um áramótin, það er ekki lengra síðan, að hreppsnefndin fullyrðir með opinberum yfirlýsingum að það eigi ekki að fara í vegframkvæmdir á Ófeigsfjarðarvegi og að ef til virkjunar kæmi þá séu þau framkvæmdarleyfi sem komi í kjölfarið skilyrt við samþykki landeigenda.“ 

Framkvæmdir á Ófeigsfjarðarvegi.
Framkvæmdir á Ófeigsfjarðarvegi. Ljósmynd/Aðsend

Þá segir Guðmundur framkvæmdir á Ófeigsfjarðarvegi ekki hafa verið teknar sérstaklega til skoðunar við umhverfismat og álit Skipulagsstofnunnar. Það álit þurfi að fá svo að meta megi þau umhverfisáhrif sem vegaframkvæmdirnar hafi. 

„Þessi framkvæmd á Ófeigsfjarðarvegi var aldrei metin sérstaklega í matsskýrslum eins og hefði átt að gera miðað við dómafordæmi Úrskurðarnefndarinnar þegar hún dæmdi í máli um viðhald á Kjalvegi. 

„Þá úrskurðaði nefndin mjög afdráttarlaust að þegar vegstæðið bæði hækkar og breikkar og umferð breytist, þó að vegurinn liggi í sama vegstæði, þá er þetta nýr vegur sem þarf að fara í gegnum ákveðnar síur. Þetta er mjög skýrt og afdráttarlaust og við teljum að þessi vegur, Ófeigsfjarðarvegur, eigi að vera tekinn fyrir á sama hátt.“

Liggur á að taka málið fyrir

Aðspurður hvað landeigendur geri verði stöðvunarkröfunni hafnað í annað sinn segir Guðmundur það verða að koma í ljós. 

„Við föllumst ekki á rök Úrskurðarnefndarinnar þegar hún hafnar stöðvunarkröfunni. Til að byrja með förum við þess á leit við nefndina að hún endurskoði kröfuna í ljósi nýrra gagna. Ef að hún stendur við að hafna kröfunni þá tökum við bara stöðuna í samráði við okkar lögfræðinga og skoðum hvort við skjótum þeirri ákvörðun til héraðsdóms. 

„Það ríður á því að taka þetta fyrir sem allra fyrst vegna þess að ef fram fer sem horfir eru bara einhverjir dagar í að þeir fari að ryðja þarna með jarðýtum yfir víðerni við Drangajökul. Þetta eru yfirstandandi framkvæmdir og framkvæmdarleyfið er enn í gildi svo það má ekki seinna vera. 

„Við teljum vera það mikla annmarka á allri málsmeðferðinni og útgáfu framkvæmdarleyfisins og innihaldi að við teljum að Úrskurðarnefndinni beri að endurskoða þetta í ljósi þess sem fram hefur komið.“

mbl.is

Innlent »

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

14:16 Angela Merkel sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Viðey eftir hádegi. Með henni voru forsætisráðherrar Norðurlanda og með þeim ætlar hún að stofna sameiginlegan vettvang um áríðandi mál. Meira »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur hafinn í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er nú hafin í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Upphafið að einhverju mikilvægu

11:50 „Þetta er ótrúlega mikilvægt,“ segir bankastjóri Íslandsbanka um fund í morgun, þar sem samtök fjórtán norrænna stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogar Norðurlandanna undirrituðu sameiginleg markmið um sjálfbærni og jafnrétti. Meira »

Innbrot í fyrirtæki í Vesturbæ og Kópavogi

11:39 Morguninn var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla þurfti þó að sinna útkalli klukkan níu í morgun vegna innbrots í fyrirtæki í vesturhluta borgarinnar. Þá barst einnig tilkynning um innbrot í fyrirtæki í Kópavoginum. Meira »

Ók upp á fólksbíl á Granda

11:11 Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í morgun þegar kona ók bíl sínum upp á annan fólksbíl. Tvær konur voru í bílnum, asískir ferðamenn, og samkvæmt heimildum mbl.is höfðu þær nýverið tekið bílinn á leigu. Meira »

„Þetta á allt eftir að hrynja“

11:10 „Það eru miklar viðvaranir þarna niður frá vegna brim- og hrunhættu. Það er alltaf þarna eitthvað hrynjandi. Ég hef nú meira að segja lent í því sjálfur að hrunið hafi á mig þegar ég var í lunda,“ segir íbúi í Görðum við Reynisfjöru. Lög­regl­a lokaði í gær aust­asta hluta ­fjörunnar. Meira »

„Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð“

10:38 „Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð!“ Þetta sagði Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar þegar loftslagssáttmáli sex Norðurlandaþjóða var undirritaður í Hörpu í morgun. Meira »

Má vænta vaxtalækkana

10:04 Ásgeir Jónsson hefur tekið við embætti seðlabankastjóra. Hann mætti til vinnu á skrifstofur Seðlabankans klukkan 9:04 í morgun. Ásgeir segir að vaxtalækkanir geti hæglega verið í kortunum. Meira »

43 sagt upp hjá Íslandspósti

09:53 43 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Íslandspósti. Alls fækkar stöðugildum hjá fyrirtækinu um 80 á árinu 2019. Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart um hópuppsögnina. Meira »

Stór skriða féll úr Reynisfjalli

08:22 Mjög stór skriða féll úr fjallinu fyrir ofan Reynisfjöru í Mýrdal í nótt og er sjórinn brúnlitur á því svæði þar sem skriðan féll. Lögreglan á Suðurlandi ítrekar að austasti hluti Reynisfjöru er lokaður almenningi. Meira »

Hvítur, hvítur dagur í forval evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

08:20 Hvít­ur, hvít­ur dag­ur, nýj­asta kvik­mynd leik­stjór­ans og hand­rits­höf­und­ar­ins Hlyns Pálma­son­ar, er ein þeirra 46 kvikmynda sem eru tilnefndar til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Tilkynnt var um þetta í morgun. Meira »

Fast gjald 324% hærra en notkunin

08:18 Rafmagn til að kveikja á sex ljósaperum í rúmlega 20 fm sameiginlegu geymsluhúsnæði kostar eigendur fjögurra húsa sem tengjast saman samtals 40 kr. á ári eða 10 kr. á eign. Til viðbótar greiða eigendur sameiginlega 12.976 kr. í mælagjald á ári. Meira »

Færri komust að en vildu

08:08 Alls hófu 44 nemendur nám við nýja námsbraut Menntaskólans á Ásbrú í tölvuleikjagerð í gær. Komust færri að en vildu.  Meira »

Ömurlegasta sumar í áratugi

07:57 Veðrið hefur ekki leikið við íbúa Langaness og annarra svæða norðausturhornsins í sumar. Veðrið hefur verið í algerri andstöðu við veðurblíðuna á Suður- og Vesturlandi. Meira »
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi, ra...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...