70 lyf á upplýsingasíðu Lyfjastofnunar um lyfjaskort

Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun er talað um alvarlegan lyfjaskort ef …
Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun er talað um alvarlegan lyfjaskort ef ekkert annað lyf getur komið í stað þess sem vantar og skorturinn ógnar lífi eða heilsu. mbl.is/Thinkstock.com

Ekki hafa borist tilkynningar um alvarlegan lyfjaskort hér á landi, að því er fram kemur í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins, en 70 lyf voru á upplýsingasíðu Lyfjastofnununa um lyfjaskort 9. ágúst.

Eitthvað af þeim lyfum var fáanlegt en önnur höfðu verið tekin út af markaði. Tilkynningar um lyfjaskort frá áramótum voru flestar í maímánuði, eða 38, en fæstar voru í apríl, alls 11.

Bólgueyðandi lyfið íbúfen, magalyfið asýran sem eru lausasölulyf og ofnæmislyfið avamys sem er lyfseðilsskylt hafa ekki fengist á landinu undanfarnar vikur.

Sigfús Örn Guðmundsson, á samskiptasviði Actavis, segir að íbúfen hafi ekki verið til hjá Actavis frá því í lok maí en það hafi verið til hjá heildsölum og apótekum eitthvað fram á sumar. Ástæðan sé að breytingar á skráningarferli hafi tekið lengri tíma en reiknað var með. Sigfús segir margar og mismunandi ástæður fyrir því að breyta þurfi skráningu. Það geti verið atriði eins og að nýtt færiband sé tekið í notkun eða skipt sé um birgja. Að sögn Sigfúsar var búist við því að íbúfen færi í dreifingu í apótek um síðustu helgi eða í vikunni. Önnur lyf með sömu virkun og íbúfen hafa verið til sölu í apótekum.

„Asýran var tilbúið til sending-ar en það var eitthvert vesen með flutningsgögnin. Við þurftum að nýskrá lyfið inn í landið og það tekur tíma. Við eigum von á lyfinu til landsins einhvern tímann í ágúst,“ segir Sigfús í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »