Ætluðu að fljúga með WOW air í morgun

Flugvél WOW air í háloftunum.
Flugvél WOW air í háloftunum. mbl.is/Hari

Spænskir viðskiptavinir WOW air sem ætluðu sér að stíga upp í flugvél flugfélagsins í morgun fréttu ekki af því fyrr en í gær að það væri gjaldþrota og hætt starfsemi.

„Það er engin leið að ná sambandi við fyrirtækið. Við vitum ekki hvernig við eigum að fá peningana okkar til baka. Ef þið hafið einhverjar upplýsingar, endilega hjálpið okkur!!“ segir spænskur viðskiptavinur á Facebook-síðunni WOW air Customers.

Annar viðskiptavinur hefur svarað færslunni og segist hafa lent í sams konar vanda. Þau höfðu ekki heyrt af gjaldþrotinu á sínum tíma en fengu þó upplýsingarnar um það nógu snemma til að ná flugi með öðru flugfélagi í staðinn. Þau segjast hafa haft samband við bankann sinn og sent þau skjöl sem beðið var um. Bíða þau nú eftir því að fá að vita hvort þau fái einhverja endurgreiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert