Afgreiðsla pakkans útfærð

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. mbl.is/Eggert

Samkomulag, sem gert var síðasta vor um afgreiðslu þriðja orkupakka Evrópusambandsins á Alþingi, stendur en þingflokksformenn ræddu um það á fundi sínum í morgun. Rætt var á fundinum um nánari útfærslu á þremur þingdögum í lok þessa mánaðar þar sem afgreiða á málið að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, formanns þingflokks Pírata.  

„Fyrirkomulagið verður þannig að við byrjun klukkan hálfellefu á miðvikudegi og klárum klukkan átta. Það sama gildir á fimmtudag. Fyrirkomulagið verður aðeins öðruvísi og styttra kannski á mánudeginum þar sem verða atkvæðagreiðslur. Við reynum að hafa þingstörfin bara sem hefðbundnust og venjulega fundi,“ segir Þórhildur enn fremur.

Samkomulag er um að klára umræðuna um þingsályktun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um samþykkt þriðja orkupakkans miðvikudaginn 28. ágúst fyrir átta um kvöldið að sögn Þórhildar Sunnu en síðan verði önnur þingmál tengd pakkanum afgreidd daginn eftir. Atkvæðagreiðslur um öll málin fari síðan fram mánudaginn 2. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert