Greina frá nafni belgíska ferðamannsins

Björgunarsveitarmenn leita við Þingvallavatn.
Björgunarsveitarmenn leita við Þingvallavatn.

Ferðamaðurinn sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn á laugardag, var að sögn belgíska vefmiðilsins HLN 41 árs Belgi að nafni Bjorn Debecker. Leit hefur staðið yfir að honum með hléum frá því á laugardag.

Segir miðillinn skilríki Debeckers, sem var verkfræðingur og tveggja barna faðir, hafa fundist í bakpoka hans. Fjölskylda hans hefur ekki heyrt frá honum frá því á laugardag og neitaði að tjá sig við HLN.

Er Debecker sagður hafa tjaldað norðan megin við Þingvallavatn og að hann hafi leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann hvarf.

HLN segir Debecker vera mikinn heimshornaflakkara. Hann hafi þannig tjaldað við jökul í Alaska, snorklað í Víetnam og farið í skíðaferðir í Ölpunum og franska Vosges fjallagarðinum. Debecker er þá sagður hafa heimsótt um 50 lönd, auk þess að hafa búið í Noregi um tíma.

Leit hefur staðið yfir með hléum frá því á laugardag, en Debecker er talinn hafa farið út á vatnið á kajak og fallið útbyrðis. Strekkingsvindur hefur verið á svæðinu og leitaraðstæður ekki góðar.

Mann­laus kaj­ak og bak­poki fund­ust á floti á sunn­an­verðu vatn­inu við Vill­inga­vatn á laug­ar­dag. Hef­ur er­lends ferðamanns verið leitað síðan úr „lofti, láði og legi og hef­ur leit­in fram til þessa ekki borið ár­ang­ur,“ að því er sagði í til­kynn­ingu lög­reglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert