Gróður á hálendinu sérlega viðkvæmur

Myndir sem Tómas Guðbjartsson læknir birti í gær sýna för ...
Myndir sem Tómas Guðbjartsson læknir birti í gær sýna för í mosa á hálendinu eftir fjallahjól. Öllujöfnu fylgja hjólreiðamenn merktum slóðum en undantekningar eru á því. Efla þarf fræðslu og merkingar, að sögn upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunar. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson

Landverðir, sem og göngumenn ýmsir, hafa orðið varir við för eftir reiðhjól utan göngustíga í Friðlandi að Fjallabaki, eins og mbl.is sagði frá í gær. Tómas Guðbjartsson læknir benti á för í mosa jafnt sem ógrónum melum, sem augljóslega höfðu orðið af völdum reiðhjóla. 

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun þekkja landverðir á svæðinu vandann. Skemmdirnar eru að vonum misalvarlegar en upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir þær verstar þar sem landið er gróið. Og gróður á hálendinu er sérlega viðkvæmur fyrir hvers konar raski. 

„Þar sem fjallahjólreiðar eru orðnar æ vinsælli hér á landi á undanförnum árum er nauðsynlegt að bregðast við því með regluverki, fræðslu og upplýsingum um hvernig ferðum skal háttað í viðkvæmri náttúru hálendisins. Umhverfisstofnun lætur ekki sitt eftir liggja í þeim efnum,“ segir Björn Þorláksson upplýsingafulltrúi. 

Gróður á hálendinu er sérlega viðkvæmur fyrir hvers konar raski.
Gróður á hálendinu er sérlega viðkvæmur fyrir hvers konar raski. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson

Hann segir að langflest hjólreiðafólk sé þó vel meðvitað um að einungis skuli hjólað á vegum og göngustígum eins og lög gera ráð fyrir. Vandinn er þannig ekki mikill að vexti en förin utan vega sýni þó að bregðast þurfi við með aukinni fræðslu. 

„Við höfum náð góðum árangri í að fræða og upplýsa hjólreiðafólk sem ferðast um hálendið. Flestir eru til fyrirmyndar og hjólreiðar eru holl líkamsrækt með tengingu við náttúruna og hafa hjólreiðar margt fram yfir mengandi umferð ökutækja sem auka losun gróðurhúsalofttegunda með jarðeldsneyti,“ segir Björn. Þannig séu þær hvað sem öllu líði öllu betri en bílaumferð um hálendið, en þó þurfi að fylgja ákveðnum viðmiðum í þessum efnum sem öðrum.

Aðrar skemmdir en þær sem urðu á Grænahrygg að Fjallabaki í júlí hafa ekki verið kærðar til lögreglu. Rannsókn á þeim skemmdum er lokið en lögreglan á Suðurlandi hefur ekki tekið ákvörðun í málinu, það er, hvort viðkomandi verði sektaður eða ekki. Fyrir liggur hver ber ábyrgð á málinu og hefur sá sagst iðrast gjörða sinna og beðist afsökunar. Eftir 7-10 daga verður upplýst um til hvaða refsiaðgerða verði gripið ef það verður yfir höfuð gert.

Umhverfisstofnun kærði skemmdirnar á Grænahrygg til lögreglu en ákvörðun um ...
Umhverfisstofnun kærði skemmdirnar á Grænahrygg til lögreglu en ákvörðun um sekt verður tekin eftir 7-10 daga. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Þvoi bíla frekar á þvottaplönum

17:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur beinir því til íbúa borgarinnar að bílaþvottur með efnum við heimahús sé alls ekki æskilegur, eftirlitið fær á hverju ári ábendingar um mengun sem berst með ofanvatni í árnar, vötnin og strandsjóinn í Reykjavík. Meira »

Vetraráætlun tekur gildi á morgun

17:35 Vetraráætlun Strætó tekur gildi á morgun og verða þá ákveðnar breytingar gerðar á leiðakerfi fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Heimsókn eftir sjö áratugi

17:30 Fjarlægð og tími fá ekki grandað fallegum vinskap vinkvennanna Ásu Jónsdóttur og danskrar æskuvinkonu hennar Anne Lise Caiezza. Nú, tæpum sjö áratugum síðar er Anne Lise loks komin í heimsókn til Íslands í fyrsta sinn. Meira »

Fékk áfall þegar hann sá myndbandið

16:35 Ugg setur að íbúum í Vesturbænum eftir að íbúi á Álagranda birti myndband af bréfbera sem reyndi að fara inn á heimili hans að næturlagi. Póstdreifing sá til þess að bréfberanum yrði vikið úr starfi. Meira »

Hvað viltu vinkonu minni?

15:50 „Fram að þessu höfum við ekki haft tækjabúnað til að kanna nákvæmlega hversu langt kríurnar fara, hvaða leiðir þær fara og hversu oft þær stoppa á leiðinni, ef þær stoppa þá yfirleitt, hvað þær eru lengi á leiðinni og hversu hátt þær fljúga, svo dæmi sé tekið.“ Meira »

Leit með kafbáti ekki borið árangur

14:50 Leit að líki belgíska ferðamannsins sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn í vikunni hófst að nýju klukkan níu í morgun og stendur enn yfir. Í dag hefur leitin einungis farið fram með litlum kafbáti eða neðansjávardróna sem stjórnað er af tveimur mönnum í báti. Meira »

Launahækkanir ríkisforstjóra „sláandi“

13:27 „Mér finnst mest sláandi við þetta hvað það er við fyrstu sýn mikið ósamræmi í launaákvörðunum eftir fyrirtækjum. Það er merkilegt að sjá að það virðist ekki vera nein samræmd stefna ríkisins hvað varðar þessi mál,“ segir þingmaður Viðreisnar, um launahækkanir ríkisforstjóra síðustu tvö ár. Meira »

Okjökull kvaddur með viðhöfn

12:48 „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok en hann er fyrstur íslenskra jökla til að hverfa á tímum loftslagsbreytinga,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem í dag er viðstödd fjölmenna minningarathöfn um Okjökul í Borgarfirði. Meira »

Samband Íslands og Þýskalands

12:15 „Þessar heimsóknir leiðtoga Þýskalands leiða hugann að margþættu sambandi ríkjanna tveggja, Íslands og Þýskalands, sem á sér aldalanga sögu,“ skrifar Svana Helen Björnsdóttir í tilefni af komu Angelu Merkel Þýskalandskanslara til Íslands á morgun. Meira »

Skynsamlegra að RÚV sé á fjárlögum

08:48 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það sé ef til vill skynsamlegt að leggja niður útvarpsgjaldið og setja starfsemi RÚV alfarið á fjárlög. Honum líst vel á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, en segir það aðra umræðu hvort „bæta“ þurfi ríkisfyrirtækinu tekjutapið. Meira »

Leituðu að vopnuðum manni

07:32 Fjölmennt lögreglulið leitaði að vopnuðum manni í Breiðholti í gærkvöldi og í nótt, en um kl. 23 í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um að maður væri á ferð í hverfinu með haglabyssu. Meira »

Eldur eftir flugeldasýningu í Hveragerði

07:24 Talsverður eldur kviknaði í gróðri í Hveragerði laust fyrir kl. 23 í gærkvöldi, við skotpall flugeldasýningar sem þar var haldin í tilefni bæjarhátíðar. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri birti myndskeið af slökkvistarfinu. Meira »

Hyggst kæra ólögmæta handtöku

Í gær, 22:32 „Ég er hissa á lygunum sem lögreglan lætur frá sér og mér finnst mjög sárt að vera handtekinn fyrir það hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég gerði. Ég hélt að slík vinnubrögð liðust ekki,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, sem var handtekin fyrir meint mótmæli í miðri Gleðigöngunni fyrr í dag. Meira »

Leit með sónar skilaði ekki árangri

Í gær, 20:49 Leitin að belgíska ferðamanninum sem talin er hafa fallið ofan í Þingvallavatn hélt áfram í dag með köfurum, þyrlu og sónartækjum sem skönnuðu botninn þar sem það var hægt. Þetta segir Gunnar Ingi Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita. Meira »

Ríkisstjórnin styrkir Reykjavíkurleikana

Í gær, 20:45 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fjögurra milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til Reykjavíkurleikanna sem haldnir verða árið 2020, en Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur ásamt sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Reykjavíkurborg haldið Reykjavíkurleikana frá árinu 2008. Meira »

Bílstjóri Dr Strangelove

Í gær, 20:40 Á sjöunda áratugnum starfaði listamaðurinn Jón Valgeir Stefánsson sem bílstjóri í Berkeley, en meðal farþega hans var eðlisfræðingurinn Edward Teller, sem er að mörgum talinn faðir vetnissprengjunnar. Teller er fyrirmynd kvikmyndapersónunnar Dr Strangelove í samnefndri mynd Stanley Kubrick. Meira »

Vekur athygli á ofbeldi gegn börnum

Í gær, 20:20 Einar Hansberg Árnason lagði í gær af stað í hringferð til að styðja átak UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum. Á einni viku, eða til 24. ágúst ætlar hann að stoppa í 36 sveitarfélögum og róa, skíða eða hjóla í sérstökum þrektækjum 13.000 metra á hverjum stað, einn metra fyrir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Enginn hlaut 100 milljónirnar

Í gær, 19:38 Fyrsti vinningur lottósins gekk ekki út í kvöld en hann hljóðaði upp á rúmlega eitt hundrað milljónir króna. Fyrsti vinnungur verður því áttfaldur eftir viku. Meira »

150 milljónirnar „ótrúlegt bruðl“

Í gær, 18:52 „Það slær mann sem ótrúlegt bruðl,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið spurður um 150 milljóna króna starfslokasamning Arion banka við Höskuld Ólafsson, fyrrverandi bankastjóra bankans. Meira »
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
Til sölu Lundia hillur
Um 33 lengdarmetrar, 5 einingar, af þessum frábæru bókahillum til sölu. Lökkuð g...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...