Hætt við malbikun Hellisheiðar í dag

Malbikunarvinna á Hellisheiði.
Malbikunarvinna á Hellisheiði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegna óhagstæðra veðurskilyrða hefur verið hætt við malbikun á Hellisheiði í dag, en áætlað var að loka veginum á milli Hveragerðis og Hellisheiðarvirkjunar í báðar áttir frá 9 í morgun og til miðnættis.

Hins vegar verður áfram unnið við að setja upp vegrið ásamt annarri undirbúningsvinnu. Opið er fyrir umferð til austurs en lokað verður til vesturs til kl. 20:00.

mbl.is