Höfðingi á Hinsegin dögum

Höfðingi er staðsettur í Tjarnargötu út vikuna og tekur svo …
Höfðingi er staðsettur í Tjarnargötu út vikuna og tekur svo þátt í Gleðigöngunni á laugardaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við eigum vænt safn af hinsegin bókum í Borgarbókasafninu og erum búin að setja það allt í bókabílinn,“ segir Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri hjá Borgarbókasafninu.

Bókabíll Borgarbókasafnsins, Höfðingi, tekur þátt í Hinsegin dögum þetta árið og hefur verið tæmdur af því efni sem hann er vanur að hýsa og fylltur af hinsegin bókmenntum.

Höfðingi verður staddur í Tjarnargötu, við hlið Ráðhúss Reykjavíkur, út vikuna og opinn gestum og gangandi á milli kl. 13 og 18 til skoðunar og útláns bóka.

Það má finna innlendar og erlendar hinsegin bókmenntir í Höfðingja.
Það má finna innlendar og erlendar hinsegin bókmenntir í Höfðingja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Síðan tekur hann þátt í Gleðigöngunni á laugardaginn. Þar verður hann fulltrúi Borgarbókasafnsins, þar sem áhersla er lögð á óheft aðgengi að alls konar bókum og efni,“ segir Guðríður.

Enginn dansandi uppi á þaki

Höfðingi mun þannig keyra niður Skólavörðustíg ásamt fleiri farartækjum. Guðríður segir bílinn verða vel skreyttan en líklega með rólegra yfirbragði en aðra sem þátt taka í Gleðigöngunni.

„Við erum ekki alveg búin að útfæra þetta, hvort það verður tónlist eða upplestur úr bók. Það gæti verið eitthvert fjör, en enginn uppi á þaki,“ segir Guðríður að lokum og vonar að þetta verði fyrsta þátttaka bókabílsins í Hinsegin dögum af mörgum.

Höfðingi vel skreyttur regnbogafánum í tilefni Hinsegin daga.
Höfðingi vel skreyttur regnbogafánum í tilefni Hinsegin daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ánægður gestur í bókabíl Borgarbókasafnsins.
Ánægður gestur í bókabíl Borgarbókasafnsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Bæði er hægt að skoða og leigja bækur í bílnum.
Bæði er hægt að skoða og leigja bækur í bílnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert