Kjaraviðræður komast á skrið

Skriður er að komast á kjaraviðræður hjá ríkissáttasemjara.
Skriður er að komast á kjaraviðræður hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjaraviðræður fjölmargra viðsemjenda sem eru með lausa kjarasamninga eru að komast á fullan skrið þessa dagana. Sjö kjaradeilur eru á borði Ríkissáttasemjara sem vísað hefur verið til sáttameðferðar, m.a. mál flugfreyja, flugmanna, flugvirkja og flugumferðarstjóra og eru boðaðir sáttafundir í dag og næstu daga.

Mikil fundahöld fara fram í húsnæði Ríkissáttasemjara vegna kjaraviðræðna þótt þær séu ekki komnar á borð sáttasemjara skv. upplýsingum embættisins. Viðræður félaga opinberra starfsmanna og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga eru komnar í gang eftir sumarhléið, að því er fram kemur í umfjöllun um kjaraviðræðurnar í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá BSRB eru viðræðurnar að komast á skrið aftur eftir hlé. Samninganefnd BSRB hefur fundað með viðsemjendum, sem og samninganefndir einstakra aðildarfélaga. Eru viðræðurnar sagðar fara vel af stað. Í endurskoðuðum viðræðuáætlunum frá því fyrr í sumar er að því stefnt í flestum tilvikum að samningum skuli lokið fyrir 15. september. Gert er ráð fyrir tveimur fundum BSRB-félaga með samninganefnd ríkisins í vikunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert