Montrúntur á dagskrá

Anna Sóley Albertsdóttir og Björk Linnet Haraldsdóttir með Önnu Árnadóttur, …
Anna Sóley Albertsdóttir og Björk Linnet Haraldsdóttir með Önnu Árnadóttur, ömmu sinni. mbl.is/RAX

Amerískir kaggar vekja gjarnan athygli og hætta er á að menn snúi sig úr hálsliðnum þegar þeir sjá Önnu Árnadóttur frá Selfossi aka um á fornbíl sínum frá Chrysler, DeSoto Firedome, árgerð 1958. „Þetta er enginn venjulegur fákur,“ segir hún stolt um sumarbílinn, sem hún keypti á Ebay 2006.

Mikill bílaáhugi hefur verið og er í fjölskyldu Önnu. „Afi minn, Arnþór Guðnason, var snillingur í bílaviðgerðum og gerði við bíla alla tíð,“ segir hún. Bætir við að þegar hún var tólf ára hafi hún aðstoðað hann við að gera upp Pontiac Firebird 1968, sem bróðir hennar á núna.

„Afi keypti hann nýjan og þar sem ég kunni eitthvað í ensku gat ég hjálpað honum að panta það sem vantaði, ný teppi og fleira. Ég lærði sérstaklega mikið um bíla vegna þessarar samvinnu. Ég ólst upp í bílskúrnum, var orðin vön bílalyktinni, bónaði og fékk að keyra hratt með afa, hreinlega féll fyrir þessum gömlu bílum.“

Bleikur Cadillac draumurinn

Anna segir að lengi hafi draumurinn verið að eignast bleikan Cadillac. Árni Valdimarsson, faðir hennar, hafi fylgst vel með framboði slíkra bíla á netinu og eitt sinn hafi þau boðið í einn á eBay en orðið undir á síðustu stundu. Vonbrigðin hafi verið mikil og þau hafi látið kyrrt liggja um hríð.

Sjá viðtal við Önnu í heild á baksíðu  Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »