Óhapp á gatnamótum Grensásvegar

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Umferðaróhapp varð á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar laust fyrir kl. 13 í dag. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu og sjúkrabílum að sögn sjónarvotta, en enginn slasaðist.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu ók bifreið á umferðarljós, en sjúkraflutningamenn þurftu ekki að flytja neinn á slysadeild.

mbl.is