„Ómöguleiki“ sé fyrir afhendingu

Í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sögðu lögmenn íbúðakaupendanna ...
Í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sögðu lögmenn íbúðakaupendanna að það væri málinu algjörlega óviðkomandi hvort Félag eldri borgara skuldaði verktakanum fyrir bygginguna, þar sem verktakinn, MótX, væri ekki aðili málsins. mbl.is/Árni Sæberg

„Varnir félagsins eru tvennar,“ segir Daði Bjarnason lögmaður Félags eldri borgara, sem hefur nú eina viku til þess setja saman greinargerð í málum kaupenda tveggja íbúða í Árskógum 1-3 í Mjóddinni sem krefjast þess fyrir dómi að fá íbúðir sínar afhentar.

Daði segir að í fyrsta lagi sé „ómöguleiki fyrir afhendingu“, þar sem félagið hafi ekki lyklana að íbúðunum og ekki sé búið að gera upp við verktakann sem hafi þá í sinni vörslu.

„Það er ekki búið að gera upp við verktakann, það var tilkynnt í gær að búið væri að lækka skuldir þarna á milli og bilið væri minna, en það eru ennþá 250 milljónir útistandandi,“ segir Daði í samtali við blaðamann mbl.is.

Í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sögðu lögmenn íbúðakaupendanna það málinu algjörlega óviðkomandi hvort Félag eldri borgara skuldaði verktakanum fyrir bygginguna, þar sem verktakinn, MótX, væri ekki aðili málsins.

Daði segir að í öðru lagi sé það svo þegar verið sé að meta innsetningargerðir, kröfur aðila um að fá eitthvað afhent með dómsúrskurði eins og um er að ræða hér, sé „horft til ákveðins hagsmunamats á milli kaupanda annars vegar og seljanda hins vegar.“

Daði Bjarnason, lögmaður Félags eldri borgara í málinu.
Daði Bjarnason, lögmaður Félags eldri borgara í málinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Og þó að allir hafi mikla samúð með stöðu þeirra kaupenda sem ekki hafa fengið afhent en eru búnir að selja [fyrri eignir sínar], þá verður félagið – og lögin gera ráð fyrir að það megi – horfa til heildarhagsmuna og horfa til þeirra heildarhagsmuna sem eru þá hér í tilviki seljanda, af því að það kemur upp villa í kaupsamningi, sem uppgötvast eftir að búið er að skrifa undir. Við því verður að bregðast og þá þarf að horfa til hagsmuna heildarinnar en ekki bara þeirra sem ganga fyrstir fyrir hornið, þó að allir hafi ákveðna samúð með þeim málstað,“ segir Daði.

Enginn ómöguleiki til staðar

Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður hjóna sem krefjast þess að fá íbúð sína afhenta segir í samtali við mbl.is að varnir félagsins séu litlar sem engar. Hún segir fasteignaviðskipti vera formföstustu tegund viðskipta og ljóst sé að um leið og komið sé bindandi kauptilboð beri báðum aðilum að standa við samninginn.

„Í framhaldinu er gerður kaupsamningur og það skjal er algjörlega bindandi, þar er nákvæmlega sundurliðað hvað ber að greiða, hvenær ber að afhenda og hvað er innifalið í sölunni. Það myndi hreinlega allt fara á hliðina í samfélaginu ef að fólk myndi ákveða allt í einu að standa ekki við kaupsamninga, krefjast hærri greiðslna af einhverjum ástæðum, það gæti verið að eign hafi hækkað í verði frá því að samningur var gerður, eða hvað það nú er,“ segir Sigrún Ingbjörg.

Sigrún Ingibjörg og Sigurður Kári í dómsal í morgun.
Sigrún Ingibjörg og Sigurður Kári í dómsal í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Einhverskonar varnir um að það sé ómöguleiki að afhenda eign, ég átta mig bara ekki á hvernig er hægt að rökstyðja það. Það er alveg ljóst að Félag eldri borgara var eigandi, þeir seldu eignina og það er enginn ómöguleiki að afhenda slíka eign,“ segir Sigrún.

Mannlegri leið sé til

Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður 87 ára gamallar konu sem keypti íbúð í blokkinni, segir að hann telji Félag eldri borgara ekki eiga sér neinar varnir. Það að „kokka upp einhverjar varnir“ sé bara til þess fallið að drepa málinu á dreif og gera stöðu þeirra sem ekki fá íbúðir sínar afhentar erfiðari.

„Ég veit ekki hvaða hagsmuna félagið er að gæta með því að reyna að draga úrlausn þessarar kröfu. Ég átta mig hreinlega ekki á því hvað félaginu gengur til,“ segir Sigurður Kári, sem nefnir að hann hafi bent félaginu á að gæfulegra hefði verið að afhenda fólki íbúðir sínar að „standa við gerða samninga gagnvart kaupendum, afhenda íbúðirnar og þá eftir atvikum með fyrirvara um rétt til frekari greiðslna vegna þeirra mistaka sem gerð voru og reyna þá að sækja mismuninn til kaupendanna.“ Það hefði verið mannlegri leið.

„En í staðinn fara þeir þá leið að taka við greiðslum og neita að afhenda. Það er ólöglegt. Það er brot á kaupsamningnum og það er í algjörri andstöðu og við lög og rétt og þær reglur sem gilda um fasteignakaup. Ég get ekki séð fyrir mér að neinn dómari fallist á það að seljandi fasteignar geti komist upp með það að skrifa undir kaupsamning, taka við kaupsamningsgreiðslunni en neita síðan að afhenda íbúðina.“

mbl.is

Innlent »

Vetraráætlun tekur gildi á morgun

17:35 Vetraráætlun Strætó tekur gildi á morgun og verða þá ákveðnar breytingar gerðar á leiðakerfi fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Heimsókn eftir sjö áratugi

17:30 Fjarlægð og tími fá ekki grandað fallegum vinskap vinkvennanna Ásu Jónsdóttur og danskrar æskuvinkonu hennar Anne Lise Caiezza. Nú, tæpum sjö áratugum síðar er Anne Lise loks komin í heimsókn til Íslands í fyrsta sinn. Meira »

Fékk áfall þegar hann sá myndbandið

16:35 Ugg setur að íbúum í Vesturbænum eftir að íbúi á Álagranda birti myndband af bréfbera sem reyndi að fara inn á heimili hans að næturlagi. Póstdreifing sá til þess að bréfberanum yrði vikið úr starfi. Meira »

Hvað viltu vinkonu minni?

15:50 „Fram að þessu höfum við ekki haft tækjabúnað til að kanna nákvæmlega hversu langt kríurnar fara, hvaða leiðir þær fara og hversu oft þær stoppa á leiðinni, ef þær stoppa þá yfirleitt, hvað þær eru lengi á leiðinni og hversu hátt þær fljúga, svo dæmi sé tekið.“ Meira »

Leit með kafbáti ekki borið árangur

14:50 Leit að líki belgíska ferðamannsins sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn í vikunni hófst að nýju klukkan níu í morgun og stendur enn yfir. Í dag hefur leitin einungis farið fram með litlum kafbáti eða neðansjávardróna sem stjórnað er af tveimur mönnum í báti. Meira »

Launahækkanir ríkisforstjóra „sláandi“

13:27 „Mér finnst mest sláandi við þetta hvað það er við fyrstu sýn mikið ósamræmi í launaákvörðunum eftir fyrirtækjum. Það er merkilegt að sjá að það virðist ekki vera nein samræmd stefna ríkisins hvað varðar þessi mál,“ segir þingmaður Viðreisnar, um launahækkanir ríkisforstjóra síðustu tvö ár. Meira »

Okjökull kvaddur með viðhöfn

12:48 „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok en hann er fyrstur íslenskra jökla til að hverfa á tímum loftslagsbreytinga,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem í dag er viðstödd fjölmenna minningarathöfn um Okjökul í Borgarfirði. Meira »

Samband Íslands og Þýskalands

12:15 „Þessar heimsóknir leiðtoga Þýskalands leiða hugann að margþættu sambandi ríkjanna tveggja, Íslands og Þýskalands, sem á sér aldalanga sögu,“ skrifar Svana Helen Björnsdóttir í tilefni af komu Angelu Merkel Þýskalandskanslara til Íslands á morgun. Meira »

Skynsamlegra að RÚV sé á fjárlögum

08:48 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það sé ef til vill skynsamlegt að leggja niður útvarpsgjaldið og setja starfsemi RÚV alfarið á fjárlög. Honum líst vel á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, en segir það aðra umræðu hvort „bæta“ þurfi ríkisfyrirtækinu tekjutapið. Meira »

Leituðu að vopnuðum manni

07:32 Fjölmennt lögreglulið leitaði að vopnuðum manni í Breiðholti í gærkvöldi og í nótt, en um kl. 23 í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um að maður væri á ferð í hverfinu með haglabyssu. Meira »

Eldur eftir flugeldasýningu í Hveragerði

07:24 Talsverður eldur kviknaði í gróðri í Hveragerði laust fyrir kl. 23 í gærkvöldi, við skotpall flugeldasýningar sem þar var haldin í tilefni bæjarhátíðar. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri birti myndskeið af slökkvistarfinu. Meira »

Hyggst kæra ólögmæta handtöku

Í gær, 22:32 „Ég er hissa á lygunum sem lögreglan lætur frá sér og mér finnst mjög sárt að vera handtekinn fyrir það hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég gerði. Ég hélt að slík vinnubrögð liðust ekki,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, sem var handtekin fyrir meint mótmæli í miðri Gleðigöngunni fyrr í dag. Meira »

Leit með sónar skilaði ekki árangri

Í gær, 20:49 Leitin að belgíska ferðamanninum sem talin er hafa fallið ofan í Þingvallavatn hélt áfram í dag með köfurum, þyrlu og sónartækjum sem skönnuðu botninn þar sem það var hægt. Þetta segir Gunnar Ingi Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita. Meira »

Ríkisstjórnin styrkir Reykjavíkurleikana

Í gær, 20:45 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fjögurra milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til Reykjavíkurleikanna sem haldnir verða árið 2020, en Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur ásamt sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Reykjavíkurborg haldið Reykjavíkurleikana frá árinu 2008. Meira »

Bílstjóri Dr Strangelove

Í gær, 20:40 Á sjöunda áratugnum starfaði listamaðurinn Jón Valgeir Stefánsson sem bílstjóri í Berkeley, en meðal farþega hans var eðlisfræðingurinn Edward Teller, sem er að mörgum talinn faðir vetnissprengjunnar. Teller er fyrirmynd kvikmyndapersónunnar Dr Strangelove í samnefndri mynd Stanley Kubrick. Meira »

Vekur athygli á ofbeldi gegn börnum

Í gær, 20:20 Einar Hansberg Árnason lagði í gær af stað í hringferð til að styðja átak UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum. Á einni viku, eða til 24. ágúst ætlar hann að stoppa í 36 sveitarfélögum og róa, skíða eða hjóla í sérstökum þrektækjum 13.000 metra á hverjum stað, einn metra fyrir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Enginn hlaut 100 milljónirnar

Í gær, 19:38 Fyrsti vinningur lottósins gekk ekki út í kvöld en hann hljóðaði upp á rúmlega eitt hundrað milljónir króna. Fyrsti vinnungur verður því áttfaldur eftir viku. Meira »

150 milljónirnar „ótrúlegt bruðl“

Í gær, 18:52 „Það slær mann sem ótrúlegt bruðl,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið spurður um 150 milljóna króna starfslokasamning Arion banka við Höskuld Ólafsson, fyrrverandi bankastjóra bankans. Meira »

Metfjöldi á Ísdegi Kjörís í Hveragerði

Í gær, 18:37 „Þetta hefur gengið rosalega vel, alveg meiriháttar. Ég held við höfum sjaldan verið með jafn marga gesti og í dag,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, í samtali við mbl.is um Ísdag Kjöríss sem haldin var í dag samhliða bæjarhátíðinni Blómstrandi dagar í Hveragerði. Lúsmísinn kom vel út. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Gisting við flugvöll...
Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætu...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Fleiri myndir af stiganum á meðfylgjandi mynd eru í möppu 110 á Fésinu okkar, (...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...