Persónulegri kennsla gerði útslagið

Nýnemar voru boðnir velkomnir í Háskólann í Reykjavík í dag.
Nýnemar voru boðnir velkomnir í Háskólann í Reykjavík í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef mik­inn áhuga á stærðfræði og finnst hún skemmti­leg. Svo vildi ég líka læra eitt­hvað sem nýt­ist vel í framtíðinni,“ seg­ir Vikt­oría Smára­dótt­ir, ný­nemi í hug­búnaðar­verk­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík.

mbl.is tók hana tali þar sem hún var stödd á ný­nem­a­degi há­skól­ans þar sem hún hafði ný­lokið kynn­ingu á nám­inu.

„Mér lýst bara mjög vel á og líka á kenn­ar­ann,“ seg­ir Vikt­oría. Aðspurð seg­ist hún ekki vita hversu marg­ar stelp­ur séu að byrja í sama námi. „En mér fannst vera miklu meira af körl­um á kynn­ing­unni,“ seg­ir hún en læt­ur það ekki á sig fá.

Fjöl­menni var á ný­nem­a­degi Há­skól­ans í Reykja­vík í dag.
Fjöl­menni var á ný­nem­a­degi Há­skól­ans í Reykja­vík í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

En hvers vegna valdi hún nám við Há­skól­ann í Reykja­vík? 

„Meiri teng­ing við at­vinnu­lífið og meira verk­legt nám. Svo er tölv­un­ar­fræðideild­in betri.“

Blaðakona mbl.is rakst ein­mitt einnig á Egil Smára Smára­son, ný­nema í tölv­un­ar­fræðideild HR, í Sól­inni. Hon­um leyst að sögn vel á námið.

Lýst vel á félagslífið

„Ég heyrði bestu hlut­ina um tölv­un­ar­fræðideild­ina hér,“ seg­ir Eg­ill, en hann var stadd­ur í góðra vina hópi þegar mbl.is tók hann tali og kvaðst þekkja þó nokkra sem væru að byrja með hon­um í nám­inu.

„Þetta er mjög fjöl­mennt nám og fé­lags­lífið lít­ur vel út.“

Matthildur er hrifin af fyrirkomulagi kennslu í HR.
Matthildur er hrifin af fyrirkomulagi kennslu í HR. Ljósmynd/Aðsend

Úr háskólagrunni beint í grunnnám

„Ég kynnti mér hvernig kerfið í HR virkar og það hentaði mér hvað þetta er allt minna, bekkjarkerfi og allt persónulegra,“ segir Matthildur S. G. Johansen, nýnemi í sálfræði.

Matthildur lauk háskólagrunni HR í vor og skráði sig rakleiðis í sálfræðinám við skólann. „Ég kynntist kerfinu í háskólagrunninum og áttaði mig á hvað það hentar mér vel.“

Matthildur kveðst hafa heyrt góða hluti um félagslífið við sálfræðideild HR. „Ég á vini sem hafa verið í náminu og er spennt að komast að því hvernig þetta verður.“

Að grunnnámi loknu stefnir Matthildur á mastersnám í klínískri sálfræði. „Svo sé ég til hvað verður út frá því.“

Gísli Fannar hefur nám í viðskiptafræði í haust.
Gísli Fannar hefur nám í viðskiptafræði í haust. Ljósmynd/Aðsend

Gísli Fannar Egilson lauk einnig háskólagrunni í vor og hefur nú nám við Viðskiptafræðideild HR. „Háskólagrunnurinn var mjög gott en krefjandi nám,“ segir Gísli Fannar í samtali við mbl.is. Fyrir honum var það aldrei spurning að halda áfram í HR.

„Ég var búinn að kynna mér Viðskiptafræðideildina hérna áður en ég byrjaði í háskólagrunninum. Ég fór á kynningar hjá báðum skólum og leyst betur á HR út frá kynningunni. Maður hefur líka heyrt að viðskiptadeildin hérna sé betri og persónulegri kennsla.“

Starfs­fólk og nem­end­ur veittu ný­nem­um upp­lýs­ing­ar með glöðu geði.
Starfs­fólk og nem­end­ur veittu ný­nem­um upp­lýs­ing­ar með glöðu geði. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn alltof langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

14:20 Angela Merkel sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Viðey eftir hádegi. Með henni voru forsætisráðherrar Norðurlanda og með þeim ætlar hún að stofna sameiginlegan vettvang um áríðandi mál. Meira »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur hafinn í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er nú hafin í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Upphafið að einhverju mikilvægu

11:50 „Þetta er ótrúlega mikilvægt,“ segir bankastjóri Íslandsbanka um fund í morgun, þar sem samtök fjórtán norrænna stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogar Norðurlandanna undirrituðu sameiginleg markmið um sjálfbærni og jafnrétti. Meira »