Persónulegri kennsla gerði útslagið

Nýnemar voru boðnir velkomnir í Háskólann í Reykjavík í dag.
Nýnemar voru boðnir velkomnir í Háskólann í Reykjavík í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef mik­inn áhuga á stærðfræði og finnst hún skemmti­leg. Svo vildi ég líka læra eitt­hvað sem nýt­ist vel í framtíðinni,“ seg­ir Vikt­oría Smára­dótt­ir, ný­nemi í hug­búnaðar­verk­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík.

mbl.is tók hana tali þar sem hún var stödd á ný­nem­a­degi há­skól­ans þar sem hún hafði ný­lokið kynn­ingu á nám­inu.

„Mér lýst bara mjög vel á og líka á kenn­ar­ann,“ seg­ir Vikt­oría. Aðspurð seg­ist hún ekki vita hversu marg­ar stelp­ur séu að byrja í sama námi. „En mér fannst vera miklu meira af körl­um á kynn­ing­unni,“ seg­ir hún en læt­ur það ekki á sig fá.

Fjöl­menni var á ný­nem­a­degi Há­skól­ans í Reykja­vík í dag.
Fjöl­menni var á ný­nem­a­degi Há­skól­ans í Reykja­vík í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

En hvers vegna valdi hún nám við Há­skól­ann í Reykja­vík? 

„Meiri teng­ing við at­vinnu­lífið og meira verk­legt nám. Svo er tölv­un­ar­fræðideild­in betri.“

Blaðakona mbl.is rakst ein­mitt einnig á Egil Smára Smára­son, ný­nema í tölv­un­ar­fræðideild HR, í Sól­inni. Hon­um leyst að sögn vel á námið.

Lýst vel á félagslífið

„Ég heyrði bestu hlut­ina um tölv­un­ar­fræðideild­ina hér,“ seg­ir Eg­ill, en hann var stadd­ur í góðra vina hópi þegar mbl.is tók hann tali og kvaðst þekkja þó nokkra sem væru að byrja með hon­um í nám­inu.

„Þetta er mjög fjöl­mennt nám og fé­lags­lífið lít­ur vel út.“

Matthildur er hrifin af fyrirkomulagi kennslu í HR.
Matthildur er hrifin af fyrirkomulagi kennslu í HR. Ljósmynd/Aðsend

Úr háskólagrunni beint í grunnnám

„Ég kynnti mér hvernig kerfið í HR virkar og það hentaði mér hvað þetta er allt minna, bekkjarkerfi og allt persónulegra,“ segir Matthildur S. G. Johansen, nýnemi í sálfræði.

Matthildur lauk háskólagrunni HR í vor og skráði sig rakleiðis í sálfræðinám við skólann. „Ég kynntist kerfinu í háskólagrunninum og áttaði mig á hvað það hentar mér vel.“

Matthildur kveðst hafa heyrt góða hluti um félagslífið við sálfræðideild HR. „Ég á vini sem hafa verið í náminu og er spennt að komast að því hvernig þetta verður.“

Að grunnnámi loknu stefnir Matthildur á mastersnám í klínískri sálfræði. „Svo sé ég til hvað verður út frá því.“

Gísli Fannar hefur nám í viðskiptafræði í haust.
Gísli Fannar hefur nám í viðskiptafræði í haust. Ljósmynd/Aðsend

Gísli Fannar Egilson lauk einnig háskólagrunni í vor og hefur nú nám við Viðskiptafræðideild HR. „Háskólagrunnurinn var mjög gott en krefjandi nám,“ segir Gísli Fannar í samtali við mbl.is. Fyrir honum var það aldrei spurning að halda áfram í HR.

„Ég var búinn að kynna mér Viðskiptafræðideildina hérna áður en ég byrjaði í háskólagrunninum. Ég fór á kynningar hjá báðum skólum og leyst betur á HR út frá kynningunni. Maður hefur líka heyrt að viðskiptadeildin hérna sé betri og persónulegri kennsla.“

Starfs­fólk og nem­end­ur veittu ný­nem­um upp­lýs­ing­ar með glöðu geði.
Starfs­fólk og nem­end­ur veittu ný­nem­um upp­lýs­ing­ar með glöðu geði. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Ákvörðun Katrínar vekur heimsathygli

12:02 Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sýna samnorrænum ráðherrum sínum stuðning með því að vera ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í byrjun næsta mánaðar? Meira »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum þann 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »

Allt að 18 stiga hiti

07:08 Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Meira »

Erla hyggst stefna ríkinu

06:06 Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna höfnunar endurupptökunefndar á beiðni hennar um að taka upp dóm hennar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en hún var þar dæmd fyrir meinsæri ásamt tveimur öðrum. Meira »

Möguleg málshöfðun gegn stjórnendum

06:06 Þátttakendur í skuldabréfaútboði WOW air skoða rétt sinn eftir fyrsta skiptafund WOW. Mögulegt er að látið verði reyna á ábyrgð stjórnenda. Meira »

Á yfir tvöföldum hámarkshraða

05:58 Lögreglan svipti tvo ökumenn ökuréttindum til bráðabirgða í gærkvöldi en þeir óku báðir á meira en tvöföldum hámarkshraða innanbæjar. Meira »

Ofurölvi á reiðhjóli auk fleiri brota

05:50 Lögreglan handtók ölvaðan mann í Mosfellsbæ um miðnætti en maðurinn er grunaður um húsbrot, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, hótanir, að segja ekki til nafns auk fleiri brota. Meira »

Geta ekki leyft sér lúxus

05:30 Íslandspósti er ekki heimilt samkvæmt núgildandi lögum að ákveða einhliða að hætta að gefa út frímerki. Póst- og fjarskiptastofnun bendir þó á að nokkur óvissa ríki um það hvernig þessum málum verði háttað eftir að ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramót en þá fellur niður einkaréttur póstsins. Meira »
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Skápur úr furu
Gæti hentað í sumarhúsið. S. 8691204...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...