Persónulegri kennsla gerði útslagið

Nýnemar voru boðnir velkomnir í Háskólann í Reykjavík í dag.
Nýnemar voru boðnir velkomnir í Háskólann í Reykjavík í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef mik­inn áhuga á stærðfræði og finnst hún skemmti­leg. Svo vildi ég líka læra eitt­hvað sem nýt­ist vel í framtíðinni,“ seg­ir Vikt­oría Smára­dótt­ir, ný­nemi í hug­búnaðar­verk­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík.

mbl.is tók hana tali þar sem hún var stödd á ný­nem­a­degi há­skól­ans þar sem hún hafði ný­lokið kynn­ingu á nám­inu.

„Mér lýst bara mjög vel á og líka á kenn­ar­ann,“ seg­ir Vikt­oría. Aðspurð seg­ist hún ekki vita hversu marg­ar stelp­ur séu að byrja í sama námi. „En mér fannst vera miklu meira af körl­um á kynn­ing­unni,“ seg­ir hún en læt­ur það ekki á sig fá.

Fjöl­menni var á ný­nem­a­degi Há­skól­ans í Reykja­vík í dag.
Fjöl­menni var á ný­nem­a­degi Há­skól­ans í Reykja­vík í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

En hvers vegna valdi hún nám við Há­skól­ann í Reykja­vík? 

„Meiri teng­ing við at­vinnu­lífið og meira verk­legt nám. Svo er tölv­un­ar­fræðideild­in betri.“

Blaðakona mbl.is rakst ein­mitt einnig á Egil Smára Smára­son, ný­nema í tölv­un­ar­fræðideild HR, í Sól­inni. Hon­um leyst að sögn vel á námið.

Lýst vel á félagslífið

„Ég heyrði bestu hlut­ina um tölv­un­ar­fræðideild­ina hér,“ seg­ir Eg­ill, en hann var stadd­ur í góðra vina hópi þegar mbl.is tók hann tali og kvaðst þekkja þó nokkra sem væru að byrja með hon­um í nám­inu.

„Þetta er mjög fjöl­mennt nám og fé­lags­lífið lít­ur vel út.“

Matthildur er hrifin af fyrirkomulagi kennslu í HR.
Matthildur er hrifin af fyrirkomulagi kennslu í HR. Ljósmynd/Aðsend

Úr háskólagrunni beint í grunnnám

„Ég kynnti mér hvernig kerfið í HR virkar og það hentaði mér hvað þetta er allt minna, bekkjarkerfi og allt persónulegra,“ segir Matthildur S. G. Johansen, nýnemi í sálfræði.

Matthildur lauk háskólagrunni HR í vor og skráði sig rakleiðis í sálfræðinám við skólann. „Ég kynntist kerfinu í háskólagrunninum og áttaði mig á hvað það hentar mér vel.“

Matthildur kveðst hafa heyrt góða hluti um félagslífið við sálfræðideild HR. „Ég á vini sem hafa verið í náminu og er spennt að komast að því hvernig þetta verður.“

Að grunnnámi loknu stefnir Matthildur á mastersnám í klínískri sálfræði. „Svo sé ég til hvað verður út frá því.“

Gísli Fannar hefur nám í viðskiptafræði í haust.
Gísli Fannar hefur nám í viðskiptafræði í haust. Ljósmynd/Aðsend

Gísli Fannar Egilson lauk einnig háskólagrunni í vor og hefur nú nám við Viðskiptafræðideild HR. „Háskólagrunnurinn var mjög gott en krefjandi nám,“ segir Gísli Fannar í samtali við mbl.is. Fyrir honum var það aldrei spurning að halda áfram í HR.

„Ég var búinn að kynna mér Viðskiptafræðideildina hérna áður en ég byrjaði í háskólagrunninum. Ég fór á kynningar hjá báðum skólum og leyst betur á HR út frá kynningunni. Maður hefur líka heyrt að viðskiptadeildin hérna sé betri og persónulegri kennsla.“

Starfs­fólk og nem­end­ur veittu ný­nem­um upp­lýs­ing­ar með glöðu geði.
Starfs­fólk og nem­end­ur veittu ný­nem­um upp­lýs­ing­ar með glöðu geði. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert