Persónulegri kennsla gerði útslagið

Nýnemar voru boðnir velkomnir í Háskólann í Reykjavík í dag.
Nýnemar voru boðnir velkomnir í Háskólann í Reykjavík í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef mik­inn áhuga á stærðfræði og finnst hún skemmti­leg. Svo vildi ég líka læra eitt­hvað sem nýt­ist vel í framtíðinni,“ seg­ir Vikt­oría Smára­dótt­ir, ný­nemi í hug­búnaðar­verk­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík.

mbl.is tók hana tali þar sem hún var stödd á ný­nem­a­degi há­skól­ans þar sem hún hafði ný­lokið kynn­ingu á nám­inu.

„Mér lýst bara mjög vel á og líka á kenn­ar­ann,“ seg­ir Vikt­oría. Aðspurð seg­ist hún ekki vita hversu marg­ar stelp­ur séu að byrja í sama námi. „En mér fannst vera miklu meira af körl­um á kynn­ing­unni,“ seg­ir hún en læt­ur það ekki á sig fá.

Fjöl­menni var á ný­nem­a­degi Há­skól­ans í Reykja­vík í dag.
Fjöl­menni var á ný­nem­a­degi Há­skól­ans í Reykja­vík í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

En hvers vegna valdi hún nám við Há­skól­ann í Reykja­vík? 

„Meiri teng­ing við at­vinnu­lífið og meira verk­legt nám. Svo er tölv­un­ar­fræðideild­in betri.“

Blaðakona mbl.is rakst ein­mitt einnig á Egil Smára Smára­son, ný­nema í tölv­un­ar­fræðideild HR, í Sól­inni. Hon­um leyst að sögn vel á námið.

Lýst vel á félagslífið

„Ég heyrði bestu hlut­ina um tölv­un­ar­fræðideild­ina hér,“ seg­ir Eg­ill, en hann var stadd­ur í góðra vina hópi þegar mbl.is tók hann tali og kvaðst þekkja þó nokkra sem væru að byrja með hon­um í nám­inu.

„Þetta er mjög fjöl­mennt nám og fé­lags­lífið lít­ur vel út.“

Matthildur er hrifin af fyrirkomulagi kennslu í HR.
Matthildur er hrifin af fyrirkomulagi kennslu í HR. Ljósmynd/Aðsend

Úr háskólagrunni beint í grunnnám

„Ég kynnti mér hvernig kerfið í HR virkar og það hentaði mér hvað þetta er allt minna, bekkjarkerfi og allt persónulegra,“ segir Matthildur S. G. Johansen, nýnemi í sálfræði.

Matthildur lauk háskólagrunni HR í vor og skráði sig rakleiðis í sálfræðinám við skólann. „Ég kynntist kerfinu í háskólagrunninum og áttaði mig á hvað það hentar mér vel.“

Matthildur kveðst hafa heyrt góða hluti um félagslífið við sálfræðideild HR. „Ég á vini sem hafa verið í náminu og er spennt að komast að því hvernig þetta verður.“

Að grunnnámi loknu stefnir Matthildur á mastersnám í klínískri sálfræði. „Svo sé ég til hvað verður út frá því.“

Gísli Fannar hefur nám í viðskiptafræði í haust.
Gísli Fannar hefur nám í viðskiptafræði í haust. Ljósmynd/Aðsend

Gísli Fannar Egilson lauk einnig háskólagrunni í vor og hefur nú nám við Viðskiptafræðideild HR. „Háskólagrunnurinn var mjög gott en krefjandi nám,“ segir Gísli Fannar í samtali við mbl.is. Fyrir honum var það aldrei spurning að halda áfram í HR.

„Ég var búinn að kynna mér Viðskiptafræðideildina hérna áður en ég byrjaði í háskólagrunninum. Ég fór á kynningar hjá báðum skólum og leyst betur á HR út frá kynningunni. Maður hefur líka heyrt að viðskiptadeildin hérna sé betri og persónulegri kennsla.“

Starfs­fólk og nem­end­ur veittu ný­nem­um upp­lýs­ing­ar með glöðu geði.
Starfs­fólk og nem­end­ur veittu ný­nem­um upp­lýs­ing­ar með glöðu geði. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Veirusjúkdómar greinast í kjúklingum

15:13 Tveir veirusjúkdómar hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Búið er í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Meira »

„Framganga Ragnars með ólíkindum“

15:09 „Ég hef ekki framið neitt lögbrot það er alveg á hreinu,“ eru fyrstu viðbrögð Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er hún er innt álits á ásökunum formanns VR um að hún hafi brotið lög. Meira »

4 mánuðir fyrir stuld á kjúklingabringum

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi vegna ítrekaðs búðarhnupls. Maðurinn hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi frá 10. júlí síðastliðnum. Honum er einnig gert að greiða matvöruversluninni Krónunni rúmlega 130 þúsund krónur í skaðabætur auk vaxta. Meira »

Hlaupa fyrir „ofurmennin“

14:34 „Okkur finnst þau svo sterk og dugleg, bara eins og ofurmenni. Þau eru svo dugleg að geta farið í gegnum þetta,“ segja systurnar Katla og Salka Ómarsdætur sem munu hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinsjúkra barna. Systurnar eru 7 og 11 ára gamlar. Meira »

Sakar Guðrúnu og SA um lögbrot

14:05 Þrátt fyrir að stjórn VR hafi skipað fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í samræmi við álit Fjármálaeftirlitsins neitar Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar sjóðsins, að tilkynna eftirlitinu um skipun nýrrar stjórnar og boða stjórnarfund. Þetta fullyrðir formaður VR. Meira »

Bílvelta við Núpstað

13:57 Suðurlandsvegi við Núpstað, til móts við Lómagnúp, hefur verið lokað tímabundið vegna umferðarslyss.   Meira »

„Landsbyggðin hefur setið eftir“

13:54 Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur hrundið í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Meira »

4,5 milljarða endurbætur dragi úr mengun

13:36 Endurbætur á kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík, sem áður var í eigu United Silicon, munu draga verulega úr mengun frá verksmiðjunni, þar með talið lyktarmengun í nærliggjandi íbúðabyggð. 10% aukning verður á heildarlosun Íslands á gróðurhúsalofttegundum er verksmiðjan verður gangsett. Meira »

Sjötíu ný stúdentaherbergi á lóð HÍ

13:13 Stúdentaíbúðir munu rísa á lóð Háskóla Íslands við Gamla-Garð samkvæmt breyttu deiliskipulagi sem borgarráð samþykkti í gær.  Meira »

Austasti hluti Reynisfjöru áfram lokaður

12:45 Austasti hluti Reynisfjöru verður áfram lokaður þar sem enn er hætta á berghruni úr suðurhlíð Reynisfjalls. Þetta var ákveðið á fundi fulltrúa frá lögreglunni á Suðurlandi, rekstraraðilum í Svörtu-Fjöru, hluta landeigenda í Reynisfjöru, sveitarstjóra Mýrdalshrepps og fulltrúum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar. Meira »

Tveir dómarar við Hæstarétt að hætta

12:39 Tveir dómarar við Hæstarétt Íslands hafa beðist lausnar frá störfum, þeir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson. Dómsmálaráðherra kynnti þetta á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn fötluðum konum

12:34 55 ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum fötluðum konum, en hann var í vikunni úrskurðaður í nágunarbann gagnvart einni þeirra. Konurnar krefja manninn um tíu milljónir króna í miskabætur. Meira »

„Auðvitað hrekkur maður í kút“

11:53 „Auðvitað hrekkur maður í kút þegar maður sér þetta, þetta er mikið. En þetta er ekkert sem kemur manni í rauninni á óvart,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi, um skriðuna sem féll í Reynisfjöru á þriðjudag. Meira »

Fleiri kaupendur horfi til dómsmálsins

11:46 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður hjóna sem standa í aðfararmáli gegn FEB, segir í samtali við mbl.is að hún viti til þess að fleiri kaupendur, sem enn hafa ekki fallist á að greiða hærra verð fyrir íbúðir sínar, skoði stöðu sína og fylgist með framvindu dómsmálsins. Meira »

„Guðrún gríðarlega hæf“

11:22 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir af og frá að ákveðið hafi verið að Guðrún Johnsen verði stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hún er einn fjögurra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í stjórn sjóðsins eftir að fulltrúaráð félagsins ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna. Meira »

„Vandræðaleg erindisleysa“ Vigdísar

11:20 Meirihluti borgarstjórnar segir „vandræðalega erindisleysu“ Vigdísar Hauksdóttur hafa sóað tíma og fjármunum borgarinnar. Tvær milljónir króna hafi fallið á borgina vegna málaferla Vigdísar tengdra framkvæmd borgarstjórnarkosninga í fyrravor. Meira »

Opið hús á Bessastöðum

11:10 Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi á morgun sem liður í Menningarnótt. Gestum býðst að skoða Bessastaðastofu milli klukkan 13 og 16. Meira »

„Seðlabankinn á varhugaverðri vegferð“

10:56 „Seðlabankinn er á varhugaverðri vegferð þegar hann er farinn að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að svona upplýsingar komi fyrir augu almennings,“ segir Ari Brynjólfsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, en stefna Seðlabanka Íslands gegn honum var tekin fyrir í héraðsdómi í morgun. Meira »

Áfram í varðhaldi vegna vopnaðs ráns

10:48 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um vopnað rán í Reykjavík 25. júlí. Meira »
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Til leigu
3 herbergja íbúð með bílskúr í 110 Reykjavík. Langtímaleiga. Verð 245 þús. Gæ...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...