Bót og betrun hinna óforbetranlegu

Kjötæta gengur í vatnið og fær sér vegan í gogginn ...
Kjötæta gengur í vatnið og fær sér vegan í gogginn á Junkyard á Akranesi. Hana afgreiðir Márk Orsik, annar tveggja starfsmanna. mbl.is/RAX

Varúð, eitur! Það er allt vegan hérna, en ekki samt segja neinum, því þá kemur ekki fólkið sem brennur hvað heitast fyrir þeirri hugsjón sinni að borða bara kjöt. Það er betra að þau villist hingað og borði og fái svo að vita eftir á að það var eitrað fyrir þeim: Grandalaus lögðu þau sér grænmetisfæði til munns. Sá skaði er einmitt margskeður hérna í Junkyard, nýjum sjoppufæðisvagni við íþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkum á Akranesi. 

Það er allt fullt að gera í hádeginu á þriðjudegi þegar ég renni í hlað. „Eruð þið vegan?“ spyr ég tvær sem bíða í röðinni. „Nei, það gæti ég aldrei verið,“ svarar önnur. „Ég verð að fá eitthvað kjöt á hverjum degi,“ segir hún. Vegan staður, sem sagt, og viðskiptavinirnir eru óforbetranlegar kjötætur. En greinilega ekki með öllu óforbetranlegar, því hér er hið minnsta sprottinn vísir að betrun. 

„Þetta er fáránlega gott,“ viðurkenndi bæjarstjórinn sjálfur, kjötæta, í stuttu símtali við mig nokkrum dögum fyrr, þegar ég fór að forvitnast um þennan stað sem ég var farinn að heyra að reykvískir grænkerar væru farnir að gera sér sérstaka ferð í þynnkunni um helgar eða þess vegna á alls óþunnum þriðjudögum. „Ertu að segja mér að þetta sé ekki kjöt? Þú ert að ljúga að mér,“ segist bæjarstjórinn, Sævar Freyr Þráinsson, hafa spurt sig að þegar hann smakkaði ruslfæðið á Junkyard.

Sveitaborgarinn, vinsælastur. Þar er hamborgarinn gerður eftir ungverskri uppskrift sem ...
Sveitaborgarinn, vinsælastur. Þar er hamborgarinn gerður eftir ungverskri uppskrift sem Daniel mótaði eftir pylsunni sem afi hans var vanur að gera. En nú, vegan. mbl.is/Snorri

Þessi sama spurning leitar á mann þegar maður tekur fyrstu bitana af hamborgaranum eða af kjúklingavefjunni af matseðlinum. Maður gæti þess vegna verið staddur á KFC eða McDonald’s en allra síst á alveg vegan stað. Ertu að segja mér að það séu engar dýraafurðir í þessu? „Ekki neinar. Það er allt vegan inni í þessum litla vagni,“ segir maðurinn á bakvið Junkyard, Daniel Ivanovici, Ungverji sem hefur búið á Íslandi í áratug núna, 27 ára. Hann skilur íslensku og talar ensku. Með honum er eiginkona hans til sjö ára, Eva Helgadóttir, Reykvíkingur sem á rætur á Akranesi. Þau hafa rekið búlluna síðan í mars, með dyggri aðstoð foreldra sinna, einkum móður Daniels. 

Daniel Ivanovici og Eva Helgadóttir reka Junkyard á Akranesi og ...
Daniel Ivanovici og Eva Helgadóttir reka Junkyard á Akranesi og fyrr en varir verður kominn Junkyard inn á Curious, hinseginbar í miðbæ Reykjavíkur, ef rétt er lesið í vísbendingar Daniels. mbl.is/RAX

Þetta snýst um sótsporið

Búlla er engin svívirðing heldur bara lýsing á litlum krúttlegum matarvagni sem stendur skorðaður á bílastæði utan við íþróttahús. „Það halda margir að þetta sé færanlegur vagn en það er alls ekki þannig. Við getum ekki fært hann um sentímeter,“ segir Daniel. Þess vegna er ekkert hægt að skjótast með staðinn allan til Reykjavíkur en það er hægt að færa bara út kvíarnar á gamla mátann.

Kemur í ljós að það stendur til: Junkyard opnar í miðbæ Reykjavíkur innan 4-8 vikna, segir Daniel. En hvar? „You’re Curious,“ segir Daniel, Curious með stórum staf, það hljómar eins og nafn nýlegs hinseginbars við Ingólfstorg, þar sem Tívolí var, og þar á undan Dollý. „Er Junkyard að opna inni á Curious?“ spyr ég. Þar fæst ekki afdráttarlaust svar en tíminn leiðir ýmislegt í ljós.

„Við getum náttúrulega ekki látið fólk keyra hingað upp á Skaga til að fá eitthvað gott að borða, þannig að við hlutum að opna í Reykjavík á endanum, og það var líka alltaf planið,“ segir Daniel, sem hvern dag ferðast fram og til baka í bæinn, stundum oft, til að sinna ýmsu í rekstrinum, oft að sækja birgðir. Í því skyni að minnka þann útblástur er hann farinn að keyra nýju Tesluna sem konan hans var að festa kaup á, en hún vinnur í félagsmiðstöð í Reykjavík. Þau búa sjálf hinum megin við götuna við Junkyard. 

Junk er kannski ekki besta orðið yfir nýju Tesluna sem ...
Junk er kannski ekki besta orðið yfir nýju Tesluna sem Eva og Daniel eru komin á. Teslan er ekki eins vistskæð og aðrir fararskjótar. mbl.is/Snorri

Þetta snýst allt um sótsporið! Ekki aðeins í bílamálum heldur er hugmyndin að Junkyard sprottin úr slíkum jarðvegi: Veganismi á að bjarga heiminum, að einhverju marki. „Þegar þú velur að fá þér þennan hamborgara í stað þess að fara á McDonald’s þá setur það margfalt minna mark á umhverfið. Í framleiðsluferlinu er minni kolefnislosun, minna vatn notað, minni metanlosun og minni landnotknun,“ segir Daniel. „Það er staðreynd málsins.“

Einn dagur, tvær Junkyard-máltíðir

Rögnvaldur Skúli Árnason, myndlistarmaður og glímukappi, beið í Junkyard-röðinni þegar mbl.is mætti á svæðið. Hann er einn af reykvísku grænkerunum sem leggja leið sína við hvert tækifæri á Skagann í leit að vegan skyndibita. Hann hefur meira að segja gengið svo langt, við tökur á kvikmynd á Skaganum, að borða tvisvar sinnum á einum degi á Junkyard, í hádeginu og um kvöldið á leiðinni heim suður. „Ég prófaði þetta nýlega í fyrsta sinn. Svona góður matur er fljótur að spyrjast út á meðal vegan fólks,“ segir hann.

Sveittur skyndibiti!

Daniel varð ekki vegan því hann var svo spenntur að hætta að borða skyndibita, hamborgara og pizzur, segir hann. „Við urðum vegan á einni nóttu hérna um árið. Það var eiginlega þá sem ég fattaði að ég hataði grænmeti, eftir nokkur misheppnuð kósíkvöld með einhverjum gúrkum, gulrótum og húmmus,“ segir hann. Upp frá því hafi þau farið að þróa uppskriftir að heimagerðum vegan draslmat, uppskriftir, sem enduðu þegar fram liðu stundir á matseðlinum á Junkyard. 

Sveittur skyndibiti verður hann að heita, því önnur lýsingarorð hrökkva skammt. 

Það eru yfirleitt tveir á vakt og allt í gangi: ...
Það eru yfirleitt tveir á vakt og allt í gangi: hamborgarar, fuglafríar kjúklingavefjur, franskar, jógúrtdrykkir, acai-skálar. Allt inni í þessum litla vagni. mbl.is/RAX

Daniel hefur verið í veitingabransanum á Íslandi árum saman, bæði í veisluþjónustu og á veitingastöðum, en þegar hann komst upp á lagið með þessar uppskriftir vissi hann að þau yrðu að stofna stað. Ferlið hófst því fyrir tveimur árum og í öndverðu stóð til að opna staðinn í Reykjavík. Það reyndist ógerningur, því þar fengu þau ekki fast stæði fyrir vagninn, sem þarf alltaf að vera beintengdur í rafmagnsleiðslur. 

„Eftir endalaust vesen í Reykjavík ákváðum við bara að byrja hér heima, byrja smátt og stækka svo við okkur ef svo færi,“ segir Daniel. Svo fór. Viðskiptavinunum fjölgar og fjölgar í Junkyard og maður verst ekki þeirri hugsun þegar maður kemur, að þetta þyrfti að vera stærri staður. Það er stöðug röð. 

Miðaldra karlar hætta sér inn á hálar slóðir veganismans

Þetta er ekki staður fyrir vegan fólk, þótt allt sé vegan. Það var alltaf stefnan: Að sýna fólki að það er alveg hægt að bjóða upp á ærlegan skyndibita án þess að blanda dýraafurðum í málið. „Við hefðum ekki gerst svo djörf hvort eð er að opna stað sem stílaði sérstaklega á vegan Skagamenn,“ segir Eva og hlær. Grænkerar, tær íslenska yfir vegan fólk, eru enda ekki óteljandi á Akranesi, þetta er hugmyndafræði sem stígur þar sín fyrstu skref eins og víðar. 

„Við höfum fengið ólíklegasta fólk til okkar, ekki síst eftir að við fengum pabba til að afgreiða vefjurnar fyrir okkur þegar við sáum um vegan veitingar á afmæli Elkem. Þá fóru alls konar miðaldra karlar að treysta sér að prófa, og síðar að venja komur sínar hingað. Flestir trúðu ekki í fyrstu að þetta væri allt vegan,“ segir Eva. Og sumir trúa því ekki enn. „Síðan fór fólk að frétta af okkur og síðan fóru Reykvíkingar að frétta af okkur og síðan hefur þetta bara verið stöðugt streymi,“ segir Eva. Þess eru dæmi að unglingar hafi ygglt sig og harðneitað að leggja sér Junkyard til munns þegar þeir verða þess áskynja að þar sé allt vegan en þegar þeir prófa það svo hætta þeir ekki að koma.

Daniel sækir franskar í soðið í sérsmíðaðan geymi sem er ...
Daniel sækir franskar í soðið í sérsmíðaðan geymi sem er festur aftan á vagninn. Þar er frystir. mbl.is/Snorri

Junkyard markaðssetur sig ekki sem vegan stað heldur einfaldlega er hann það bara. Vegan merkimiðinn trekkir enda ekki að. „Þess vegna auglýsum við okkur bara sem það sem við erum, skyndibitastað. Svo er bara bónus að hérna sé allt vegan og margfalt betra fyrir umhverfið en hliðstæðir kjötréttir,“ segir Daniel. 

„Þannig viljum við sýna að það er hægt að verða vegan, það er hægt að leggja sitt af mörkum til umhverfisins, og það er hægt án þess að fórna skyndibita eða djúsí hamborgurum. Allt bendir enda til þess að með tilliti til umhverfisins, heilsufars og velferðar dýra, sé þetta það langæskilegasta í stöðunni,“ segir Daniel.

Það er talað um að til að breyta heiminum þurfi maður að byrja heima hjá sér. Daniel og Eva hafa þegar uppfyllt það skilyrði, þannig að ætli heimurinn sé ekki næstur á dagskrá.

Það er langt ferli að baki. Hér eru Daniel og ...
Það er langt ferli að baki. Hér eru Daniel og móðir hans fyrir ári, þegar vagninn kom til landsins. Það þurfti að innrétta hann alveg frá upphafi og koma festingum undir hann. Þar reyndist móðir Daniels ómissandi starfskraftur. Hún heitir Éva Rozália Nagy, er 61 árs vélaverkfræðingur og hefur búið á Íslandi í fjögur ár, Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum þann 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »

Allt að 18 stiga hiti

07:08 Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Meira »

Erla hyggst stefna ríkinu

06:06 Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna höfnunar endurupptökunefndar á beiðni hennar um að taka upp dóm hennar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en hún var þar dæmd fyrir meinsæri ásamt tveimur öðrum. Meira »

Möguleg málshöfðun gegn stjórnendum

06:06 Þátttakendur í skuldabréfaútboði WOW air skoða rétt sinn eftir fyrsta skiptafund WOW. Mögulegt er að látið verði reyna á ábyrgð stjórnenda. Meira »

Á yfir tvöföldum hámarkshraða

05:58 Lögreglan svipti tvo ökumenn ökuréttindum til bráðabirgða í gærkvöldi en þeir óku báðir á meira en tvöföldum hámarkshraða innanbæjar. Meira »

Ofurölvi á reiðhjóli auk fleiri brota

05:50 Lögreglan handtók ölvaðan mann í Mosfellsbæ um miðnætti en maðurinn er grunaður um húsbrot, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, hótanir, að segja ekki til nafns auk fleiri brota. Meira »

Geta ekki leyft sér lúxus

05:30 Íslandspósti er ekki heimilt samkvæmt núgildandi lögum að ákveða einhliða að hætta að gefa út frímerki. Póst- og fjarskiptastofnun bendir þó á að nokkur óvissa ríki um það hvernig þessum málum verði háttað eftir að ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramót en þá fellur niður einkaréttur póstsins. Meira »

Vaxtalækkun til móts við samdrátt

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) telja að full ástæða sé fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans að stíga annað skref í lækkun stýrivaxta við næstu vaxtaákvörðun, sem kynnt verður 28. ágúst. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR STOFUSKÁPUR ( HVÍTLAKKAÐUR) MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41...