Fylgst með ferðum tuga íslenskra gæsa

Arnór Þ. Sigfússon með grágæs með senditæki.
Arnór Þ. Sigfússon með grágæs með senditæki. mbl.is/Jón Sigurðsson

Tíu íslenskar grágæsir bera tæki sem senda staðsetningu þeirra í rauntíma með SMS. Þá eru 20-30 heiðagæsir úr íslenska stofninum með slíka senda.

Dr. Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís, heldur utan um grágæsaverkefnið. Hann hóf að fylgjast með varpárangri gæsa árið 1993 en hætti því í fyrra því hann fékk ekki lengur styrki í verkefnið.

„Síðan er í raun ekkert vitað um ungaframleiðsluna,“ segir Arnór í Morgunblaðinu í dag. Síðasta áratug 20. aldar fækkaði grágæs og hún lenti á válista. „Þá var ungahlutfallið í veiðinni um 40% að meðaltali. Eftir aldamótin fór grágæsastofninn að styrkjast þegar ungahlutfallið fór yfir 45% að meðaltali. Það virðist eins og ungahlutfallið þurfi að vera nokkuð yfir 40% til þess að stofninn standi undir veiðiálaginu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »