Hefja leit að nýju síðdegis í dag

Frá leitinni við Þingvallavatn á laugardag.
Frá leitinni við Þingvallavatn á laugardag. mbl.is/Sigurður Bogi

Leit að belgískum ferðamanni á fimmtugsaldri, sem talið er líklegt að hafi fallið útbyrðis úr kajak á Þingvallavatni á laugardag, hefst aftur síðdegis í dag. 

Sveinn Kr. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við mbl.is að aðstæður til leitar væru ákjósanlegri en síðustu daga og er stefnt að því að leit hefjist að nýju á milli klukkan 17 og 18 í kvöld. 

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landbjargar, segir að björgunarsveitir muni aðstoða lögreglu við leitina. Verður mannsins leitað í gönguhópum og á bátum. 

Þá munu kafarasveitir frá sérsveit ríkislögreglustjóra og Landsbjörg einnig taka þátt í leitinni. Óvíst er hvort það verði í dag eða á morgun, en það mun fara eftir aðstæðum þegar leit hefst í dag. 

Lögregla leitaði mannsins um helgina eftir að mannlaus kajak og bakpoki fundust á floti á sunnanverðu vatninu, við Villingavatn, á laugardag. Var beðið með leit á mánudag og þriðjudag sökum veðurs og slæmra aðstæðna. 

Seg­ir lög­regla „yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á að maður­inn hafi fallið út­byrðis, en strekk­ings­vind­ur hef­ur verið á svæðinu og aðstæður til sigl­inga ekki verið góðar. 

Að sögn belgískra fjölmiðla er maðurinn hinn 41 árs gamli Bjorn Debecker, verkfræðingur og tveggja barna faðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert