Hótaði fyrrverandi með mynd af haglabyssuskoti

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur

Karlmaður var dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að hafa haft í hótunum við fyrrverandi sambýliskonu sína, en hann sendi henni meðal annars ljósmyndir af haglabyssuskoti með hótunum sem voru til þess fallnar að vekja ótta hjá konunni um líf, heilbrigði og velferð sína.

Maðurinn sendi konunni skilaboðin í maí árið 2015, en í þeim var búið að skrifa nafn á haglabyssuskot. Meðfylgjandi voru svo eftirfarandi skilaboð „And this one yours. And i H Got one with your name on it.“

Maðurinn, sem er 25 ára, játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Hann á að baki sakaferil, en hann var ekki látinn hafa áhrif á ákvörðun refsingar. Var hæfileg refsing sem fyrr segir talin 30 dagar.

Dómurinn var kveðinn upp árið 2016, en hann var fyrst birtur á vef héraðsdóms í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert