Keypti heimsmeistarann óséðan gegnum síma

Jóhann Skúlason og Finnbogi frá Minni-Reykjum.
Jóhann Skúlason og Finnbogi frá Minni-Reykjum. Ljósmynd/LH

„Þú gætir ekki hitt betur á mig. Ég sit og horfi á sjónvarpið og borða íslenskan harðfisk,“ segir Jóhann Rúnar Skúlason sem vann til þrennra gullverðlauna á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem lauk nýverið í Berlín í Þýskalandi. Hann stóð efstur í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. Auk þess hlaut Jóhann hina eftirsóttu FEIF fjöður fyrir framúrskarandi reiðmennsku sem hann deildi með þýskum knapa.

Jóhann býr í Danmörku ásamt konu sinni Stine Larsen og börnum á hestabúgarðinum Slippen. 

Jóhann Skúlason og fjölskylda hans.
Jóhann Skúlason og fjölskylda hans. Ljósmynd/Aðsend

„Það eru margir þættir sem þurfa að spila saman til að ná þessum árangri og er hægara sagt en gert. Það þarf að toppa á réttum tíma,“ segir Jóhann um afrekið. Allmörg ár eru liðin frá því sami knapi og hestur náðu sama árangri en það gerðist síðast fyrir 24 árum eða árið 1995.   

Úrslit í bæði tölti og fjórgangi voru riðin sama dag og byrjaði Jóhann á því að landa sigri í tölti.  Nokkrum klukkutímum seinna var fjórgangur á dagskrá og Jóhann ætlaði sér líka stóra hluti þar. „Ég var verulega slakur fyrir úrslitin. Ég hugsaði að ég hefði engu að tapa. Ég var með gott fólk í kringum mig að peppa mig upp og var farinn að gæla við að þetta væri raunhæfur möguleiki,“ segir Jóhann um undirbúninginn fyrir úrslit í fjórgangi.  

„Finnbogi er algjör draumahestur. Hann er einfaldur, meðfærilegur og með ofboðslega skemmtilegt gagnlag. Hann leitast við að gera það fyrir mann sem hann er beðinn um. Það erfiðasta við hann er kannski liturinn en mér finnst hann fallegur og ég er mjög ánægður með hann,“ segir Jóhann um Finnboga sem er grár að lit og nánast hvítur allan bolinn. Það þarf því talsverða vinnu að halda honum skjannahvítum og ætla má aðstoðarfólk hans taki líka stóran þátt í því líka. 

Gott símtal frá góðum vin

Það má segja að Jóhann hafi dottið í lukkupottinn þegar hann keypti Finnboga á sínum tíma. „Ég fékk símtal frá vini mínum Agli sumarið 2010. Hann sagði mér að honum hefði fæðst fallegasta folald sem hann hefði séð og bauð mér að kaupa það af sér. Ég tók hann á orðinu og sagði honum að ég kæmi í Laufskálaréttir um haustið og skyldi skoða hann þá. Ég bað hann að halda honum frá fyrir mig. Ég fór svo og skoðaði hann og keypti um leið og ég sá hann,“ sagði Jóhann. 

Egill þessi er Þórarinsson og ræktar hross á Minni-Reykjum í Fljótunum í Skagafirði. Þeir eru æskuvinir því Jóhann ólst upp í Skagafirði. Finnbogi var fluttur úr landi til Danmerkur árið 2014 þá fjögurra vetra gamall. 

Sjöfaldur heimsmeistari í tölti

Jóhann hefur unnið til 19 gullverðlauna á Heimsmeistaramótum þar af 13 í hringvallargreinum og sex sinnum verið með kynbótahross í efsta sæti í sínum flokk. Hann hefur orðið sjö sinnum heimsmeistari í tölti á fimm hestum það eru þeir Fengur frá Íbishóli, Snarpur frá Kjartansstöðum, Hvinur frá Holtsmúla, Hnokki frá Fellskoti og nú Finnbogi frá Minni-Reykjum.

Umgjörðin var flott á vellinum í Berlín.
Umgjörðin var flott á vellinum í Berlín. ljósmynd/LH

Spurður hvaða hestar standi upp úr segir hann, að öðrum ólöstuðum, að þrír þeirra búi yfir mýksta töltlaginu en það eru þeir Finnbogi, Fengur og Hvinur. „Finnbogi er kannski fallegastur af þeim. Hann er stórstígur og stækkar mikið undir manni eins og hinir gerðu líka,“ segir Jóhann.  

Heppni að ekki kviknaði í húsinu

Áður en blaðamaður sleppir Jóhanni úr símanum í Danmörku er hann spurður hvað sé næst á dagskrá svarar hann því til að mesta vinnan núna sé að laga rafmagnið í íbúðarhúsinu sem sé ónýtt. „Það má eiginlega segja að við séum heppin að húsið hafi ekki brunnið á meðan við vorum í Berlín,” segir Jóhann. Mikið þrumu- og eldingaveður gerði í Danmörku í kringum 6. ágúst og eldingu laust niður í íbúðarhús þeirra á búgarðinum með þeim afleiðingum að allar rafmagnslagnir skemmdust sem og öll rafmagnstæki í húsinu nema sjónvarpið.

„Rafvirki vann hjá okkur í sumar að leggja nýtt rafmagn í húsið. Kannski hefði farið verr ef við hefðum ekki verið búin að því,“ segir Jóhann. Hann viðurkennir að auðveldara sé að takast á við þessi hversdagslegu leiðindi núna, enn í sigurvímu eftir afrekið. 

Jóhann og Finnbogi mæta til leiks á ný á næsta heimsmeistaramót sem fram fer í nágrenni þeirra, Herning í Danmörku eftir tvö ár og verja titil sinn. Það verður gaman að sjá hvort þeir endurtaki leikinn.

mbl.is

Innlent »

Líður illa vegna eldanna

05:30 „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“ Meira »

Dreymt um að heimsækja Ísland

05:30 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Meira »

Börn bíða í allt að 14 mánuði

05:30 „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“ Meira »

Geislavirk efni ekki skapað hættu hér

05:30 Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.  Meira »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »

Eldur kviknaði í potti á Culiacan

Í gær, 21:27 Eldur kom upp á veitingastað Culiacan á Suðurlandsbraut á níunda tímanum í kvöld og var slökkvilið kallað til. Kviknað hafði í út frá djúpsteikingarpotti og voru fjórir dælubílar og tveir sjúkrabílar sendir á staðinn þegar kallið barst. Meira »

„Stórkostleg viðurkenning á málstaðnum“

Í gær, 21:11 Vegagerðin gerir ekki athugasemd við þá kröfu landeigenda í Ingólfsfirði um að framkvæmdir við veglagningu í firðinum verði hætt á meðan úr því fæst skorið hvort Vegagerðin hafi heimild til að ráðstafa veginum, sem landeigendur telja sinn. Meira »

Ísland kenni auðmýkt gagnvart náttúru

Í gær, 20:36 Angela Merkel segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og að það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Þetta sagði kanslari Þýskalands á blaðamannafundi hennar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sumarbústað ráðherra. Meira »

Mótsögn í umræðum um sæstreng

Í gær, 20:01 Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segir mótsögn felast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem gengur út á að tryggja sameiginlegan raforkumarkað innan Evrópu, en hafna því í leiðinni að sæstrengur geti nokkurn tímann verið lagður hingað til lands. Meira »

Merkel fylgdi Katrínu í Almannagjá

Í gær, 19:31 Vel fór á með Angelu Merkel og Katrínu Jakobsdóttur þar sem forsætisráðherra tók á móti kanslaranum við Hakið á Þingvöllum í kvöld. Leiðtoginn íslenski lýsti staðháttum fyrir þeim þýska þar sem þær gengu niður Almannagjá og áleiðis í ráðherrabústaðinn þar sem fram fer blaðamannafundur. Meira »

Tafir vegna opinberra heimsókna

Í gær, 18:53 Búast má við tímabundnum umferðartöfum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og allan daginn á morgun vegna opinberra heimsókna sem nú standa yfir. Meira »

Merkel spókar sig í miðbænum

Í gær, 18:45 Til Angelu Merkel Þýskalandskanslara sást í miðbæ Reykjavíkur í eftirmiðdaginn. Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, náði sjálfu með Merkel og föruneyti. Meira »

FEB leysir til sín íbúðirnar

Í gær, 18:43 Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja sérstakt kaupréttarákvæði í lóðaleigusamningi sem kveðið er á um í kaupsamningum vegna íbúðanna sem félagið reisir í Árskógum. Meira »

Katrín tók á móti Rinne í Tjarnargötu

Í gær, 17:41 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti forsætisráðherra Finnlands, Antti Rinne, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis í dag. Þar ræddu þau um stöðu og þróun stjórn- og efnahagsmála á Íslandi og í Finnlandi, og aðgerðir í loftslagsmálum. Meira »
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Fleiri myndir af stiganum á meðfylgjandi mynd eru í möppu 110 á Fésinu okkar, (...
Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...