Keypti heimsmeistarann óséðan gegnum síma

Jóhann Skúlason og Finnbogi frá Minni-Reykjum.
Jóhann Skúlason og Finnbogi frá Minni-Reykjum. Ljósmynd/LH

„Þú gætir ekki hitt betur á mig. Ég sit og horfi á sjónvarpið og borða íslenskan harðfisk,“ segir Jóhann Rúnar Skúlason sem vann til þrennra gullverðlauna á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem lauk nýverið í Berlín í Þýskalandi. Hann stóð efstur í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. Auk þess hlaut Jóhann hina eftirsóttu FEIF fjöður fyrir framúrskarandi reiðmennsku sem hann deildi með þýskum knapa.

Jóhann býr í Danmörku ásamt konu sinni Stine Larsen og börnum á hestabúgarðinum Slippen. 

Jóhann Skúlason og fjölskylda hans.
Jóhann Skúlason og fjölskylda hans. Ljósmynd/Aðsend

„Það eru margir þættir sem þurfa að spila saman til að ná þessum árangri og er hægara sagt en gert. Það þarf að toppa á réttum tíma,“ segir Jóhann um afrekið. Allmörg ár eru liðin frá því sami knapi og hestur náðu sama árangri en það gerðist síðast fyrir 24 árum eða árið 1995.   

Úrslit í bæði tölti og fjórgangi voru riðin sama dag og byrjaði Jóhann á því að landa sigri í tölti.  Nokkrum klukkutímum seinna var fjórgangur á dagskrá og Jóhann ætlaði sér líka stóra hluti þar. „Ég var verulega slakur fyrir úrslitin. Ég hugsaði að ég hefði engu að tapa. Ég var með gott fólk í kringum mig að peppa mig upp og var farinn að gæla við að þetta væri raunhæfur möguleiki,“ segir Jóhann um undirbúninginn fyrir úrslit í fjórgangi.  

„Finnbogi er algjör draumahestur. Hann er einfaldur, meðfærilegur og með ofboðslega skemmtilegt gagnlag. Hann leitast við að gera það fyrir mann sem hann er beðinn um. Það erfiðasta við hann er kannski liturinn en mér finnst hann fallegur og ég er mjög ánægður með hann,“ segir Jóhann um Finnboga sem er grár að lit og nánast hvítur allan bolinn. Það þarf því talsverða vinnu að halda honum skjannahvítum og ætla má aðstoðarfólk hans taki líka stóran þátt í því líka. 

Gott símtal frá góðum vin

Það má segja að Jóhann hafi dottið í lukkupottinn þegar hann keypti Finnboga á sínum tíma. „Ég fékk símtal frá vini mínum Agli sumarið 2010. Hann sagði mér að honum hefði fæðst fallegasta folald sem hann hefði séð og bauð mér að kaupa það af sér. Ég tók hann á orðinu og sagði honum að ég kæmi í Laufskálaréttir um haustið og skyldi skoða hann þá. Ég bað hann að halda honum frá fyrir mig. Ég fór svo og skoðaði hann og keypti um leið og ég sá hann,“ sagði Jóhann. 

Egill þessi er Þórarinsson og ræktar hross á Minni-Reykjum í Fljótunum í Skagafirði. Þeir eru æskuvinir því Jóhann ólst upp í Skagafirði. Finnbogi var fluttur úr landi til Danmerkur árið 2014 þá fjögurra vetra gamall. 

Sjöfaldur heimsmeistari í tölti

Jóhann hefur unnið til 19 gullverðlauna á Heimsmeistaramótum þar af 13 í hringvallargreinum og sex sinnum verið með kynbótahross í efsta sæti í sínum flokk. Hann hefur orðið sjö sinnum heimsmeistari í tölti á fimm hestum það eru þeir Fengur frá Íbishóli, Snarpur frá Kjartansstöðum, Hvinur frá Holtsmúla, Hnokki frá Fellskoti og nú Finnbogi frá Minni-Reykjum.

Umgjörðin var flott á vellinum í Berlín.
Umgjörðin var flott á vellinum í Berlín. ljósmynd/LH

Spurður hvaða hestar standi upp úr segir hann, að öðrum ólöstuðum, að þrír þeirra búi yfir mýksta töltlaginu en það eru þeir Finnbogi, Fengur og Hvinur. „Finnbogi er kannski fallegastur af þeim. Hann er stórstígur og stækkar mikið undir manni eins og hinir gerðu líka,“ segir Jóhann.  

Heppni að ekki kviknaði í húsinu

Áður en blaðamaður sleppir Jóhanni úr símanum í Danmörku er hann spurður hvað sé næst á dagskrá svarar hann því til að mesta vinnan núna sé að laga rafmagnið í íbúðarhúsinu sem sé ónýtt. „Það má eiginlega segja að við séum heppin að húsið hafi ekki brunnið á meðan við vorum í Berlín,” segir Jóhann. Mikið þrumu- og eldingaveður gerði í Danmörku í kringum 6. ágúst og eldingu laust niður í íbúðarhús þeirra á búgarðinum með þeim afleiðingum að allar rafmagnslagnir skemmdust sem og öll rafmagnstæki í húsinu nema sjónvarpið.

„Rafvirki vann hjá okkur í sumar að leggja nýtt rafmagn í húsið. Kannski hefði farið verr ef við hefðum ekki verið búin að því,“ segir Jóhann. Hann viðurkennir að auðveldara sé að takast á við þessi hversdagslegu leiðindi núna, enn í sigurvímu eftir afrekið. 

Jóhann og Finnbogi mæta til leiks á ný á næsta heimsmeistaramót sem fram fer í nágrenni þeirra, Herning í Danmörku eftir tvö ár og verja titil sinn. Það verður gaman að sjá hvort þeir endurtaki leikinn.

mbl.is

Innlent »

Lífsgæði aukast með styttri vinnuviku

16:00 Lífsgæði jukust í kjölfar styttingu vinnuvikunnar og starfsfólki leið betur bæði beima og í vinnu, 12 mánuðum eftir að henni var hrint í framkvæmd. Þetta eru niðurstöður rannsóknar félagsmálaráðuneytisins á tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. Skýrsla um efnið var gefin út í dag. Meira »

Nálgast tvö þúsund tonn af makríl

15:55 Alls hafa færabátar veitt um 1.886 tonn af makríl það sem af er liðið vertíðinni á þessu sumri. Á sama tíma á síðasta ári hafði 2.021 tonni verið landað, en það er þrátt fyrir að veiðarn í ár hafi hafist töluvert fyrr í ár en í fyrra. Meira »

Gert lítið úr þátttöku Katrínar

15:25 Orðræða sumra í fjölmiðlum síðustu daga vegna ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að vera ekki viðstödd heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í byrjun næsta mánaðar „segir sitt um viðhorf og firringu þeirra sem henni hafa haldið á lofti,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Meira »

Veirusjúkdómar greinast í kjúklingum

15:13 Tveir veirusjúkdómar hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Búið er í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Meira »

„Framganga Ragnars með ólíkindum“

15:09 „Ég hef ekki framið neitt lögbrot það er alveg á hreinu,“ eru fyrstu viðbrögð Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er hún er innt álits á ásökunum formanns VR um að hún hafi brotið lög. Meira »

Ekki lengur óútskýrður launamismunur

15:05 Óútskýrður launamismunur er ekki lengur til staðar hjá Hafnarfjarðarbæ, samkvæmt niðurstöðu viðhaldsúttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

4 mánuðir fyrir stuld á kjúklingabringum

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi vegna ítrekaðs búðarhnupls. Maðurinn hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi frá 10. júlí síðastliðnum. Honum er einnig gert að greiða matvöruversluninni Krónunni rúmlega 130 þúsund krónur í skaðabætur auk vaxta. Meira »

Hlaupa fyrir „ofurmennin“

14:34 „Okkur finnst þau svo sterk og dugleg, bara eins og ofurmenni. Þau eru svo dugleg að geta farið í gegnum þetta,“ segja systurnar Katla og Salka Ómarsdætur sem munu hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinsjúkra barna. Systurnar eru 7 og 11 ára gamlar. Meira »

Sakar Guðrúnu og SA um lögbrot

14:05 Þrátt fyrir að stjórn VR hafi skipað fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í samræmi við álit Fjármálaeftirlitsins neitar Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar sjóðsins, að tilkynna eftirlitinu um skipun nýrrar stjórnar og boða stjórnarfund. Þetta fullyrðir formaður VR. Meira »

Bílvelta við Núpstað

13:57 Suðurlandsvegi við Núpstað, til móts við Lómagnúp, hefur verið lokað tímabundið vegna umferðarslyss.   Meira »

„Landsbyggðin hefur setið eftir“

13:54 Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur hrundið í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Meira »

4,5 milljarða endurbætur dragi úr mengun

13:36 Endurbætur á kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík, sem áður var í eigu United Silicon, munu draga verulega úr mengun frá verksmiðjunni, þar með talið lyktarmengun í nærliggjandi íbúðabyggð. 10% aukning verður á heildarlosun Íslands á gróðurhúsalofttegundum er verksmiðjan verður gangsett. Meira »

Sjötíu ný stúdentaherbergi á lóð HÍ

13:13 Stúdentaíbúðir munu rísa á lóð Háskóla Íslands við Gamla-Garð samkvæmt breyttu deiliskipulagi sem borgarráð samþykkti í gær.  Meira »

Austasti hluti Reynisfjöru áfram lokaður

12:45 Austasti hluti Reynisfjöru verður áfram lokaður þar sem enn er hætta á berghruni úr suðurhlíð Reynisfjalls. Þetta var ákveðið á fundi fulltrúa frá lögreglunni á Suðurlandi, rekstraraðilum í Svörtu-Fjöru, hluta landeigenda í Reynisfjöru, sveitarstjóra Mýrdalshrepps og fulltrúum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar. Meira »

Tveir dómarar við Hæstarétt að hætta

12:39 Tveir dómarar við Hæstarétt Íslands hafa beðist lausnar frá störfum, þeir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson. Dómsmálaráðherra kynnti þetta á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn fötluðum konum

12:34 55 ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum fötluðum konum, en hann var í vikunni úrskurðaður í nágunarbann gagnvart einni þeirra. Konurnar krefja manninn um tíu milljónir króna í miskabætur. Meira »

„Auðvitað hrekkur maður í kút“

11:53 „Auðvitað hrekkur maður í kút þegar maður sér þetta, þetta er mikið. En þetta er ekkert sem kemur manni í rauninni á óvart,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi, um skriðuna sem féll í Reynisfjöru á þriðjudag. Meira »

Fleiri kaupendur horfi til dómsmálsins

11:46 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður hjóna sem standa í aðfararmáli gegn FEB, segir í samtali við mbl.is að hún viti til þess að fleiri kaupendur, sem enn hafa ekki fallist á að greiða hærra verð fyrir íbúðir sínar, skoði stöðu sína og fylgist með framvindu dómsmálsins. Meira »

„Guðrún gríðarlega hæf“

11:22 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir af og frá að ákveðið hafi verið að Guðrún Johnsen verði stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hún er einn fjögurra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í stjórn sjóðsins eftir að fulltrúaráð félagsins ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna. Meira »
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Fleiri myndir af stiganum á meðfylgjandi mynd eru í möppu 110 á Fésinu okkar, (...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...