Keypti heimsmeistarann óséðan gegnum síma

Jóhann Skúlason og Finnbogi frá Minni-Reykjum.
Jóhann Skúlason og Finnbogi frá Minni-Reykjum. Ljósmynd/LH

„Þú gætir ekki hitt betur á mig. Ég sit og horfi á sjónvarpið og borða íslenskan harðfisk,“ segir Jóhann Rúnar Skúlason sem vann til þrennra gullverðlauna á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem lauk nýverið í Berlín í Þýskalandi. Hann stóð efstur í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. Auk þess hlaut Jóhann hina eftirsóttu FEIF fjöður fyrir framúrskarandi reiðmennsku sem hann deildi með þýskum knapa.

Jóhann býr í Danmörku ásamt konu sinni Stine Larsen og börnum á hestabúgarðinum Slippen. 

Jóhann Skúlason og fjölskylda hans.
Jóhann Skúlason og fjölskylda hans. Ljósmynd/Aðsend

„Það eru margir þættir sem þurfa að spila saman til að ná þessum árangri og er hægara sagt en gert. Það þarf að toppa á réttum tíma,“ segir Jóhann um afrekið. Allmörg ár eru liðin frá því sami knapi og hestur náðu sama árangri en það gerðist síðast fyrir 24 árum eða árið 1995.   

Úrslit í bæði tölti og fjórgangi voru riðin sama dag og byrjaði Jóhann á því að landa sigri í tölti.  Nokkrum klukkutímum seinna var fjórgangur á dagskrá og Jóhann ætlaði sér líka stóra hluti þar. „Ég var verulega slakur fyrir úrslitin. Ég hugsaði að ég hefði engu að tapa. Ég var með gott fólk í kringum mig að peppa mig upp og var farinn að gæla við að þetta væri raunhæfur möguleiki,“ segir Jóhann um undirbúninginn fyrir úrslit í fjórgangi.  

„Finnbogi er algjör draumahestur. Hann er einfaldur, meðfærilegur og með ofboðslega skemmtilegt gagnlag. Hann leitast við að gera það fyrir mann sem hann er beðinn um. Það erfiðasta við hann er kannski liturinn en mér finnst hann fallegur og ég er mjög ánægður með hann,“ segir Jóhann um Finnboga sem er grár að lit og nánast hvítur allan bolinn. Það þarf því talsverða vinnu að halda honum skjannahvítum og ætla má aðstoðarfólk hans taki líka stóran þátt í því líka. 

Gott símtal frá góðum vin

Það má segja að Jóhann hafi dottið í lukkupottinn þegar hann keypti Finnboga á sínum tíma. „Ég fékk símtal frá vini mínum Agli sumarið 2010. Hann sagði mér að honum hefði fæðst fallegasta folald sem hann hefði séð og bauð mér að kaupa það af sér. Ég tók hann á orðinu og sagði honum að ég kæmi í Laufskálaréttir um haustið og skyldi skoða hann þá. Ég bað hann að halda honum frá fyrir mig. Ég fór svo og skoðaði hann og keypti um leið og ég sá hann,“ sagði Jóhann. 

Egill þessi er Þórarinsson og ræktar hross á Minni-Reykjum í Fljótunum í Skagafirði. Þeir eru æskuvinir því Jóhann ólst upp í Skagafirði. Finnbogi var fluttur úr landi til Danmerkur árið 2014 þá fjögurra vetra gamall. 

Sjöfaldur heimsmeistari í tölti

Jóhann hefur unnið til 19 gullverðlauna á Heimsmeistaramótum þar af 13 í hringvallargreinum og sex sinnum verið með kynbótahross í efsta sæti í sínum flokk. Hann hefur orðið sjö sinnum heimsmeistari í tölti á fimm hestum það eru þeir Fengur frá Íbishóli, Snarpur frá Kjartansstöðum, Hvinur frá Holtsmúla, Hnokki frá Fellskoti og nú Finnbogi frá Minni-Reykjum.

Umgjörðin var flott á vellinum í Berlín.
Umgjörðin var flott á vellinum í Berlín. ljósmynd/LH

Spurður hvaða hestar standi upp úr segir hann, að öðrum ólöstuðum, að þrír þeirra búi yfir mýksta töltlaginu en það eru þeir Finnbogi, Fengur og Hvinur. „Finnbogi er kannski fallegastur af þeim. Hann er stórstígur og stækkar mikið undir manni eins og hinir gerðu líka,“ segir Jóhann.  

Heppni að ekki kviknaði í húsinu

Áður en blaðamaður sleppir Jóhanni úr símanum í Danmörku er hann spurður hvað sé næst á dagskrá svarar hann því til að mesta vinnan núna sé að laga rafmagnið í íbúðarhúsinu sem sé ónýtt. „Það má eiginlega segja að við séum heppin að húsið hafi ekki brunnið á meðan við vorum í Berlín,” segir Jóhann. Mikið þrumu- og eldingaveður gerði í Danmörku í kringum 6. ágúst og eldingu laust niður í íbúðarhús þeirra á búgarðinum með þeim afleiðingum að allar rafmagnslagnir skemmdust sem og öll rafmagnstæki í húsinu nema sjónvarpið.

„Rafvirki vann hjá okkur í sumar að leggja nýtt rafmagn í húsið. Kannski hefði farið verr ef við hefðum ekki verið búin að því,“ segir Jóhann. Hann viðurkennir að auðveldara sé að takast á við þessi hversdagslegu leiðindi núna, enn í sigurvímu eftir afrekið. 

Jóhann og Finnbogi mæta til leiks á ný á næsta heimsmeistaramót sem fram fer í nágrenni þeirra, Herning í Danmörku eftir tvö ár og verja titil sinn. Það verður gaman að sjá hvort þeir endurtaki leikinn.

mbl.is

Innlent »

Heimsókn eftir sjö áratugi

17:30 Fjarlægð og tími fá ekki grandað fallegum vinskap vinkvennanna Ásu Jónsdóttur og danskrar æskuvinkonu hennar Anne Lise Caiezza. Nú, tæpum sjö áratugum síðar er Anne Lise loks komin í heimsókn til Íslands í fyrsta sinn. Meira »

Fékk áfall þegar hann sá myndbandið

16:35 Ugg setur að íbúum í Vesturbænum eftir að íbúi á Álagranda birti myndband af bréfbera sem reyndi að fara inn á heimili hans að næturlagi. Póstdreifing sá til þess að bréfberanum yrði vikið úr starfi. Meira »

Hvað viltu vinkonu minni?

15:50 „Fram að þessu höfum við ekki haft tækjabúnað til að kanna nákvæmlega hversu langt kríurnar fara, hvaða leiðir þær fara og hversu oft þær stoppa á leiðinni, ef þær stoppa þá yfirleitt, hvað þær eru lengi á leiðinni og hversu hátt þær fljúga, svo dæmi sé tekið.“ Meira »

Leit með kafbáti ekki borið árangur

14:50 Leit að líki belgíska ferðamannsins sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn í vikunni hófst að nýju klukkan níu í morgun og stendur enn yfir. Í dag hefur leitin einungis farið fram með litlum kafbáti eða neðansjávardróna sem stjórnað er af tveimur mönnum í báti. Meira »

Launahækkanir ríkisforstjóra „sláandi“

13:27 „Mér finnst mest sláandi við þetta hvað það er við fyrstu sýn mikið ósamræmi í launaákvörðunum eftir fyrirtækjum. Það er merkilegt að sjá að það virðist ekki vera nein samræmd stefna ríkisins hvað varðar þessi mál,“ segir þingmaður Viðreisnar, um launahækkanir ríkisforstjóra síðustu tvö ár. Meira »

Okjökull kvaddur með viðhöfn

12:48 „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok en hann er fyrstur íslenskra jökla til að hverfa á tímum loftslagsbreytinga,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem í dag er viðstödd fjölmenna minningarathöfn um Okjökul í Borgarfirði. Meira »

Samband Íslands og Þýskalands

12:15 „Þessar heimsóknir leiðtoga Þýskalands leiða hugann að margþættu sambandi ríkjanna tveggja, Íslands og Þýskalands, sem á sér aldalanga sögu,“ skrifar Svana Helen Björnsdóttir í tilefni af komu Angelu Merkel Þýskalandskanslara til Íslands á morgun. Meira »

Skynsamlegra að RÚV sé á fjárlögum

08:48 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það sé ef til vill skynsamlegt að leggja niður útvarpsgjaldið og setja starfsemi RÚV alfarið á fjárlög. Honum líst vel á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, en segir það aðra umræðu hvort „bæta“ þurfi ríkisfyrirtækinu tekjutapið. Meira »

Leituðu að vopnuðum manni

07:32 Fjölmennt lögreglulið leitaði að vopnuðum manni í Breiðholti í gærkvöldi og í nótt, en um kl. 23 í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um að maður væri á ferð í hverfinu með haglabyssu. Meira »

Eldur eftir flugeldasýningu í Hveragerði

07:24 Talsverður eldur kviknaði í gróðri í Hveragerði laust fyrir kl. 23 í gærkvöldi, við skotpall flugeldasýningar sem þar var haldin í tilefni bæjarhátíðar. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri birti myndskeið af slökkvistarfinu. Meira »

Hyggst kæra ólögmæta handtöku

Í gær, 22:32 „Ég er hissa á lygunum sem lögreglan lætur frá sér og mér finnst mjög sárt að vera handtekinn fyrir það hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég gerði. Ég hélt að slík vinnubrögð liðust ekki,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, sem var handtekin fyrir meint mótmæli í miðri Gleðigöngunni fyrr í dag. Meira »

Leit með sónar skilaði ekki árangri

Í gær, 20:49 Leitin að belgíska ferðamanninum sem talin er hafa fallið ofan í Þingvallavatn hélt áfram í dag með köfurum, þyrlu og sónartækjum sem skönnuðu botninn þar sem það var hægt. Þetta segir Gunnar Ingi Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita. Meira »

Ríkisstjórnin styrkir Reykjavíkurleikana

Í gær, 20:45 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fjögurra milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til Reykjavíkurleikanna sem haldnir verða árið 2020, en Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur ásamt sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Reykjavíkurborg haldið Reykjavíkurleikana frá árinu 2008. Meira »

Bílstjóri Dr Strangelove

Í gær, 20:40 Á sjöunda áratugnum starfaði listamaðurinn Jón Valgeir Stefánsson sem bílstjóri í Berkeley, en meðal farþega hans var eðlisfræðingurinn Edward Teller, sem er að mörgum talinn faðir vetnissprengjunnar. Teller er fyrirmynd kvikmyndapersónunnar Dr Strangelove í samnefndri mynd Stanley Kubrick. Meira »

Vekur athygli á ofbeldi gegn börnum

Í gær, 20:20 Einar Hansberg Árnason lagði í gær af stað í hringferð til að styðja átak UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum. Á einni viku, eða til 24. ágúst ætlar hann að stoppa í 36 sveitarfélögum og róa, skíða eða hjóla í sérstökum þrektækjum 13.000 metra á hverjum stað, einn metra fyrir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Enginn hlaut 100 milljónirnar

Í gær, 19:38 Fyrsti vinningur lottósins gekk ekki út í kvöld en hann hljóðaði upp á rúmlega eitt hundrað milljónir króna. Fyrsti vinnungur verður því áttfaldur eftir viku. Meira »

150 milljónirnar „ótrúlegt bruðl“

Í gær, 18:52 „Það slær mann sem ótrúlegt bruðl,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið spurður um 150 milljóna króna starfslokasamning Arion banka við Höskuld Ólafsson, fyrrverandi bankastjóra bankans. Meira »

Metfjöldi á Ísdegi Kjörís í Hveragerði

Í gær, 18:37 „Þetta hefur gengið rosalega vel, alveg meiriháttar. Ég held við höfum sjaldan verið með jafn marga gesti og í dag,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, í samtali við mbl.is um Ísdag Kjöríss sem haldin var í dag samhliða bæjarhátíðinni Blómstrandi dagar í Hveragerði. Lúsmísinn kom vel út. Meira »

Tekur ekki bara fallegar myndir

Í gær, 18:00 Chris Burkard, ljósmyndari og ævintýramaður, ferðast til allra heimshorna til að taka ótrúlegar landslagsmyndir sem og myndir af fólki við krefjandi aðstæður. Hann nýtur gífurlegra vinsælda, heldur úti instagram reikningi með milljónum fylgenda og hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims. Meira »
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Arkitektar og verkfræðingar: Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...