Norðmaður með risavinning

Hinn alíslenski þriðji vinningur gekk ekki ít í Víkingalottóútdrætti kvöldsins …
Hinn alíslenski þriðji vinningur gekk ekki ít í Víkingalottóútdrætti kvöldsins og verður hann því þrefaldur í næstu viku.

Fyrsti og annar vinningur gengu hvorir tveggja út í útdrætti kvöldsins í Víkingalottó. Enginn var hins vegar með hinn alíslenska þriðja vinning og verður hann því þrefaldur í næstu viku. 

Norðmaður sat aleinn að fyrsta vinningi og hlýtur hann rétt um 1,4 milljarða í vinning. Tveir skiptu með sér öðrum vinningi og hlýtur hvor þeirra 16,9 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Litháen.

mbl.is