Ófullnægjandi fitusprenging í nýmjólkurfernum

Nýmjólk Einungis lítill hluti var ekki nógu vel fitusprengdur.
Nýmjólk Einungis lítill hluti var ekki nógu vel fitusprengdur. mbl.is/Árni Sæberg

Ófullnægjandi fitusprenging olli því að mjólk í nýmjólkurfernum án tappa, sem framleidd var með best-fyrir-dagsetningu 13. ágúst 2019, var í sumum tilfellum súr og kekkjótt þegar viðskiptavinir keyptu fernurnar í síðustu viku.

Mjólkin er frá Mjólkursamsölunni og segir Sunna Gunnars Marteinsdóttir, verkefnastjóri í upplýsinga- og fræðslumálum hjá Mjólkursamsölunni, að tólf ábendingar hafi borist vegna hennar.

„Ástæðan er ófullnægjandi fitusprenging þar sem fitan leggst ofan á mjólkina í fernunni með tímanum, eftir að henni er pakkað og hún farin í sölu. Óhætt er að neyta innihaldsins, það er í raun ekkert að mjólkinni, en neytendur sem eiga nýmjólk í fernu án tappa með best fyrir 13. ágúst 2019 eru velkomnir með mjólkina til Mjólkursamsölunnar og fá smá glaðning í staðinn fyrir óþægindin,“ segir Sunna í umfjöllun um mál þettaí Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert