Rannsaka matarsóun heimila og fyrirtækja

Um 1.000 heimili og 700-800 fyrirtæki beðin um að taka ...
Um 1.000 heimili og 700-800 fyrirtæki beðin um að taka þátt í rannsókninni og verða þátttakendur beðnir um að vigta þann mat og matarúrganga sem fara til spillis. mbl.is/Golli

Matarsóun hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri í tengslum við aukna umhverfisvitund. Umhverfisstofnun er nú að hrinda af stað ítarlegri rannsókn á umfangi matarsóunar á Íslandi árið 2019. Verður í næstu viku byrjað að hringja út til ríflega 1.000 heimila sem lenda í slembiúrtaki og verður heimilisfólk beðið um að taka þátt í rannsókninni.

„Fólk talar um það hér og það er líka mín tilfinning að það hafi átt sér stað vitundarvakning varðandi matarsóun,“ segir Margrét Einarsdóttir, umsjónarmaður rannsóknarinnar og sérfræðingur á sviði loftlagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun. „Það hefur verið mikil umræða sl. 1-2 árin um loftslagsmálin og hvernig okkar mikla neysla hér á Vesturlöndum er að hafa áhrif á umhverfið.“ 

Að sögn Margrétar verða um 1.000 heimili og 700-800 fyrirtæki beðin um að taka þátt í rannsókninni og verða þátttakendur beðnir um að vigta þann mat og matarúrganga sem fara til spillis.

Árið 2016 sóaði hver Íslendingur 23 kg af ætilegum mat.
Árið 2016 sóaði hver Íslendingur 23 kg af ætilegum mat. mbl.is/Árni

Sóuðu 23 kg af ætilegum mat 

Margrét segir ekki flókið að taka þátt. „Við erum með rafræna skráningagátt, en getum svo líka sent dagbók á pappírsformi á þá sem það vilja.“ Umhverfisstofnun mælir svo með að fólk sé með eitt ílát fyrir matarafanga í eldhúsinu og annað fyrir matarúrganga og mæli svo magnið sem þar safnast eftir daginn og skrái niður.

Umhverfisstofnun lét gera sambærilega rannsókn vorið 2016. Margrét segir viðhorf fólks þá almennt hafa verið jákvætt til verkefnisins. „Það var hins vegar brestur á að fólk tæki sig til og skráði og tæki saman þessa matarsóun og sendi okkur upplýsingarnar, þannig að það hefði mátt vera betri þátttaka,“ segir hún.

Samkvæmt þeirri rannsókn sóaði hver Íslendingur um 23 kg af ætilegum mat. 39 kg af því sem var flokkaðist sem matarúrgangar fór í ruslið, 22 kg af matarolíu og fitu var helt niður og tæpum 200 lítrum af drykkjarvökva.

„Við miðuðum okkar aðferð við finnska rannsókn og þar voru niðurstöður svipaðar,“ segir Margrét og bætir við að enn sé verið að þróa aðferðir og því geti samanburður milli landa verið vandasamur.

„Hvað þessa rannsókn varðar getum við hins vegar nokkuð gefið okkur að þetta sé vanmat frekar en ofmat.“

Hún útskýrir að fólk sé frekar að gleyma að vigta, eða sleppi því að taka þátt og eins vanti inn árlega sveiflu í matarsóun heimila tengdum hátíðarhöldum.

„Það má alveg gefa sér að fólk hendi mat eftir veisluhöld,“ segir Margrét og kveður einnig grun um vanmat varðandi matarsóun tengda tiltekt í ísskápnum og öðrum eldhússkápum.

Sömu aðferðafræði er beitt við rannsóknina nú og segir hún áhugavert verða að sjá hvort að niðurstöðurnar nú sýni að aukin vitund um matarsóun feli í sér að fólk sé að draga úr neyslu sinni.

Matarsóunarrannsóknin er gerð með styrk frá Evrópsku hagstofunni (EUROSTAT og er tilgangurinn að afla hagtalna um umfang matarsóunar á Íslandi.

mbl.is

Innlent »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son, lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameins tilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

Í gær, 19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

Í gær, 18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »

Stöðvuðu kannabisrækt í Kópavogi

Í gær, 18:33 Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð lögreglu í Grafarholti um ellefuleytið í morgun vegna erlendra verkamanna sem voru þar í vinnu án allra réttinda. Þá stöðvaði lögregla kannabisræktun í Kópavogi. Meira »

Fatlaður drengur rekinn eftir tvo daga

Í gær, 18:08 Freyr Vilmundarson er fatlaður drengur sem var rekinn úr sérdeild Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir fötluð börn eftir aðeins tvo daga í námi. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn. Meira »

„Ekki margar konur úr að velja“

Í gær, 17:59 „Hann hefur sagst ætla að gera tillögu innan þingflokksins, en ómögulegt a segja hver hún verður,“ svarar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er blaðamaður spyr hvort hægt sé að spá fyrir hver tillaga Bjarna Benediktssonar verður um skipun nýs dómsmálaráðherra. Meira »

Opna netverslun fyrir íslenskan fisk

Í gær, 17:21 Captain's Box hyggst selja hágæða sjávarafurðir í áskrift og senda vítt og breitt um Bandaríkin í umhverfisvænum umbúðum sem halda fiskinum köldum. Meira »

Ólík tíðni banaslysa í umferðinni

Í gær, 17:07 Sviðsljós Tíðni banaslysa í umferðinni í Evrópu er afar misjöfn eftir löndum samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins á fjölda þeirra sem létust í umferðinni í 32 Evrópulöndum á árinu 2017. Meira »

Hlé gert á formlegri leit að sinni

Í gær, 16:47 Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn 10. ágúst. Áfram verður fylgst með vatninu, en komi ekkert nýtt upp verða bakkar þess gengnir að þremur til fjórum vikum liðnum. Meira »

Skora á Katrínu að lýsa yfir neyðarástandi

Í gær, 16:39 Píratahreyfingin tekur undir áskorun helstu náttúruverndarsamtaka landsins og skorar á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Meira »

Hvetur Breta til EES-aðildar

Í gær, 16:34 „Ég efast ekki um að Bretlandi mun farna vel eftir útgöngu úr Evrópusambandinu, hvort sem það er með samningi eða ekki,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og leggur til að Bretland gangi tímabundið í EES í aðsendri grein sem birt hefur verið á vef Spectator í Bretlandi. Meira »
TIL LEIGU VIÐ ÁRMÚLA
TIL LEIGU ÁRMÚLI gott 125 m2 iðnaðar-húsnæði við Ármúla, fín lofthæð, rúmgóð mal...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi, ra...