Rannsaka matarsóun heimila og fyrirtækja

Um 1.000 heimili og 700-800 fyrirtæki beðin um að taka ...
Um 1.000 heimili og 700-800 fyrirtæki beðin um að taka þátt í rannsókninni og verða þátttakendur beðnir um að vigta þann mat og matarúrganga sem fara til spillis. mbl.is/Golli

Matarsóun hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri í tengslum við aukna umhverfisvitund. Umhverfisstofnun er nú að hrinda af stað ítarlegri rannsókn á umfangi matarsóunar á Íslandi árið 2019. Verður í næstu viku byrjað að hringja út til ríflega 1.000 heimila sem lenda í slembiúrtaki og verður heimilisfólk beðið um að taka þátt í rannsókninni.

„Fólk talar um það hér og það er líka mín tilfinning að það hafi átt sér stað vitundarvakning varðandi matarsóun,“ segir Margrét Einarsdóttir, umsjónarmaður rannsóknarinnar og sérfræðingur á sviði loftlagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun. „Það hefur verið mikil umræða sl. 1-2 árin um loftslagsmálin og hvernig okkar mikla neysla hér á Vesturlöndum er að hafa áhrif á umhverfið.“ 

Að sögn Margrétar verða um 1.000 heimili og 700-800 fyrirtæki beðin um að taka þátt í rannsókninni og verða þátttakendur beðnir um að vigta þann mat og matarúrganga sem fara til spillis.

Árið 2016 sóaði hver Íslendingur 23 kg af ætilegum mat.
Árið 2016 sóaði hver Íslendingur 23 kg af ætilegum mat. mbl.is/Árni

Sóuðu 23 kg af ætilegum mat 

Margrét segir ekki flókið að taka þátt. „Við erum með rafræna skráningagátt, en getum svo líka sent dagbók á pappírsformi á þá sem það vilja.“ Umhverfisstofnun mælir svo með að fólk sé með eitt ílát fyrir matarafanga í eldhúsinu og annað fyrir matarúrganga og mæli svo magnið sem þar safnast eftir daginn og skrái niður.

Umhverfisstofnun lét gera sambærilega rannsókn vorið 2016. Margrét segir viðhorf fólks þá almennt hafa verið jákvætt til verkefnisins. „Það var hins vegar brestur á að fólk tæki sig til og skráði og tæki saman þessa matarsóun og sendi okkur upplýsingarnar, þannig að það hefði mátt vera betri þátttaka,“ segir hún.

Samkvæmt þeirri rannsókn sóaði hver Íslendingur um 23 kg af ætilegum mat. 39 kg af því sem var flokkaðist sem matarúrgangar fór í ruslið, 22 kg af matarolíu og fitu var helt niður og tæpum 200 lítrum af drykkjarvökva.

„Við miðuðum okkar aðferð við finnska rannsókn og þar voru niðurstöður svipaðar,“ segir Margrét og bætir við að enn sé verið að þróa aðferðir og því geti samanburður milli landa verið vandasamur.

„Hvað þessa rannsókn varðar getum við hins vegar nokkuð gefið okkur að þetta sé vanmat frekar en ofmat.“

Hún útskýrir að fólk sé frekar að gleyma að vigta, eða sleppi því að taka þátt og eins vanti inn árlega sveiflu í matarsóun heimila tengdum hátíðarhöldum.

„Það má alveg gefa sér að fólk hendi mat eftir veisluhöld,“ segir Margrét og kveður einnig grun um vanmat varðandi matarsóun tengda tiltekt í ísskápnum og öðrum eldhússkápum.

Sömu aðferðafræði er beitt við rannsóknina nú og segir hún áhugavert verða að sjá hvort að niðurstöðurnar nú sýni að aukin vitund um matarsóun feli í sér að fólk sé að draga úr neyslu sinni.

Matarsóunarrannsóknin er gerð með styrk frá Evrópsku hagstofunni (EUROSTAT og er tilgangurinn að afla hagtalna um umfang matarsóunar á Íslandi.

mbl.is

Innlent »

Heimsókn eftir sjö áratugi

17:30 Fjarlægð og tími fá ekki grandað fallegum vinskap vinkvennanna Ásu Jónsdóttur og danskrar æskuvinkonu hennar Anne Lise Caiezza. Nú, tæpum sjö áratugum síðar er Anne Lise loks komin í heimsókn til Íslands í fyrsta sinn. Meira »

Fékk áfall þegar hann sá myndbandið

16:35 Ugg setur að íbúum í Vesturbænum eftir að íbúi á Álagranda birti myndband af bréfbera sem reyndi að fara inn á heimili hans að næturlagi. Póstdreifing sá til þess að bréfberanum yrði vikið úr starfi. Meira »

Hvað viltu vinkonu minni?

15:50 „Fram að þessu höfum við ekki haft tækjabúnað til að kanna nákvæmlega hversu langt kríurnar fara, hvaða leiðir þær fara og hversu oft þær stoppa á leiðinni, ef þær stoppa þá yfirleitt, hvað þær eru lengi á leiðinni og hversu hátt þær fljúga, svo dæmi sé tekið.“ Meira »

Leit með kafbáti ekki borið árangur

14:50 Leit að líki belgíska ferðamannsins sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn í vikunni hófst að nýju klukkan níu í morgun og stendur enn yfir. Í dag hefur leitin einungis farið fram með litlum kafbáti eða neðansjávardróna sem stjórnað er af tveimur mönnum í báti. Meira »

Launahækkanir ríkisforstjóra „sláandi“

13:27 „Mér finnst mest sláandi við þetta hvað það er við fyrstu sýn mikið ósamræmi í launaákvörðunum eftir fyrirtækjum. Það er merkilegt að sjá að það virðist ekki vera nein samræmd stefna ríkisins hvað varðar þessi mál,“ segir þingmaður Viðreisnar, um launahækkanir ríkisforstjóra síðustu tvö ár. Meira »

Okjökull kvaddur með viðhöfn

12:48 „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok en hann er fyrstur íslenskra jökla til að hverfa á tímum loftslagsbreytinga,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem í dag er viðstödd fjölmenna minningarathöfn um Okjökul í Borgarfirði. Meira »

Samband Íslands og Þýskalands

12:15 „Þessar heimsóknir leiðtoga Þýskalands leiða hugann að margþættu sambandi ríkjanna tveggja, Íslands og Þýskalands, sem á sér aldalanga sögu,“ skrifar Svana Helen Björnsdóttir í tilefni af komu Angelu Merkel Þýskalandskanslara til Íslands á morgun. Meira »

Skynsamlegra að RÚV sé á fjárlögum

08:48 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það sé ef til vill skynsamlegt að leggja niður útvarpsgjaldið og setja starfsemi RÚV alfarið á fjárlög. Honum líst vel á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, en segir það aðra umræðu hvort „bæta“ þurfi ríkisfyrirtækinu tekjutapið. Meira »

Leituðu að vopnuðum manni

07:32 Fjölmennt lögreglulið leitaði að vopnuðum manni í Breiðholti í gærkvöldi og í nótt, en um kl. 23 í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um að maður væri á ferð í hverfinu með haglabyssu. Meira »

Eldur eftir flugeldasýningu í Hveragerði

07:24 Talsverður eldur kviknaði í gróðri í Hveragerði laust fyrir kl. 23 í gærkvöldi, við skotpall flugeldasýningar sem þar var haldin í tilefni bæjarhátíðar. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri birti myndskeið af slökkvistarfinu. Meira »

Hyggst kæra ólögmæta handtöku

Í gær, 22:32 „Ég er hissa á lygunum sem lögreglan lætur frá sér og mér finnst mjög sárt að vera handtekinn fyrir það hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég gerði. Ég hélt að slík vinnubrögð liðust ekki,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, sem var handtekin fyrir meint mótmæli í miðri Gleðigöngunni fyrr í dag. Meira »

Leit með sónar skilaði ekki árangri

Í gær, 20:49 Leitin að belgíska ferðamanninum sem talin er hafa fallið ofan í Þingvallavatn hélt áfram í dag með köfurum, þyrlu og sónartækjum sem skönnuðu botninn þar sem það var hægt. Þetta segir Gunnar Ingi Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita. Meira »

Ríkisstjórnin styrkir Reykjavíkurleikana

Í gær, 20:45 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fjögurra milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til Reykjavíkurleikanna sem haldnir verða árið 2020, en Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur ásamt sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Reykjavíkurborg haldið Reykjavíkurleikana frá árinu 2008. Meira »

Bílstjóri Dr Strangelove

Í gær, 20:40 Á sjöunda áratugnum starfaði listamaðurinn Jón Valgeir Stefánsson sem bílstjóri í Berkeley, en meðal farþega hans var eðlisfræðingurinn Edward Teller, sem er að mörgum talinn faðir vetnissprengjunnar. Teller er fyrirmynd kvikmyndapersónunnar Dr Strangelove í samnefndri mynd Stanley Kubrick. Meira »

Vekur athygli á ofbeldi gegn börnum

Í gær, 20:20 Einar Hansberg Árnason lagði í gær af stað í hringferð til að styðja átak UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum. Á einni viku, eða til 24. ágúst ætlar hann að stoppa í 36 sveitarfélögum og róa, skíða eða hjóla í sérstökum þrektækjum 13.000 metra á hverjum stað, einn metra fyrir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Enginn hlaut 100 milljónirnar

Í gær, 19:38 Fyrsti vinningur lottósins gekk ekki út í kvöld en hann hljóðaði upp á rúmlega eitt hundrað milljónir króna. Fyrsti vinnungur verður því áttfaldur eftir viku. Meira »

150 milljónirnar „ótrúlegt bruðl“

Í gær, 18:52 „Það slær mann sem ótrúlegt bruðl,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið spurður um 150 milljóna króna starfslokasamning Arion banka við Höskuld Ólafsson, fyrrverandi bankastjóra bankans. Meira »

Metfjöldi á Ísdegi Kjörís í Hveragerði

Í gær, 18:37 „Þetta hefur gengið rosalega vel, alveg meiriháttar. Ég held við höfum sjaldan verið með jafn marga gesti og í dag,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, í samtali við mbl.is um Ísdag Kjöríss sem haldin var í dag samhliða bæjarhátíðinni Blómstrandi dagar í Hveragerði. Lúsmísinn kom vel út. Meira »

Tekur ekki bara fallegar myndir

Í gær, 18:00 Chris Burkard, ljósmyndari og ævintýramaður, ferðast til allra heimshorna til að taka ótrúlegar landslagsmyndir sem og myndir af fólki við krefjandi aðstæður. Hann nýtur gífurlegra vinsælda, heldur úti instagram reikningi með milljónum fylgenda og hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims. Meira »
Bilskúr, geymsla Hvalvik 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...
Gagnvirkir UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144...