Slökktu eld í mosa á Nesjavallaleið

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út fyrir hádegi í dag vegna …
Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út fyrir hádegi í dag vegna gróðurelda á Nesjavallaleið. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Gróðureldar kviknuðu í mosa á Nesjavallaleið fyrir hádegi í dag. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út en ekki var um stórt svæði að ræða. 

„Eldur í mosa getur mallað í nokkurn tíma áður en hann tekur sig upp. Það getur því verið snúið að tryggja að ekki leynist glóð eða eldur í mosanum áður en vettvangur er yfirgefinn,“ segir í færslu Brunavarna Árnessýslu á Facebook. 

Gróður og jarðvegur er töluvert þurr á Nesjavallaleið og því …
Gróður og jarðvegur er töluvert þurr á Nesjavallaleið og því kjöraðstæður fyrir gróðurbruna. Brunavarnir Árnessýslu biðja fólk um að fara varlega með eld og aðra hitagjafa nálægt gróðri. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Þar segir jafnframt að kjöraðstæður séu fyrir gróðurbruna í dag þar sem gróður og jarðvegur er töluvert þurr og þarf því ekki mikið til að kveikja eld í honum. 

Fólk á svæðinu er beðið að fara varlega með eld og aðra hitagjafa nálægt gróðri, sem og að hafa augun opin og bregðist við ef það verður elds vart.mbl.is