Vatnið getur virst „ósköp saklaust“

Þingvallavatn getur leynt á sér.
Þingvallavatn getur leynt á sér. mbl.is/Sigurður Bogi

Íbúi á Heiðarási í Þingvallasveit segir að eitt af því sem hafa beri í huga þegar siglt er á Þingvallavatni sé að ef sett er á flot þar sem vindur stendur af landi gefi það ekki rétta mynd af öldunni á vatninu. Vatnið leyni á sér og geti blekkt hvern þann sem ekki kynnir sér aðstæður.

Kolbeinn Sveinbjörnsson býr á Heiðarási við Þingvallavatn. Hann segir það óheimilt að sigla á Þingvallavatni án leyfis ábúenda eða landeigenda. Fyrst og fremst séu það landeigendur, ábúendur og sumarhúsaeigendur sem megi vera með báta á vatninu.

„Það er í reglum veiðifélagsins að menn megi ekki koma bara keyrandi og setja á flot án þess að fá leyfi einhvers landeiganda eða ábúanda. Það er ágætlega virkt eftirlit með því innan Þjóðgarðsins en auðvitað eru menn snöggir að gera þetta. Segir fátt af einum, þetta er fljótt að gerast,“ segir Kolbeinn. 

Kolbeinn Sveinbjörnsson íbúi á Heiðarási.
Kolbeinn Sveinbjörnsson íbúi á Heiðarási. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Norðanátt hefur verið við Þingvallavatn líkt og víðar á Suðurlandi síðustu daga. Á laugardag fundust mannlaus kajak og bakpoki á floti á sunnanverðu vatninu við Villingavatn. Hefur erlends ferðamanns verið leitað síðan, en yfirgnæfandi líkur eru á því að maðurinn hafi fallið útbyrðis. 

Kolbeinn segir það geta verið hættulegt að setja bát á flot þar sem vindurinn stendur af landi. Þá sé aldan lítil við landið en versni eftir því sem utar dregur. Kolbeinn segist vel geta trúað því að ferðamaðurinn hafi siglt út norðanmegin við vatnið í ljósi vindáttar síðustu daga. Hann segist þó ekki vilja fullyrða neitt. 

„Eins og aðstæður voru á laugardaginn er töluverð norðanátt og þá virkar þetta ósköp saklaust upp við landið að norðanverðu, það er ekki komin nein alda af stað. Síðan eftir því sem þú færist fjær landi þá eykst hún,“ segir Kolbeinn. 

„Ég veit náttúrulega ekki hvað kom fyrir þennan blessaða mann en þetta eru hættulegar aðstæður að fara út á vatn skjólmegin og missa svo tökin á hlutunum. Það var það fyrsta sem manni datt í hug.“

Vatnið leynir á sér 

Kolbeinn segir Þingvallavatn vera bæði kalt og djúpt. 

„Dýpið svo sem skiptir ekki öllu máli þegar það er komið niður fyrir tvo metra. Í þessum slysum sem hafa orðið, fólk getur fengið bara krampa og örmagnast. En á meðan það er ekki búið að finna þennan mann lífs eða liðinn […]. Menn svona miða ekki við það að lifa ef þeir detta í vatnið. En ef menn eru í vestum eða einhverju floti er alltaf möguleiki á að þeir finnist,“ segir Kolbeinn. 

Ferðamannsins leitað á Þingvallavatni á laugardag.
Ferðamannsins leitað á Þingvallavatni á laugardag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kolbeinn segir það ekki þurfa að vera þannig að íbúar og landeigendur við Þingvallavatn sjái í öllum tilfellum þegar bátar eru á vatninu, jafnvel þótt þú rýnir vel.

 „Svona litlir bátar geta bara horfið sjónum, sérstaklega í svona öldum. Það er mjög auðvelt að fara fram hjá mörgum og náttúrulega misjafnt skyggni. Það er öðruvísi ef vatnið er spegilslétt og einhver lítill bátur á ferðinni, þá sér maður það frekar. Þegar það er svona alda er það hæpnara,“ segir Kolbeinn.

Kolbeinn segir hættuna við Þingvallavatn vera að vatnið leyni á sér. Við ákveðnar aðstæður kunni allt að virðast öruggt þangað til komið er út á vatnið. Maður gæti áttað sig á aðstæðum á vatninu þegar maður væri þá þegar kominn í hann krappan. 

„Stóra málið er kannski helst að ef það er norðanátt og þú norðanmegin við vatnið, er engin alda uppi við landið. Eins ef þú ert sunnanmegin og það er sunnanátt og svo framvegis. Hún er bara rétt að byrja og svo margfaldast hún eftir því sem þú ferð utar. Öldurnar á Þingvallavatni geta vel verið stórar og þær eru krappar. Fólk þarf að kynna sér þetta mjög vel.“

mbl.is

Innlent »

Íslendingar á Spáni fargi kjötbúðingi

18:55 Listeríumengaður kjötbúðingur frá vörumerkinu „La Mechá“ er talinn hafa valdið veikindum yfir 100 manns á Spáni, aðallega í Andalúsíu en vitað er um tilfelli víðar frá því í maí síðastliðnum. Meira »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn alltof langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

14:20 Angela Merkel sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Viðey eftir hádegi. Með henni voru forsætisráðherrar Norðurlanda og með þeim ætlar hún að stofna sameiginlegan vettvang um áríðandi mál. Meira »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur hafinn í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er nú hafin í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »
Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...