Vatnið getur virst „ósköp saklaust“

Þingvallavatn getur leynt á sér.
Þingvallavatn getur leynt á sér. mbl.is/Sigurður Bogi

Íbúi á Heiðarási í Þingvallasveit segir að eitt af því sem hafa beri í huga þegar siglt er á Þingvallavatni sé að ef sett er á flot þar sem vindur stendur af landi gefi það ekki rétta mynd af öldunni á vatninu. Vatnið leyni á sér og geti blekkt hvern þann sem ekki kynnir sér aðstæður.

Kolbeinn Sveinbjörnsson býr á Heiðarási við Þingvallavatn. Hann segir það óheimilt að sigla á Þingvallavatni án leyfis ábúenda eða landeigenda. Fyrst og fremst séu það landeigendur, ábúendur og sumarhúsaeigendur sem megi vera með báta á vatninu.

„Það er í reglum veiðifélagsins að menn megi ekki koma bara keyrandi og setja á flot án þess að fá leyfi einhvers landeiganda eða ábúanda. Það er ágætlega virkt eftirlit með því innan Þjóðgarðsins en auðvitað eru menn snöggir að gera þetta. Segir fátt af einum, þetta er fljótt að gerast,“ segir Kolbeinn. 

Kolbeinn Sveinbjörnsson íbúi á Heiðarási.
Kolbeinn Sveinbjörnsson íbúi á Heiðarási. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Norðanátt hefur verið við Þingvallavatn líkt og víðar á Suðurlandi síðustu daga. Á laugardag fundust mannlaus kajak og bakpoki á floti á sunnanverðu vatninu við Villingavatn. Hefur erlends ferðamanns verið leitað síðan, en yfirgnæfandi líkur eru á því að maðurinn hafi fallið útbyrðis. 

Kolbeinn segir það geta verið hættulegt að setja bát á flot þar sem vindurinn stendur af landi. Þá sé aldan lítil við landið en versni eftir því sem utar dregur. Kolbeinn segist vel geta trúað því að ferðamaðurinn hafi siglt út norðanmegin við vatnið í ljósi vindáttar síðustu daga. Hann segist þó ekki vilja fullyrða neitt. 

„Eins og aðstæður voru á laugardaginn er töluverð norðanátt og þá virkar þetta ósköp saklaust upp við landið að norðanverðu, það er ekki komin nein alda af stað. Síðan eftir því sem þú færist fjær landi þá eykst hún,“ segir Kolbeinn. 

„Ég veit náttúrulega ekki hvað kom fyrir þennan blessaða mann en þetta eru hættulegar aðstæður að fara út á vatn skjólmegin og missa svo tökin á hlutunum. Það var það fyrsta sem manni datt í hug.“

Vatnið leynir á sér 

Kolbeinn segir Þingvallavatn vera bæði kalt og djúpt. 

„Dýpið svo sem skiptir ekki öllu máli þegar það er komið niður fyrir tvo metra. Í þessum slysum sem hafa orðið, fólk getur fengið bara krampa og örmagnast. En á meðan það er ekki búið að finna þennan mann lífs eða liðinn […]. Menn svona miða ekki við það að lifa ef þeir detta í vatnið. En ef menn eru í vestum eða einhverju floti er alltaf möguleiki á að þeir finnist,“ segir Kolbeinn. 

Ferðamannsins leitað á Þingvallavatni á laugardag.
Ferðamannsins leitað á Þingvallavatni á laugardag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kolbeinn segir það ekki þurfa að vera þannig að íbúar og landeigendur við Þingvallavatn sjái í öllum tilfellum þegar bátar eru á vatninu, jafnvel þótt þú rýnir vel.

 „Svona litlir bátar geta bara horfið sjónum, sérstaklega í svona öldum. Það er mjög auðvelt að fara fram hjá mörgum og náttúrulega misjafnt skyggni. Það er öðruvísi ef vatnið er spegilslétt og einhver lítill bátur á ferðinni, þá sér maður það frekar. Þegar það er svona alda er það hæpnara,“ segir Kolbeinn.

Kolbeinn segir hættuna við Þingvallavatn vera að vatnið leyni á sér. Við ákveðnar aðstæður kunni allt að virðast öruggt þangað til komið er út á vatnið. Maður gæti áttað sig á aðstæðum á vatninu þegar maður væri þá þegar kominn í hann krappan. 

„Stóra málið er kannski helst að ef það er norðanátt og þú norðanmegin við vatnið, er engin alda uppi við landið. Eins ef þú ert sunnanmegin og það er sunnanátt og svo framvegis. Hún er bara rétt að byrja og svo margfaldast hún eftir því sem þú ferð utar. Öldurnar á Þingvallavatni geta vel verið stórar og þær eru krappar. Fólk þarf að kynna sér þetta mjög vel.“

mbl.is

Innlent »

Bústaður brann til kaldra kola

20:12 Eldur kom upp í sumarbústað á Barðaströnd síðdegis og að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra, tókst ekki að bjarga bústaðnum en allt tiltækt slökkvilið tók þátt í slökkvistarfinu, alls átján manns, auk lögreglu og sjúkraliðs. Meira »

Markmiðið að útrýma meiðslum

19:40 „Við erum að búa til rauðan þráð í gegnum íþróttaferilinn og reyna að lyfta þessu á hærra plan því krakkarnir hafa stundum verið afgangsstærð,“ segir Fannar Karvel Steindórsson íþróttafræðingur og styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt. Meira »

„Einfalt og sjálfsagt“ að sleppa kjöti

19:00 „Við erum í rauninni búin að vera að gæla við þetta og verið hálfkjötlaus mjög lengi. Við vinnum með mikið af ungu fólki og það hefur hreinlega færst í aukana að sjálfboðaliðar okkar sem og nemar séu grænmetisætur og vegan,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Meira »

Örmagna ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

18:38 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til þess að koma örmagna ferðamanni á Fimmvörðuhálsi til aðstoðar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. „Hann var orðinn mjög kaldur og hrakinn,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is. Meira »

Ekki bundinn af samkomulaginu

18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélagið ekki hafa viðurkennt óðeðlileg afskipti af ákvörðunum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) – þegar umboð stjórnarmanna var afturkallað – með því að fallast á sjónarmið um að „slík inngrip heyri nú sögunni til.“ Meira »

Flóðbylgjan allt að 80 metrar

17:02 Berghlaupið í Ösku í júlí 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Í grein sem birt er í Náttúrufræðingnum er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður, flóðbylgjuna sem fylgdi hlaupinu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn. Meira »

Þjóðrækni í 80 ár

16:49 Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Félagið var stofnað 1. desember 1939 en markmið þess er að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga með ýmsum hætti. Afmælisárinu var fagnað á Þjóðræknisþingi sem fram fór í dag. Meira »

Leist ekki á útbúnað Belgans

16:11 Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari eftir hringferð sína í kringum Ísland ein á kajak. Hún lauk ferðinni í gær. Meira »

Eltu uppi trampólín á Eyrarbakka

16:09 Fá útköll hafa borist björgunarsveitunum í dag í tengslum við hvassviðrið sem nú er yfir Suður- og Suðvesturlandi. Verkefnin hafa hingað til verið minniháttar, meðal annars var tilkynnt um trampólín á ferð og flugi á Eyrarbakka. Meira »

Hlupu með eldingar á eftir sér

14:05 „Eldingarnar voru eins og klær yfir allan himininn og allt lýstist upp. Manni brá því þetta var svo mikið. Við biðum alltaf eftir að hlaupinu yrði aflýst,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir sem lýsir miðnætur-hálfmaraþoni í Serbíu sem hún tók þátt í ásamt þremur öðrum Íslendingum í sumar. Meira »

Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

14:05 Ófært er orðið í Landeyjahöfn vegna veðurs og siglir gamli Herjólfur því til Þorlákshafnar það sem eftir er dags.  Meira »

Ályktun Íslands braut ísinn

11:50 Justine Balene, íbúi á Filippseyjum, segir ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafa verið fyrstu alþjóðlegu aðgerðina vegna stríðsins gegn fíkniefnum, sem hefur kostað meira en 30.000 manns lífið þar í landi, mestmegnis óbreytta borgara. Meira »

Björguðu ketti ofan af þaki

08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

Í gær, 23:15 Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

Í gær, 21:45 Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Loksins gekk potturinn út

í gær Loksins gekk lottópotturinn út en hann var áttfaldur í kvöld og nam alls 131 milljón króna. Fimm miðaeigendur voru með allar tölur réttar og fær hver þeirra rúmlega 26 milljónir króna í sinn hlut. Meira »

Stormviðvörun á höfuðborgarsvæðinu

í gær Gefin hefur verið út gul stormviðvörun um sunnan- og vestanvert landið á morgun en spáð er 30-35 m/s í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og Eyjafjöllum. Höfuðborgarbúar eru beðnir um að ganga frá lausum munum, svo sem garðhúsgögnum og trampólínum til að forðast tjón. Meira »
Stál borðfætur
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...
Bækur til sölu
Til sölu ýmsar áhugaverðar bækur um ættfræði og byggðasögu, þjóðsögur og ýmsan a...
4949 skart hálfesti og armband
Útskriftargjöf, Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu h...