Vatnið getur virst „ósköp saklaust“

Þingvallavatn getur leynt á sér.
Þingvallavatn getur leynt á sér. mbl.is/Sigurður Bogi

Íbúi á Heiðarási í Þingvallasveit segir að eitt af því sem hafa beri í huga þegar siglt er á Þingvallavatni sé að ef sett er á flot þar sem vindur stendur af landi gefi það ekki rétta mynd af öldunni á vatninu. Vatnið leyni á sér og geti blekkt hvern þann sem ekki kynnir sér aðstæður.

Kolbeinn Sveinbjörnsson býr á Heiðarási við Þingvallavatn. Hann segir það óheimilt að sigla á Þingvallavatni án leyfis ábúenda eða landeigenda. Fyrst og fremst séu það landeigendur, ábúendur og sumarhúsaeigendur sem megi vera með báta á vatninu.

„Það er í reglum veiðifélagsins að menn megi ekki koma bara keyrandi og setja á flot án þess að fá leyfi einhvers landeiganda eða ábúanda. Það er ágætlega virkt eftirlit með því innan Þjóðgarðsins en auðvitað eru menn snöggir að gera þetta. Segir fátt af einum, þetta er fljótt að gerast,“ segir Kolbeinn. 

Kolbeinn Sveinbjörnsson íbúi á Heiðarási.
Kolbeinn Sveinbjörnsson íbúi á Heiðarási. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Norðanátt hefur verið við Þingvallavatn líkt og víðar á Suðurlandi síðustu daga. Á laugardag fundust mannlaus kajak og bakpoki á floti á sunnanverðu vatninu við Villingavatn. Hefur erlends ferðamanns verið leitað síðan, en yfirgnæfandi líkur eru á því að maðurinn hafi fallið útbyrðis. 

Kolbeinn segir það geta verið hættulegt að setja bát á flot þar sem vindurinn stendur af landi. Þá sé aldan lítil við landið en versni eftir því sem utar dregur. Kolbeinn segist vel geta trúað því að ferðamaðurinn hafi siglt út norðanmegin við vatnið í ljósi vindáttar síðustu daga. Hann segist þó ekki vilja fullyrða neitt. 

„Eins og aðstæður voru á laugardaginn er töluverð norðanátt og þá virkar þetta ósköp saklaust upp við landið að norðanverðu, það er ekki komin nein alda af stað. Síðan eftir því sem þú færist fjær landi þá eykst hún,“ segir Kolbeinn. 

„Ég veit náttúrulega ekki hvað kom fyrir þennan blessaða mann en þetta eru hættulegar aðstæður að fara út á vatn skjólmegin og missa svo tökin á hlutunum. Það var það fyrsta sem manni datt í hug.“

Vatnið leynir á sér 

Kolbeinn segir Þingvallavatn vera bæði kalt og djúpt. 

„Dýpið svo sem skiptir ekki öllu máli þegar það er komið niður fyrir tvo metra. Í þessum slysum sem hafa orðið, fólk getur fengið bara krampa og örmagnast. En á meðan það er ekki búið að finna þennan mann lífs eða liðinn […]. Menn svona miða ekki við það að lifa ef þeir detta í vatnið. En ef menn eru í vestum eða einhverju floti er alltaf möguleiki á að þeir finnist,“ segir Kolbeinn. 

Ferðamannsins leitað á Þingvallavatni á laugardag.
Ferðamannsins leitað á Þingvallavatni á laugardag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kolbeinn segir það ekki þurfa að vera þannig að íbúar og landeigendur við Þingvallavatn sjái í öllum tilfellum þegar bátar eru á vatninu, jafnvel þótt þú rýnir vel.

 „Svona litlir bátar geta bara horfið sjónum, sérstaklega í svona öldum. Það er mjög auðvelt að fara fram hjá mörgum og náttúrulega misjafnt skyggni. Það er öðruvísi ef vatnið er spegilslétt og einhver lítill bátur á ferðinni, þá sér maður það frekar. Þegar það er svona alda er það hæpnara,“ segir Kolbeinn.

Kolbeinn segir hættuna við Þingvallavatn vera að vatnið leyni á sér. Við ákveðnar aðstæður kunni allt að virðast öruggt þangað til komið er út á vatnið. Maður gæti áttað sig á aðstæðum á vatninu þegar maður væri þá þegar kominn í hann krappan. 

„Stóra málið er kannski helst að ef það er norðanátt og þú norðanmegin við vatnið, er engin alda uppi við landið. Eins ef þú ert sunnanmegin og það er sunnanátt og svo framvegis. Hún er bara rétt að byrja og svo margfaldast hún eftir því sem þú ferð utar. Öldurnar á Þingvallavatni geta vel verið stórar og þær eru krappar. Fólk þarf að kynna sér þetta mjög vel.“

mbl.is

Innlent »

Skynsamlegra að RÚV sé á fjárlögum

08:48 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það sé ef til vill skynsamlegt að leggja niður útvarpsgjaldið og setja starfsemi RÚV alfarið á fjárlög. Honum líst vel á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, en segir það aðra umræðu hvort „bæta“ þurfi ríkisfyrirtækinu tekjutapið. Meira »

Leituðu að vopnuðum manni

07:32 Fjölmennt lögreglulið leitaði að vopnuðum manni í Breiðholti í gærkvöldi og í nótt, en um kl. 23 í gærkvöldi barst lögregluni tilkynning um að maður væri á ferð í hverfinu með haglabyssu. Meira »

Eldur eftir flugeldasýningu í Hveragerði

07:24 Talsverður eldur kviknaði í gróðri í Hveragerði laust fyrir kl. 23 í gærkvöldi, við skotpall flugeldasýningar sem þar var haldin í tilefni bæjarhátíðar. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri birti myndskeið af slökkvistarfinu. Meira »

Hyggst kæra ólögmæta handtöku

Í gær, 22:32 „Ég er hissa á lygunum sem lögreglan lætur frá sér og mér finnst mjög sárt að vera handtekinn fyrir það hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég gerði. Ég hélt að slík vinnubrögð liðust ekki,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, sem var handtekin fyrir meint mótmæli í miðri Gleðigöngunni fyrr í dag. Meira »

Leit með sónar skilaði ekki árangri

Í gær, 20:49 Leitin að belgíska ferðamanninum sem talin er hafa fallið ofan í Þingvallavatn hélt áfram í dag með köfurum, þyrlu og sónartækjum sem skönnuðu botninn þar sem það var hægt. Þetta segir Gunnar Ingi Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita. Meira »

Ríkisstjórnin styrkir Reykjavíkurleikana

Í gær, 20:45 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fjögurra milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til Reykjavíkurleikanna sem haldnir verða árið 2020, en Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur ásamt sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Reykjavíkurborg haldið Reykjavíkurleikana frá árinu 2008. Meira »

Bílstjóri Dr Strangelove

Í gær, 20:40 Á sjöunda áratugnum starfaði listamaðurinn Jón Valgeir Stefánsson sem bílstjóri í Berkeley, en meðal farþega hans var eðlisfræðingurinn Edward Teller, sem er að mörgum talinn faðir vetnissprengjunnar. Teller er fyrirmynd kvikmyndapersónunnar Dr Strangelove í samnefndri mynd Stanley Kubrick. Meira »

Vekur athygli á ofbeldi gegn börnum

Í gær, 20:20 Einar Hansberg Árnason lagði í gær af stað í hringferð til að styðja átak UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum. Á einni viku, eða til 24. ágúst ætlar hann að stoppa í 36 sveitarfélögum og róa, skíða eða hjóla í sérstökum þrektækjum 13.000 metra á hverjum stað, einn metra fyrir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Enginn hlaut 100 milljónirnar

Í gær, 19:38 Fyrsti vinningur lottósins gekk ekki út í kvöld en hann hljóðaði upp á rúmlega eitt hundrað milljónir króna. Fyrsti vinnungur verður því áttfaldur eftir viku. Meira »

150 milljónirnar „ótrúlegt bruðl“

Í gær, 18:52 „Það slær mann sem ótrúlegt bruðl,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið spurður um 150 milljóna króna starfslokasamning Arion banka við Höskuld Ólafsson, fyrrverandi bankastjóra bankans. Meira »

Metfjöldi á Ísdegi Kjörís í Hveragerði

Í gær, 18:37 „Þetta hefur gengið rosalega vel, alveg meiriháttar. Ég held við höfum sjaldan verið með jafn marga gesti og í dag,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, í samtali við mbl.is um Ísdag Kjöríss sem haldin var í dag samhliða bæjarhátíðinni Blómstrandi dagar í Hveragerði. Lúsmísinn kom vel út. Meira »

Tekur ekki bara fallegar myndir

Í gær, 18:00 Chris Burkard, ljósmyndari og ævintýramaður, ferðast til allra heimshorna til að taka ótrúlegar landslagsmyndir sem og myndir af fólki við krefjandi aðstæður. Hann nýtur gífurlegra vinsælda, heldur úti instagram reikningi með milljónum fylgenda og hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims. Meira »

Best að dæma ekki bókina af leðurkápunni

Í gær, 17:02 Hatari lét sitt ekki eftir liggja og var óvenju glaður í bragði þegar mbl.is rakst á sveitina í Gleðigöngunni. Þeir fagna fjölbreytileikanum í miðbænum í dag, enda samræmist það hugmyndafræðinni. Meira »

Vilja meira en bara þorsk og ýsu

Í gær, 16:50 Íslenskir neytendur eru orðnir opnari fyrir því að kaupa og matreiða fisktegundir sem áður sáust varla í eldhúsum landsmanna. Dýrari fiskurinn selst betur eftir því sem dregur nær helginni. Meira »

Var að mótmæla þátttöku lögreglunnar

Í gær, 16:49 Kona sem var tekin höndum og færð inn í lögreglubíl í miðbæ Reykjavíkur í dag í miðri Gleðigöngu var að mótmæla þátttöku lögreglunnar í Gleðigöngunnar. Hún er hluti af róttækum samtökum hinsegin fólks. Meira »

Laun ríkisforstjóra hækkað um fjórðung

Í gær, 16:42 Laun forstjóra hjá ríkisstofnunum hafa hækkað um nánast fjórðung síðan ákvarðanir um laun þeirra voru færðar frá kjararáði til stjórna þeirra stofnana sem forstjórarnir stjórna fyrir tæpum tveimur árum. Laun forstjóra Landbankans hafa hækkað um rúmlega 1,7 milljónir síðan í júní 2017. Meira »

Verðið oftast lægst hjá A4

Í gær, 16:20 Verð á notuðum námsbókum fyrir framhaldsskólanema voru oftast lægst í A4 samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sem framkvæmd var 15. ágúst. Meira »

Dagur í skýjunum með daginn

Í gær, 15:55 Dagur B. borgarstjóri er hinn ánægðasti með Gleðigönguna í ár, þá fjölmennustu hingað til. Fjörið er að ná hámarki í Hljómskálagarðinum og á vafalaust eftir að standa fram á regnbogalitaða nótt. Meira »

Mótmælti Gleðigöngu og var handtekin

Í gær, 15:30 Íslensk kona var handtekin í Gleðigöngu Hinsegin daga sem fer nú fram í miðborg Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að konan hefði verið að mótmæla gleðigöngunni, ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og hefði því verið handtekin. Meira »
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
Til sölu Lundia hillur
Um 33 lengdarmetrar, 5 einingar, af þessum frábæru bókahillum til sölu. Lökkuð g...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...