Velja grænni kostinn

Hér má sjá litríkan skiptibókamarkað Eymundsson í Smáralindinni. Á slíkum …
Hér má sjá litríkan skiptibókamarkað Eymundsson í Smáralindinni. Á slíkum mörkuðum er hægt að finna ýmsar bækur fyrir öll skólastig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aukin umhverfisvitund ungs fólks hvetur það til þess að kaupa sér frekar skiptibækur, þ.e. notaðar bækur, en nýjar bækur, að mati Sigurborgar Þóru Sigurðardóttur, verslunarstjóra A4 í Skeifunni.

„Það er bara eins með þetta og annað, fólk er farið að reyna að nýta hlutina sína betur,“ segir Sigurborg í Morgunblaðinu í dag. Í verslun A4 í Skeifunni er einn af stærstu skiptibókamörkuðum landsins og voru nemendur í óðaönn að skipta bókum og kaupa sér ritföng þegar blaðamaður hringdi í Sigurborgu í gær.

Aðspurð segir Sigurborg að nemendur geti sparað miklar fjárhæðir á því að kaupa skiptibækur fremur en nýjar bækur, jafnvel tugi þúsunda í einhverjum tilvikum. „Svo skipta nemendur bókunum sínum og fá innleggsnótu í staðinn sem þeir geta notað upp í skiptibækur, svo að þetta getur verið mjög hagkvæmt,“ segir Sigurborg.

Skólahald hefst í flestum skólum allra skólastiga í næstu viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert