Vöðvar hnyklaðir í Hæðargarði

Mikið líf og fjör var við opnun svæðisins í dag …
Mikið líf og fjör var við opnun svæðisins í dag enda blíðskaparveður og fólk tilbúið í að hreyfa sig. Ljósmynd/Jón Halldór Jónasson

Íbúar í Hæðargarði fögnuðu því í dag að hugmynd þeirra skyldi vera orðin að veruleika. Hugmyndin var fjölnota hreysti- og klifursvæði sem tekið var í notkun í dag. Svæðið var sett  upp eftir hugmyndaleit og kosningu meðal íbúa sem hluti af íbúalýðræðisverkefninu „Hverfið mitt“. Æfingatækin eru staðsett á opnu svæði við Hæðargarð 33 – 35.

Jón Hallson, íbúi í Hæðargarði, við skilti með vísunni sem …
Jón Hallson, íbúi í Hæðargarði, við skilti með vísunni sem hann orti um svæðið. Ljósmynd/Jón Halldór Jónasson

Starfsfólk og notendur félagsmiðstöðvarinnar við Hæðargarð stóðu fyrir nafnasamkeppni. Nafnið Hæðarvellir fékk flest atkvæði en skilti með nafninu var afhjúpað í dag ásamt vísu frá Jóni Hallssyni sem hljóðar svo:

„Hæðarvellir“ heita skalt
hreyfing skapa mikla
verði úti veður kalt
vöðva má samt hnykla.

Ýmiss konar tæki má finna á svæðinu en leiðbeiningar með …
Ýmiss konar tæki má finna á svæðinu en leiðbeiningar með þeim hafa verið íslenskaðar. Ljósmynd/Jón Halldór Jónasson

Á svæðinu er að finna tylft tækja ásamt leiðbeiningum um æfingar. Í tilefni dagsins prufukeyrðu íbúar í hverfinu tækin undir leiðsögn íþróttafræðings. Bryndís Hreiðarsdóttir, verkefnisstjóri félagsstarfs fullorðinna í Bústaðahverfi og Háaleiti, segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg að vegna nálægðar við félagsmiðstöðina að Hæðargarði 31 hafi verið valin tæki sem henta eldra fólki. Bryndís stóð fyrir íslenskun leiðbeininga sem fylgdu tækjunum.

Jón Hallsson klippir á borðann, kampakátur.
Jón Hallsson klippir á borðann, kampakátur. Ljósmynd/Jón Halldór Jónasson
Spennandi hefði verið að sjá hvort þeirra þurfti að víkja …
Spennandi hefði verið að sjá hvort þeirra þurfti að víkja fyrir hinu á grönnum plankanum. Ljósmynd/Jón Halldór Jónassonmbl.is