Hlekktist á í flugtaki á Svefneyjum

Þyrla Gæslunnar í Svefneyjum í dag.
Þyrla Gæslunnar í Svefneyjum í dag. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Lítilli flugvél hlekktist á í flugtaki á Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis. Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni voru tveir um borð, en þeir komust út óslasaðir.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ, var kölluð út og tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli kl. 17:42. Þyrlan flutti fulltrúa rannsóknarnefndar samgönguslysa á staðinn, sem og lögreglumenn frá Stykkishólmi.

Þyrlan flutti svo mennina tvo sem um borð voru í flugvélinni til Reykjavíkur.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Svefneyjar eru á Breiðafirði, austan við Flatey.
Svefneyjar eru á Breiðafirði, austan við Flatey. Kort/map.is
mbl.is