Aðgengi áfram tak­markað í Mývatnssveit

Leirhnjúkur er einn þriggja vinsælla ferðamannastaða í Mývatnssveit þar sem …
Leirhnjúkur er einn þriggja vinsælla ferðamannastaða í Mývatnssveit þar sem aðgengi ferðamanna verður takmarkað fram í nóvemberlok. Rax / Ragnar Axelsson

Aðgengi verður áfram takmarkað að þremur vinsælum ferðamannastöðum í Mývatnssveit, það er Hverum, Leirhnúk og Stóra-Víti, sem eru allir í landi Reykhlíðar. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfesti í dag ósk Umhverfisstofnunar um framlengingu á takmörkun umferðar við staðina þrjá, að því er fram kemur í frétt á vef Umhverfisstofnunar.

Umhverfisstofnun takmarkaði umferð við þessa þrjá staði í byrjun mánaðarins til tveggja vikna og skyldi ástand svæðisins svo endurmetið. Niðurstaða nýrrar athugunar er að svæðið er enn mjög blautt og í þannig ástandi að Umhverfisstofnun telur nauðsynlegt vegna mikillar umferðar ferðamanna um svæðið að viðhalda takmörkunum til loka nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert