Flugeldasýningu við Jökulsárlón frestað

Flugeldasýningin í Jökulsárlóni þykir einstök á heimsvísu.
Flugeldasýningin í Jökulsárlóni þykir einstök á heimsvísu. mbl.is/RAX

Árlegri flugeldasýningu Björgunarfélags Hornafjarðar á Jökulsárlóni hefur verið frestað um einn dag, fram á sunnudagskvöld, vegna afar slæmrar veðurspár á laugardagskvöld. Flugeldunum verður því skotið upp á sunnudagskvöld kl. 22:30.

Björgunarfélagið segir að það sé „ekki boðlegt“ að senda fólk akandi að Jökulsárlóni á laugardag og að jafnframt sé fyrirséð að svo mikill vindur og öldugangur verði á lóninu að ekki verði ekki hægt að fara með flugeldana út á lónið sjálft til þess að skjóta þeim upp.

Flugeldasýningin er orðin stærsta fjáröflun sveitarinnar, en miðaverð á hana er 1.500 kr. Flugeldum er skotið upp af prömmum úti á lóninu í myrkri svo bjarminn frá flugeldunum kastast á ísjaka á lóninu og speglast í vatninu og dregur þetta sjónarspil að sér mikinn mannfjölda, en í ár verður sýningin haldin í 20. skipti.

mbl.is