Gómuðu lundapysju á Miklubrautinni

Lundapysja. Mynd úr safni.
Lundapysja. Mynd úr safni. mbl.is/Ingvar A. Sigurðsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var fengin til að góma lundapysju sem var að þvælast á Miklubrautinni og skila henni aftur út í sjó. Nóttin var annars með rólegra móti að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Einn var handtekinn grunaður um líkamsárás. Var hann vistaður í fangageymslu, en verður yfirheyrður í dag.

Þrír ökumenn voru þá teknir grunaðir um að aka bíl undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og voru þeir allir látnir lausir að lokinni sýnatöku.

mbl.is