Herþotur NATO héldu nýverið til móts við tvo Birni

Dominic Collins og Michael Abernathy við eina F-16 þotu af …
Dominic Collins og Michael Abernathy við eina F-16 þotu af nokkrum á Keflavíkurflugveli. Árni Sæberg

Yfir 100 manna sveit frá bandaríska flughernum sinnir nú loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér við land.

Þurfti hún fyrr í þessum mánuði að hafa afskipti af tveimur langdrægum sprengjuflugvélum Rússa af gerðinni Tupolev TU-142, sem betur eru þekktar sem Björninn.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segja Dominic Collins, yfirmaður sveitarinnar, og Michael Abernathy næstráðandi aðgerðina hafa gengið vel. Þeir tóku í gær á móti blaðamanni og ljósmyndara á öryggissvæði NATO á Keflavíkurflugvelli og fræddu þá um loftrýmisgæsluna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert