Orðnar þreyttar á umsátri svaramanna

Orð! „Ég segi alltaf færri og færri orð, enda hafði …
Orð! „Ég segi alltaf færri og færri orð, enda hafði ég lengi á þeim illan bifur,“ sagði skáldið og klykkti út með nýju tungli, nýju glasi af víni og „novissima verba“ – glænýjum orðum. Glænýjasta orðið er svaramaður, einmitt um menn, sem öðrum mönnum þætti æskilegt að hefðu sig hæga, segðu „færri og færri orð.“ Ljósmynd er af Óravíddum tungumálsins í Safnahúsinu, sýningu Árnastofnunar þar. mbl.is/Snorri

Svaramenn allra landa sameinist, það er komið orð yfir ‘reply guy’ á íslensku, einmitt, svaramaður. Það er orð yfir tegund (karl)manna sem svarar konum á Twitter við hvert minnsta tilefni og er hálfóþægilegur þegar hann er að því.

Nokkuð hefur verið rætt um fyrirbærið á Twitter að undanförnu. Þar hefur slegið í brýnu með stelpum á Twitter og körlum sem svara tístunum þeirra, að stelpnanna mati einhvern veginn óþægilega. Eða óþarflega. Eða óþarflega oft. Svaramenn þessir virðast eiga það sameiginlegt að vita ekki að þeir séu svaramenn, og hafna titlinum alfarið. 

Umræðan um fyrirbærið hefur komist í slíkt hámæli að ótti grípur um sig á meðal óbreyttra. 

Spurningin sem brennur nú á vörum hvers karlmanns, menn ígrunda gjörðir sínar í beinni, í störukeppni við sjálfan sig í speglinum, er ég reply guy?

Öllu meira afgerandi birtingarmynd skelfingarinnar er þessi:

Síðan hvenær má ekki svara fólki á Twitter sakleysislega? Er þetta ekki einhvers konar samskiptavettvangur? Vandinn virðist snúa að því hve oft svaramenn taka sig til og skella í svar á Twitter. Það er allt í lagi að svara endrum og eins, og helst þá efnislega, en ekki út í hött og jafnvel í hrútskýringartón, samanber þessa áréttingu:

Eins og sést berlega af umræðu um hugtakið, 'reply guy' eins og enskusinnað Twitter talar um, en ætti nú að segja svaramaður, stranda deilurnar mikið til á skilgreiningu sjálfs orðsins. Það er ekki heiglum hent að festa fingur á því. Er þetta spurning um aldur, skoðanir eða einfaldlega áferð orða þinna?

Það fæst seint botn í það karp en einhverjir benda á að þetta kunni að vera óheillaþróun, meiriháttar ósigur fyrir málfrelsið. 

Guðlaugur, sem kynni að skilgreinast sem svaramaður, varpar fram áleitinni spurningu til Karó nokkurrar, einmitt í formi svars við tísti hennar um svaramenn. 

Þolinmæðin er á þrotum en orðið er frjálst, óháð því hvort sumir hafi á því illan bifur um lengri eða skemmri tíma.




  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert