„Það sem er ekki í þriðja orkupakkanum“

Fundur utanríkisrmálanefndar Alþingis um þriðja orkupakkann, 16. ágúst 2019.
Fundur utanríkisrmálanefndar Alþingis um þriðja orkupakkann, 16. ágúst 2019. mbl.is/Árni Sæberg

Hilmar Gunnlaugsson lögmaður og sérfræðingur í orkurétti segir að ekkert hafi breyst í hans afstöðu frá fyrri skrifum um þriðja orkupakkann.

„Það sem er ekki í þriðja orkupakkanum: það er ekki verið að taka ákvörðun um að leggja sæstreng, ekki verið að taka ákvörðun um að framselja vald til ACER, það er ekki verið að taka ákvörðun um að aðrir en íslensk stjórnvöld geti tekið ákvarðanir um orkumál eða heft forræði Íslendinga á orkumálum, það er ekki verið að taka ákvörðun um að selja eða einkavæða raforkufyrirtæki, það er ekki verið að brjóta stjórnarskrá, það er ekki verið að innleiða ákvæði sem leiða til hærra raforkuverðs og það verður ekki hægt að þvinga menn til að leggja sæstreng,“ segir Hilmar.

Hilmar Gunnlaugsson er lögmaður á Egilsstöðum og skrifaði meistararitgerð um …
Hilmar Gunnlaugsson er lögmaður á Egilsstöðum og skrifaði meistararitgerð um orkurétt. mbl.is/Þorgeir

Hilmar segir að beinlínis væri erfiðara að skylda Ísland til að leggja sæstreng með samþykktan orkupakka en ella. 

„Þetta bara stendur ekki í þessari löggjöf“

Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og einn þriggja höfunda álitsgerðar um hverjar lagalegar afleiðingar synjunar orkupakkans yrðu, segir að synjun samningsins myndi stefna EES-samningnum í ákveðið uppnám.

Birgir Ármannsson spurði hana hvort orkupakkinn fæli í sér einhver atriði sem myndu virka sem einhvers konar hvati í átt að því að sæstrengur yrði lagður. Því svaraði Margrét Einarsdóttir að ekkert ákvæði væri í þriðja orkupakkanum sem skyldaði íslensk stjórnvöld til að leggja sæstreng eða að heimila lagningu sæstrengs. „Það má vel vera að ESB hafi það að markmiði að búa til sameiginlegan raforkumarkmið en að það markmið leggi skyldu á íslenska ríkið að leggja sæstreng er afar langsótt,“ segir Margrét. „Þetta stendur bara ekki í þessari löggjöf,“ segir hún. Að biðja síðan um undanþágur á því sem væri ekki í orkupakkanum yfir höfuð væri undarlegt.

„Hvorki Íslendingar né Lichtenstein hafa nokkurn tímann synjað gerðum í EES samningnum í 25 ára sögu samningsins,“ segir Margrét. Slíkt hefði sennilega varhugaverðar pólitískar afleiðingar. 

Þessi tvö hafa komið á fund utanríkismálanefndar í dag og reifað sjónarmið um þriðja orkupakkann, flest áður reifuð, við fundarmenn.

Viðstödd eru fundinn Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður og formaður Viðreisnar, Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, og loks Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Ut­an­rík­is­mála­nefnd fund­ar nú um þriðja orkupakk­ann.
Ut­an­rík­is­mála­nefnd fund­ar nú um þriðja orkupakk­ann. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert