Vann 360 milljónir króna

AFP

Heppinn miðaeigandi er tæplega 360 milljónum króna ríkari eftir að tölurnar í Eurojackpot lágu fyrir í kvöld. Hreppti hann annan vinning kvöldsins en sá fyrsti, sem hljóðaði upp á tæplega 10,5 milljarð króna, gekk hins vegar ekki út.

Vinningsmiðinn var keyptur í Finnlandi.

Fjórir fengju þriðja vinninginn og fær hver tæpar 32 milljónir í sinn hlut. Einn vinningsmiðinn var keyptur í Danmörku en hinir í Þýskalandi.

Tölur kvöldsins eru: 7, 20, 35, 42 og 44. Stjörnutölurnar eru: 3 og 7.

mbl.is