Varað við vindhviðum í Öræfum

Veðurútlit á hádegi í dag, föstudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, föstudag.

Vaxandi norðaustanátt, 8-15 m/s, verður á landinu eftir hádegi í dag og verður hvassast suðaustan til. Varar Veðurstofan við að búast megi við snörpum vindhviðum í Öræfum og Mýrdal í dag, sem geti verið varhugaverðar þeim ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Á morgun verður norðanátt 8-15 m/s, hvassast á annesjum, en 15-18 m/s undir Vatnajökli undir kvöld. Geta snarpar vindhviður þá reynst skeinuhættar bílstjórum sem eru á ferð frá Öræfum til Hvalness með aftanívagna og viðkvæm ökutæki.

Búast má við dálítilli vætu norðan- og austanlands, en annars bjartviðri. Hiti verður á bilinu 5 til 11 stig um landið norðanvert, en 11 til 16 stig syðra.

Það lægir síðan á mánudag og birtir víða til nyrðra, en snýst síðan í austan- og suðaustanátt með rigningu sunnan heiða og hlýnar heldur fyrir norðan og austan.

Veðrið á mbl.is

mbl.is