Allt brjálað af gleði á Lækjargötu

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar fararbroddur Gleðigöngunnar, Gunni og Felix, nálgaðist Tjörnina eftir ferð sína niður Skólavörðustíg.

Þar kynnti Ugla Stefanía efni og þema vagnanna hvers um sig en á stundum heyrðist ekki í henni fyrir óstjórnlegum fagnaðarlátum viðstaddra og tónlist. Atriðin í göngunni í ár eru 40 talsins, fleiri en nokkru sinni.

Gleðigangan er nú komin niður í Hljómskálagarð, þar sem tekur við fjölbreytt tónleikadagskrá – viðeigandi, fyrir fjölbreyttan hóp. Sólin skín þvert á spár.

Það er allt gersamlega stoppfullt í miðbænum og stappar nærri troðningi sums staðar en hvergi þó svo, að menn tapi gleðinni.

Ótal fjölbreyttra vagna enduðu að endingu niðri í Hljómskálagarði eftir sigurgöngu um bæinn.

Attachment: "" nr. 11200

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert