Best að dæma ekki bókina af leðurkápunni

Það var þrautin þyngri að ná tali af Hatara fyrir æstum áhorfendum sem vildu ýmist ná mynd af sér með sveitinni eða bara lýsa aðdáun sinni með því að kyrja nafn þeirra. Sveitin tók þátt í Gleðigöngunni og steig á stokk í Hljómskálagarðinum við mikinn fögnuð á fimmta tímanum. 

„Við erum mjög ánægðir með þetta. Við erum að fagna fjölbreytileikanum og minna fólk á að dæma ekki bókina af leðurkápunni,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari sveitarinnar við mbl.is. Einar Stefánsson gimp þagði eins og hans er von og vísa.

Klemens Hannigan meðlimur í Hatara mætti aðeins seinna en Matthías og Einar en var ekki lengi að skella sér í búninginn.

Attachment: "Hatari" nr. 11201

Hatari á Hinsegin dögum.
Hatari á Hinsegin dögum. mbl.is/Snorri
Klemens skellti sér upp á svið nú á fimmta tímanum.
Klemens skellti sér upp á svið nú á fimmta tímanum. mbl.is/Snorri
Fulltrúar BDSM-samtakanna voru fjölmargir og skammt undan þegar Hatari var …
Fulltrúar BDSM-samtakanna voru fjölmargir og skammt undan þegar Hatari var til viðtals. mbl.is/Snorri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert