Draga þarf úr álögum á fjölmiðla

Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, kallar eftir endurskoðun á skattaumhverfi íslenskra fjölmiðla. Það taki enda mið af gömlu rekstrarumhverfi sem eigi ekki lengur við.

Það sé eðlilegt að byrja á að afnema tryggingagjald og virðisaukaskatt af afskriftum og auglýsingum íslenskra fjölmiðla. Þá sé staða RÚV á auglýsingamarkaði umhugsunarefni.

„Það liggur í hlutarins eðli að við getum ekki verið með ríkisfjölmiðil sem er á auglýsingamarkaði,“ segir Hjálmar. Ein leið til að efla einkarekna fjölmiðla sé að tryggja jafnræði í samkeppni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »