Ekki tekst að ljúka framkvæmdun fyrir skólabyrjun

Miklar skemmdir urðu á Seljaskólahúsinu í tveimur brunum. Húsnæðið verður …
Miklar skemmdir urðu á Seljaskólahúsinu í tveimur brunum. Húsnæðið verður að fullu tilbúið um áramótin. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir í nokkrum skólum Reykjavíkur. Ekki mun takast að ljúka öllum framkvæmdum áður en skólastarfið hefst í næstu viku.

Hins vegar verður hægt að kenna öllum bekkjum innan skólanna nema í Ártúnsskóla og Seljaskóla.

Á aukafundi í skóla- og frístundaráði var gefið yfirlit yfir stöðu mála í einstökum skólum.

• Ártúnsskóli. Við úttekt á loftgæðum skólans kom í ljós að loftgæðavandamál eru í hluta af húsnæði hans og hefur þeim hluta skólans nú verið lokað þar til endurbætur á húsnæðinu hafa farið fram. Búið er að finna orsök vandans. Skipta þarf um þak á þeim hluta skólans og er unnið að undirbúningi útboðsgagna vegna þakviðgerða. Einnig er verið að vinna í tveimur kennslustofum. Gengið hefur verið frá því að 7. bekkur skólans fær inni í Árbæjarskóla á meðan á framkvæmdum stendur. Gert ráð fyrir að það geti orðið jafnvel til áramóta.

• Breiðholtsskóli. Átta kennslustofum var lokað síðastliðið vor. Fjórar verða tilbúnar fyrir skólabyrjun en seinni fjórar kennslustofurnar verði tilbúnar í nóvember 2019. Öll kennsla fer fram innan skólans.

• Dalskóli. Mötuneyti skólans verður tilbúið um áramótin. Til bráðabirgða verður tveimur lausum kennslustofum, sem verið hafa við Dalskóla, komið fyrir annars staðar á lóðinni og þær nýttar sem skólamötuneyti.

• Fossvogsskóli. Endurbætur vegna rakaskemmda innanhúss og endurnýjun á þökum eru í fullum gangi. Austurálma og miðálma verða tilbúnar fyrir skólabyrjun en vesturálma verður tilbúin um áramót. Húsnæðismál skólans verða leyst með tilfæringum innan hans. Því þarf ekki að kenna í húsnæði KSÍ og Þróttar/Ármanns í Laugardal eins og á síðasta skólaári.

• Seljaskóli. Í kjölfar bruna þurfti að fara í meiriháttar aðgerðir til að undirbúa skólastarf fyrir haustið 2019. Húsnæðið verður að fullu tilbúið um næstu áramót og verður skólastarf skipulagt út frá því. Árgangar 6. og 7. bekkja, samtals um 140 nemendur, fara í húsnæði Fellaskóla á meðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »