Enginn hlaut 100 milljónirnar

Fyrsti vinningur lottósins gekk ekki út í kvöld en hann hljóðaði upp á rúmlega eitt hundrað milljónir króna. Fyrsti vinnungur verður því áttfaldur eftir viku.

Einn hlaut Jókerinn og fær 2 milljónir að launum. Tíu skipta með sér öðrum vinningi kvöldsins og fær hver 112.500 krónur í sinn hlut. Þá voru tíu miðaeigendur með fjóra í réttri röð í Jókernum og fær hver 100 þúsund krónur.

mbl.is