Engir loftgæðamælar við hafnir

Stór skemmtiferðaskip leggjast að bryggju rétt við miðbæinn. Loftgæðamælir við …
Stór skemmtiferðaskip leggjast að bryggju rétt við miðbæinn. Loftgæðamælir við Hof, rúman kílómetra frá skipalæginu, hefur mælt mjög litla mengun frá skipunum og langt undir heilsuverndarmörkum. mbl.is/Sigurður Bogi

Draga má þá ályktun af niðurstöðum loftgæðamælinga við Hof á Akureyri að útblástur svifryks, niturdíoxíðs og brennisteinsdíoxíðs frá skemmtiferðaskipum hafi ekki haft heilsufarsleg áhrif á fólk í miðbæ Akureyrar eða allra næsta nágrenni.

Þetta kemur fram í minnisblaði Verkfræðistofunnar EFLU sem kannaði niðurstöður loftgæðamælinga þar hluta ársins 2018. Fjallað er um mál þetta í Morgublaðinun í dag.

Umhverfisstofnun (UST) og Akureyrarbær eru með sjálfvirkan loftgæðamæli við menningarhúsið Hof. Það er rúman kílómetra frá þar sem skemmtiferðaskip leggjast að bryggju. Hafnasamlag Norðurlands fékk EFLU til að taka saman minnisblað um niðurstöður loftgæðamælinga við Hof frá mars til 11. júlí 2018.

Mælingar á styrk svifryks, niturdíoxíðs og brennisteinsdíoxíðs sýndu að „áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa fyrir þessa mæliþætti sem eru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum“. EFLA benti á að strompar skemmtiferðaskipanna væru hátt uppi og útblásturinn bærist því hátt upp í loft. Mögulega næmi mælistöðin við Hof ekki þennan útblástur nema að litlu leyti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »