Fleiri kjósa fimmfalt dýrara próf

Kristín vonar að hægt verði að bjóða sumum upp á …
Kristín vonar að hægt verði að bjóða sumum upp á NIPT bráðlega mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fleiri þungaðar konur hérlendis velja nú að fara á einkastofu til þess að athuga hvort fóstur þeirra beri litningagalla, að sögn Kristínar Rutar Haraldsdóttur, sérfræðiljósmóður á Landspítalanum. Sumar konur fara jafnvel út fyrir landsteinana til þess að undirgangast svokallað NIPT-próf.

Boðið er upp á NIPT-prófið á einni stofu á Íslandi, einkareknu læknastofunni Livio. NIPT er fimm sinnum dýrara en svokallað samþætt líkindamat sem Landspítalinn býður upp á og þjónar sama tilgangi. NIPT- prófið er talsvert nákvæmara en samþætta líkindamatið. Bæði prófin eru til þess gerð að kanna möguleika á litningaþrístæðum 13, 18 og 21. Auk þess er með NIPT skoðaður fjöldi kynlitninga.

„Samþætt líkindamat gefur allt að 90% næmi til að greina þessar þrjár þrístæður; 13, 18 og 21 en þetta NIPT-próf hefur >99% næmi fyrir þrístæðu 21 og örlítið lægri fyrir hinar þrístæðurnar,“ segir Hildur Harðardóttir, fæðingar- og kvensjúkdómalæknir hjá Livio, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert