Fönnin á Oki á Kaldadal er á stöðugu undanhaldi

Jökullinn OK er að hverfa.
Jökullinn OK er að hverfa. mbl.is/RAX

Fönnin á Oki á Kaldadal í Borgarfirði minnkar stöðugt, eins og sást þegar ljósmyndari Morgunblaðsins flaug þar yfir í vikunni.

Lengi taldist Ok vera minnsti jökull landsins, en sú skilgreining féll úr gildi þegar snjórinn hætti að falla undan eigin fargi. Jökullinn hvarf og nú segja vísindamenn að allir jöklar landsins gætu verið horfnir eftir 200 ár. Sú staðhæfing er byggð á líkindareikningum sem meðal annars byggjast á þeirri forsendu að hitastig á landinu hækki um tvær gráður á öld.

Á morgun, sunnudag, verður við Ok afhjúpaður minningarskjöldur um jökulinn sem hvarf. Að því standa vísindamenn frá Texas í Bandaríkjunum og hefur framtak þeirra og sagan af Okinu vakið athygli víða um veröld, að því  er segir í umfjöllun um hvarf Oks í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert